Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is K 7 Premium Smart Control Háþrýstidæla Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þjóðir múslima samþykktu í gær að vinna með Sameinuðu þjóðunum að því að leysa úr frosti afganskar eign- ir að virði fleiri hundruð milljóna bandaríkjadala, til að reyna að eiga við vaxandi vanda almennings í Afg- anistan. Samtök um íslamska samvinnu (OIC) komu saman til sérstaks fund- ar um málefni Afganistans í Íslama- bad í Pakistan í gær. Pakistanski ut- anríkisráðherrann Shah Mahmood Qureshi sagði í opnunarræðunni að ef fram fari sem horfi gæti kreppan leitt til mikillar hungursneyðar, flóðs flóttamanna yfir landamærin og frekari upprisu öfgahyggju. Milljarðar dala verið frystir Stjórnvöld í Pakistan vöruðu einn- ig við grafalvarlegum afleiðingum fyrir alþjóðasamfélagið, haldi efna- hagshrun nágrannaríkisins Afgan- istans áfram. Voru leiðtogar heims- ins hvattir til að finna leiðir til að tala við talíbana, sem fara með tögl og hagldir í ríkinu, til að reyna að koma í veg fyrir hamfarir fyrir fólkið í landinu. Um er að ræða stærstu ráðstefnu um málefni Afganistans sem haldin hefur verið frá því talíbanar steyptu ríkisstjórninni af stóli og sneru aftur til valda í ágúst. Síðan þá hafa millj- arðar bandaríkjadala í formi aðstoð- arfjár og eigna verið frystir af al- þjóðasamfélaginu, töluvert meira fjármagn en nú er reynt að losa úr frosti, á sama tíma og kaldur vetur hefur færst yfir landið. Hætta á algjöru hruni Í yfirlýsingu sem gefin var út eftir fundinn segir að Íslamski þróunar- bankinn muni leiða átakið í von um að leysa úr læðingi aðstoðarfé á fyrsta fjórðungi komandi árs.Stjórn- völd í Afganistan voru einnig hvött til að gegna „skyldum samkvæmt al- þjóðlegum mannréttindasáttmálum, sérstaklega hvað varðar réttindi kvenna, barna, ungra, gamalla og fólks með sérþarfir“. „Við getum ekki hundsað hættuna á algjöru efnahagshruni,“ sagði Qu- reshi á fundinum. Á meðal fundar- gesta voru utanríkisráðherra talíb- ana, Amir Khan Muttaqi, og fulltrúar stjórnvalda Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað varað við því að Afganistan sé á barmi þess að verða að heimsins mesta neyðarástandi mannúðarmála, þar sem ægir saman matarskorti, eldsneytisskorti og fjármálakreppu. Samþykkt var einnig á fundi sam- takanna að hópur alþjóðlegra ísl- amskra fræðimanna myndi hefja samtal við talíbana um málefni „á borð við, en sem takmarkast þó ekki við, umburðarlyndi og hófsemi í Ísl- am, jafnt aðgengi að menntun og réttindi kvenna í íslam“. Ekkert ríki hefur enn sem komið er viðurkennt stjórn talíbana og stjórnarerindrekar þurfa því að feta þröngan veg til að aðstoða efnahag landsins án þess þó að ýta undir stjórn íslamistanna. Og þótt talíban- ar hafi lofað mýkri stjórn en þeirri sem einkenndi valdatíð þeirra á ár- unum 1996 til 2001, eru konur enn útilokaðar frá opinberum störfum og tekið hefur verið fyrir menntun stúlkna að mestu leyti. Beindi orðum sínum sérstaklega að Bandaríkjunum Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði heimsbyggðina þurfa að aðskilja talíbana frá venju- legum Afgönum. „Ég tala sérstak- lega til Bandaríkjanna þegar ég segi að aftengja þurfi ríkisstjórn Afgan- istans frá fjörutíu milljónum ríkis- borgara landsins. „Jafnvel þótt þau hafi verið í átökum við talíbana í tutt- ugu ár.“ Hundruð fólks stóðu úti í frostinu í Kabúl, höfuðborg Afganistans, snemma morguns í gær og biðu í röð eftir að fá útgefið vegabréf. Degi áð- ur hafði ríkisstjórnin tilkynnt að hún hefði hafið að nýju útgáfu vegabréfa. Margir hófu biðina nóttina áður og biðu þolinmóðir í einfaldri röð. Ein- hverjir þeirra voru í örvæntingu að reyna að yfirgefa landið til að fá læknisaðstoð, en aðrir til að flýja undan stjórn íslamistanna. Hindra hópamyndanir Taugaóstyrkir verðir úr röðum ta- líbana réðust endurtekið að hópum sem mynduðust við upphaf biðraðar- innar og við vegatálma þar nærri. „Við viljum ekki að nein sjálfsvígs- eða sprengjuárás eigi sér stað hér,“ sagði 22 ára vörðurinn Ajmal Toofan í samtali við fréttaritara AFP á staðnum, og kvaðst því hafa áhyggj- ur af hópamyndun. Liðsmenn Ríkis íslams, höfuðóvin- ar talíbana, drápu fleiri en 150 manns seint í ágústmánuði þegar fjöldi borgara flykktist að flugvellinum í Kabúl í von um að geta yfirgefið landið á fyrstu dögum valdatíðar öfgahópsins. „Við berum hérna skyldu til að vernda fólkið,“ sagði To- ofan í gær og beindi á sama tíma byssu sinni að jörðunni eins og þjálf- aður hermaður. „En fólkið er ekki samvinnuþýtt.“ Hætta vofir yfir Afganistan - Óttast hungursneyð, flóttamannabylgju og frekari upprisu öfgahyggju í landinu - Reynt verður að koma aðstoðarfé áleiðis til almennings í Afganistan - Ekkert ríki enn viðurkennt stjórn talíbana AFP Afganistan Fjöldi fólks var saman kominn í Kabúl í gærmorgun í von um að fá útgefið vegabréf í sínu nafni. Pakistan Forsætisráðherrann Imran Khan ávarpaði ráðstefnugesti í gær. Nær öllu hefur verið skellt í lás í Hollandi næstu fjórar vikur en öllum verslunum sem ekki selja nauð- synjavörur, veitingastöðum, krám, kvikmyndahúsum, söfnum og leik- húsum var lokað í gær. Ekki má hefja starfsemi að nýju fyrr en 14. janúar, en skólar verða lokaðir fram til að minnsta kosti 9. janúar. Fjöldi þeirra gesta sem fólk má hafa í hús- um sínum verður einnig skorinn nið- ur, úr fjórum í tvo, nema á jóladag. Um þetta tilkynnti hollenski for- sætisráðherrann Mark Rutte á blaðamannafundi á laugardag. „Ég stend hér í kvöld, þungbúinn í skapi,“ sagði Rutte er hann ávarpaði þjóðina á blaðamannafundi. „Til að segja þetta upp í einni setningu verður Hollandi lokað aftur frá og með morgundeginum. Við verðum að grípa inn í, í varúðarskyni.“ Varar við jólaferðalögum Dr. Anthony Fauci, sótt- varnalæknir Bandaríkjanna, telur að jólaferðalög munu koma til með að auka útbreiðslu Ómíkron- afbrigðis kórónuveirunnar, jafnvel meðal fullbólusettra, og muni reyna á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Hann sagði í samtali við fréttastofu NBC að afbrigðið hafi ótrúlega getu til að dreifa sér og að Ómíkron- bylgja sé á leiðinni. Þá hvatti hann fólk til að láta bólusetja sig, fara í sýnatöku og bera grímur til að draga úr útbreiðslu nú þegar hátíðirnar nálgast. Jenny Harries, framkvæmda- stjóri heilbrigðisstofnunar Bret- lands, hefur sagt Ómíkron vera lík- lega alvarlegustu ógnina í faraldr inum síðan hann hófst og varar við meti í spítalainnlögnum á næstunni. Aðeins tveir gest- ir í hverju húsi - Nær öllu lokað í Hollandi í mánuð AFP Forsætisráðherra Mark Rutte til- kynnti lokunina á blaðamannafundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.