Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
N
ú eru fjórir dagar þar til jólin
ganga í garð á heimilum lands-
ins. Hátíð þar sem fjölskyldan
kemur saman og nýtur sam-
verustunda hvert við annað, í
litlum hópum með gleðina í fyrirrúmi. Fyrir
ári þurftu margir að draga saman seglin um
jólin þegar kom að samverustundunum enda
heimsfaraldur í gangi og bólusetningar varla
hafnar hér á landi. Enginn var almennilega
öruggur, ekki var hægt að útiloka fjölda al-
varlegra veikindatilfella sem hefði getað riðið
Landspítalanum að fullu miðað við mat
þeirra sem best áttu að þekkja til. Það var
því ástæða til að fara að öllu með gát – fyrir
ári.
En síðan þá hefur margt breyst en þó ekki
allt. Íslenska þjóðin er nær fullbólusett – og
flestir þeirra 90% bólusettra eru þríbólusettir. Alvarleg
veikindatilfelli eru því fá, sem betur fer. Meira fé var
lagt til Landspítalans undir þeim formerkjum að mæta
Covid-19 um leið og viðkvæmir hópar sem ekki geta
þegið bólusetningu hafa haldið sig til hlés af illri nauð-
syn eins og gagnvart öðrum smitsjúkdómum sem herja
á samfélög þessa heims.
Á sama tíma og allar þessar aðstæður ættu að bjóða
eðlilegt líf fyrir fólk hér á landi stöndum við frammi fyr-
ir því, aftur, að fólki sé meinað að njóta jólanna með ást-
vinum sínum í nafni sóttvarna. Nú eru hins vegar flestir
þeirra sem hnepptir eru í varðhald, þ.e. sóttkví eða ein-
angrun, fullfrískir eða finna fyrir „léttum
flensueinkennum“. Þegar þetta er skrifað
eru ellefu á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu,
2.449 í sóttkví og 1.724 í einangrun.
En þetta er ekki heimsfaraldrinum að
kenna heldur lélegri stjórn heilbrigðismála
undanfarin tvö ár, frá því faraldurinn hófst.
Fátt hefur verið gert til að auka getu spít-
alans til að taka á móti þessum alvarlegu
veikindatilfellum. Rúmum hefur ekki fjölgað
og fráflæðisvandi spítalans hefur ekki verið
leystur. Því fé sem veitt var til Landspít-
alans, umfram það sem áður var, virðist ekki
hafa verið varið til að leysa brýnasta vand-
ann er viðkemur Covid-19, á þeirri stöðu ber
fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem enn sit-
ur í ríkisstjórn, fulla ábyrgð.
Það hefur kannski gleymst í öllu atinu hjá
okkar ágætu ráðherrum að það er grafalvarlegt mál að
læsa fólk inni. Fólk sem er ekki einu sinni veikt. Fólk
sem hefur ekkert gert af sér annað en að fylgja öllum
leiðbeiningum, boðum og bönnum stjórnvalda í heims-
faraldri – bólusett sig ekki einu sinni, ekki tvisvar held-
ur þrisvar undir því loforði að þá getum við horfið aftur
til eðlilegs lífs.
Þetta má ekki gerast aftur – fyrsti tíminn er bestur
til að átta sig á því – frelsi okkar og geðheilsa er í húfi.
bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Sóttkví stálhraustra
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Líklega er
engin þjóð
Íslend-
ingum fremri í að
nýta orkugjafa
sem skilgreindir
eru sem endurnýj-
anlegir og hleypa litlu af gróð-
urhúsalofttegundum út í and-
rúmsloftið. Íslendingar ættu
að njóta þess, en gera ekki þar
sem tilhneigingin hefur verið
að elta aðrar þjóðir sem búa
við allt annars konar orkugjafa
en við. Af einhverjum ástæðum
virðist enginn vilji til að taka
tillit til þess sem þegar hefur
verið gert hér á landi.
Ein af afleiðingum þessa
kemur fram í því að hingað er
flutt inn mikið magn af jurta-
olíu til að blanda saman við
annað innflutt eldsneyti. Olíu-
fyrirtækjunum er gert skylt að
gera þetta og ríkið nið-
urgreiðir innflutninginn.
Glúmur Björnsson efnafræð-
ingur, sem Morgunblaðið
ræddi við um þessi mál um
helgina, áætlar að skattaíviln-
anir vegna þessa hafi numið
um 13 milljörðum króna frá
árinu 2015.
Eins og hann bendir á er
sérkennilegt fyrir land með
mikið af endurnýjanlegri orku
að flytja inn þessa „lausn“, sem
varð til í Evrópusambandinu
við allt aðrar aðstæður. „Regl-
ur Evrópusambandsins um
íblöndun eru hugsaðar fyrir
meginlandið þar sem menn eru
að berjast við að
koma hlutfalli end-
urnýjanlegrar
orku upp í 20%.
Það er ekki okkar
veruleiki, við erum
með 85% af okkar
orku frá endurnýjanlegum
orkulindum. Við erum því fyrir
löngu búin að ná markmiði
ESB hvað heildarorkunotkun
varðar,“ segir Glúmur.
Við þetta bætist að þessi
íblöndunarefni hafa reynst illa.
Eigendur dísilbíla hafa lent í
vandræðum vegna óhreininda
sem setjast í olíusíur og hafa
jafnvel skemmt spíssa í vél-
unum. Þessu fylgir mikill við-
gerðakostnaður.
En það er líka vafasamt að
nota matvæli til að knýja öku-
tæki og Glúmur bendir á að
þetta hafi hækkað mat-
vælaverð, enda séu 40% af ma-
ísuppskeru í Bandaríkjunum
notuð sem eldsneyti á bíla.
Það er augljóslega eitthvað
bogið við það að Íslendingar
skuli flytja inn matvæli, eða
efni sem hefðu getað orðið
matvæli, til að blanda út í dí-
selolíu í því skyni að minnka
útblástur gróðurhúsaloftteg-
unda. Hér á landi er næg end-
urnýjanleg og hrein orka og
þeir sem starfa við að þýða og
stimpla reglur ESB verða að
hafa í huga að þær ber ekki að
innleiða hugsunarlaust og jafn-
vel af enn meiri ákafa en ríkin
gera sem eru í sambandinu.
Ísland hefur aug-
ljóslega ekkert að
gera við niðurgreitt
innflutt lífeldsneyti}
Undarlegar reglur
Nú eru liðin tæp
tvö ár frá því
að kórónuveirunnar
varð vart á Vest-
urlöndum og hefur
hún haldið heim-
inum í heljargreipum allar götur
síðan. Margar þjóðir hafa mátt
þola meiri takmarkanir og lok-
anir en Íslendingar, en aðgerð-
irnar hér á landi hafa engu að
síður tekið á og er óhætt að
segja að farið sé að reyna á þol-
rifin hjá þjóðinni. Þá er vita-
skuld hætt við að langvarandi
ástand af þessu tagi, nánast
stríðsástand, hafi alvarlegar
langtímaafleiðingar fyrir fjölda
fólks, einkum ungu kynslóðina.
Það getur ekki verið hollt að
vaxa úr grasi við slíkar að-
stæður.
En veiran er erfið viðureignar
og getur verið hættuleg og þess
vegna er gripið til aðgerða. Þess
vegna er líka fyllsta ástæða fyr-
ir fólk að gæta að sér. Þetta hafa
landsmenn gert og til að mynda
verið afar duglegir að sækja sér
bólusetningu. Um 90% fullorð-
inna eru bólusett og um helm-
ingur þess stóra hóps hefur að
auki náð sér í örvunarskammt,
sem sagður er virka vel á Ómík-
ron-afbrigðið svokallaða.
Við þessar aðstæður þarf ekki
að koma á óvart þó
að þeim röddum
fjölgi sem efast um
að ástæða sé til að
herða aðgerðir enn
frekar, líkt og sótt-
varnayfirvöld gefa í skyn þessa
dagana. Smitum hefur vissulega
fjölgað en innlögnum á spítala
ekki, sem virðist styðja þá skoð-
un að Ómíkron-afbrigðið sé
vægara en önnur og að því leyti
æskilegt að það taki yfir eins og
spáð hefur verið.
En þegar á þetta er bent er
gjarnan nefnt að það taki tvær
vikur að koma í ljós hversu al-
varleg bylgjan verði. Og þá er
það einkum spítalinn sem nefnd-
ur er til sögunnar sem veiki
hlekkurinn í heilsufarskeðju
landsmanna í faraldrinum.
Þetta hlýtur að verða nýjum
heilbrigðisráðherra mjög til um-
hugsunar þegar hann fær nýjar
tillögur sóttvarnalæknis.
Hvernig má það vera, tveimur
árum eftir að pestin gerði vart
við sig, að mögulega verði gripið
til hertra aðgerða þegar upp er
komið vægara afbrigði, af þeim
sökum að spítalinn ráði ekki við
vandann? Og hvernig sjá menn
fyrir sér framtíðina í þessum
efnum? Er ekki kominn tími til
að ræða það?
Sérkennileg staða
virðist vera að koma
upp þessa dagana}
Framtíðin með faraldrinum
FRÉTTASKÝRING
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
F
yrirséð er að verð á áburði
muni koma til með að ná
nýjum hæðum á nýju ári,
en það er strax farið að
bera á því og vísast þá til nýútgef-
innar verðskrár Sláturfélags Suður-
lands þar sem köfnunarefnisáburður
hefur hækkað um 211 prósent milli
ára.
Á hvern hektara fara um 600
kílógrömm af áburði á sumri hverju,
ef marka má gróft mat Sigurgeirs
Hreinssonar, framkvæmdastjóra
Búnaðarsambands Eyjafjarða.
Áburður er að jafnaði hæsti einstaki
kostnaðarliður bænda í sauð-
fjárbúskap, að sögn Sigurgeirs.
Bændur eru margir hverjir afar
áhyggjufullir og einhverjir búa sig
jafnvel undir að þurfa að bregða búi,
fari árið svo að þeir nái ekki inn
nægjanlegum tekjum á móti.
Meiri áhersla geti verið lögð á
innlenda áburðarframleiðslu
Svandís Svavarsdóttir, landbún-
aðar- og sjávarútvegsráðherra, og
Gunnar Þorgeirsson, formaður
Bændasamtakanna, benda á að þessi
staða gefi efni til að leggja meiri
áherslu á nýtingu innlends áburðar
og þróunar á lífrænum áburði.
Sigurgeir telur að almennt séu
bændur að nota tilfallandi áburð vel,
en hann dugi skammt. Færi bændur
sig yfir í lífræna framleiðslu og
minnki áburðarnotkun, verði upp-
skera á hvern hektara talsvert minni
og búskapurinn því óhagkvæmari.
Fáir megi við því.
Svandís hefur lagt fram tillögu
um að fjárlögin geri ráð fyrir fjár-
munum til þess að ríkið geti gripið
inn í, telji það hættu steðja að fæðu-
öryggi þjóðarinnar. Er þetta sam-
bærileg leið og stjórnvöld í Noregi
hafa ákveðið að fara í sínum við-
brögðum við sama vanda, en hækkun
áburðarverðs takmarkast ekki við
landamæri Íslands.
Sigurgeir telur eðlilegast að af-
urðaverðið hækki til þess að koma til
móts við aukinn kostnað bænda og
tryggja þeim ásættanlegt verð fyrir
vöruna sína.
Hlutur bænda bágborinn
Ágúst Torfi Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Kjarnafæði og Norð-
lenska segir að hlutur bænda, sér-
staklega í lambakjötsframleiðslu og
undanfarið líka í nautakjötsfram-
leiðslu, hafi verið bágborinn.
„Það er vont fyrir okkur í afurð-
arstöðvageiranum ef frumframleið-
andinn getur ekki haft eðlilega af-
komu af sínum rekstri,“ segir Ágúst í
samtali við Morgunblaðið.
Verði ekki komið til móts við
þessa stöðu gæti framleiðsluvilji ís-
lenskra bænda dregist saman, það sé
áhyggjuefni fyrir alla keðjuna.
Fara mætti blandaða leið
Hann telur aftur á móti ekki víst
að hægt sé að koma fyllilega til móts
við þetta með afurðaverði, þar sem
afurðastöðvum sé sniðinn þröngur
stakkur með hörðum samkeppn-
islögum og lágum tolli á vörur frá
Evrópusambandinu og Bretlandi.
„Mér finnst ekkert óeðlilegt að
horfa til nágrannalandanna, en það
má líka fara blandaða leið,“ segir
hann, inntur eftir viðbrögðum við
áformum heilbrigðisráðherra.
Ágúst segir að sér þætti skyn-
samlegt að minnka óhagræði í virð-
iskeðju innanlands svo íslenski kjöt-
iðnaðurinn beri sig, bændur sjái hag
sinn í því að framleiða vöruna og af-
urðastöðvarnar standi síður höllum
fæti í samkeppni við erlenda fram-
leiðendur eins og Danish Cow, með
tuttugu sinnum meiri veltu en af-
urðastöðvarnar samanlagt.
Gríðarleg áhrif á afkomuna
Morgunblaðið greindi fyrr í
mánuðinum frá áhyggjum bænda af
mikilli hækkun áburðarverðs, sem
þá var fyrirséð.
„Það myndi hafa gríðarleg áhrif
á rekstrarafkomu íslenskra bænda.
Spurning er hvort þeir muni draga
saman framleiðsluna eða fara í aðrar
alvarlegar aðgerðir til að mæta
þessu,“ var þá haft eftir Gunnari
Þorgeirssyni formanni Bænda-
samtakanna, er hann var spurður
um afleiðingar af verðhækkunum á
borð við þessa sem nú hefur raun-
gerst.
Benti hann á að þetta ættu að
era tímabundin áhrif vegna gríð-
arlegra hækkana á orkuverði í Evr-
ópu. Kvaðst hann vilja að stjórnvöld
og Bændasamtökin myndu meta
saman heildarmyndina, hver áhrifin
yrðu hér á landi.
Morgunblaðið/Kristján
Áburður Hækkun áburðarverðs veldur áhyggjum víða en margir bændur
óttast að fá ekki ásættanlega afkomu fyrir vöru sína miðað við kostnað.
Tryggja þurfi bænd-
um ásættanlegt verð
Sigurgeir
Hreinsson
Ágúst Torfi
Hauksson