Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Söfnum í jólasjóðinn hjá
Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt
okkur lið er bent á
bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Jólasöfnun
Guð blessi ykkur öll
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Viðtökur voru góðar þegar byrjað
var að selja gerilsneydda og ófitu-
sprengda kúamjólk í verslun Krón-
unnar í Lindum í Kópvogi á laugar-
dag. Varan er seld undir merkinu
Hreppamjólk, en að framtaki þessu
standa ábúendur á bænum Gunn-
bjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi. Unnið hefur verið að und-
irbúningi þessa verkefnis um
nokkurt skeið og að mörgu var að
hyggja. Öll leyfi voru í höfn rétt fyrir
helgina og með það var brunað í bæ-
inn með afurðir og tæki.
Rjóminn flýtur í málinu
„Eftirspurn og áhugi fólks eftir
nýjungum og umhverfisvænum
landbúnaðarvörum er mikill. Annars
rennum við blint í sjóinn með fram-
haldið, en þróunin á matvælamark-
aði er í þessa áttina. Þar horfum við
til reynslu bænda víða í Evrópu,“
segir Margrét Hrund Arnarsdóttir
framkvæmdastjóri Hreppamjólkur.
Í Gunnbjarnarholti er starfrækt
eitt af stærstu kúabúum landsins
sem foreldrar Margrétar, Arnar
Bjarni Eiríksson og Berglind
Bjarnadóttir, reka sem Fjöl-
skyldubúið ehf.
Lengi hefur verið leitað leiða á
búinu til að gera framleiðsluna þar
umhverfisvænni og bjóða lítt unnar
mjólkurvörur. Nú er sú lausn og
tækni komin. Í mjólkurvinnslu í
Gunnbjarnarholti er mjólkin ger-
ilsneydd, en ekki fitusprengd og
með því haldast ýmsir eiginlegir
hennar óskertir – sem hér er sóst
eftir. Rjóminn bókstaflega flýtur of-
an á mjólkinni í málinu, sem ekki
gætir í fitusprengdri vöru.
Nýmælið er hins vegar að nú taka
viðskiptavinir mjólkina á sínar eigin
flöskur. Tappað er á flöskuna í sjálf-
salanum, sem greiðslukortalesari er
festur við.
„Nokkuð er síðan við kynntum
hugmyndina fyrir stjórnendum
Krónunnar sem voru strax áhuga-
samir. Ferlið að koma þessari ný-
stárlegu afurðasölu í gegn tók þó
sinn tíma, svo sem að ganga frá öll-
um pappírum og fá bæði vinnslubún-
að og sjálfsalann, sem tengdur er
mjólkurtanki með kælibúnaði sem
tekur 180 lítra,“ segir Margrét.
Jógúrt og drykkir væntanlegir
Strax eftir helgina verður til við-
bótar við mjólkina í Krónunni sala á
fleiri afurðum, svo sem bakaðri
Hreppajógúrt og mjólkurdrykkjum
með til dæmis súkkulaði- og jarð-
arberjabragð. „Við hefjum vegferð-
ina hér í Krónunni í Lindum og af
því ræðst framhaldið í þessu til-
raunaverkefni. Sala á drykkjarmjólk
hefur dregist mikið saman síðustu
árin. Með þessari nýjung viljum við
auka þá neyslu, og teljum slíkt raun-
hæft, enda höfum við ofurtrú á heil-
næmi vörunnar, segir Margrét.
Sjálfsali verður við veg
Gunnbjarnarholt er í uppsveitum
Árnessýslu nærri vegamótunum þar
sem annaðhvort er beygt áleiðis inn í
Þjórsárdal eða haldið áfram að Flúð-
um. Næsta sumar stendur til að
opna nærri bænum sjálfsala, þar
sem hægt verður að kaupa afurðir
Hreppamjólkur og fleira til. Á sama
stað er ætlunin sömuleiðs að verði
hægt að fá rafhleðslu á bíla, það er
orku sem í fyllingu tímans verði unn-
in úr metani sem til fellur frá kúa-
búinu.
„Við heyrum ákall viðskiptavini um umhverfisvænni
vörur og umbúðir. Hreppamjólkin er frábært dæmi um
vöru sem uppfyllir þessar óskir með ferskri gæðamjólk
með tilheyrandi minnkun á kolefnisspori,“ segir Ásta S.
Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar.
„Fjölnota glerumbúðir er hringrás sem við viljum sjá í
fleiri vöruflokkum. Við viljum styðja nýsköpun okkar
birgja að þessu leyti og sú þróun er raunar komin á fullt.
Það er á okkar ábyrgð að bregðast við ákalli um breyt-
ingar sem þessar og erum stöðugt að skoða nýjar lausn-
ir til að þróa og prófa áfram í samstarfi við okkar viðskiptavini og aðra.“
Svara kalli viðskiptavina
BJÓÐA UMHVERFISVÆNAR VÖRUR OG UMBÚÐIR
Ásta S. Fjeldsted
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mjólkurfólk Feðginin Arnar Bjarni Eiríksson og Margrét Hrund Arnarsdóttir kynntu Hreppamjólk um helgina og
stóðu við sjálfsalann í verslun Krónunnar. Viðtökur viðskiptavina voru góðar en þær munu ráða framhaldinu.
Flöskumjólk er framtíðin
- Hreppamjólk í sjálfsala - Nýmæli í Krónunni - Lausn
og tækni - Ófitusprengd og umhverfisvæn - Mikill áhugi
Rebekka Líf Ingadóttir
rebekka@mbl.is
Enginn eldaður kjúklingur var fram-
leiddur af fyrirtækinu Matfugli í
byrjun desember, sökum þess að um
sjötíu starfsmenn fyrirtækisins
þurftu að sæta sóttkví.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Sveinn Vilberg Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Matfugls, að í ljósi að-
stæðnanna hafi þurft að forgangs-
raða framleiðslunni gagnvart
dýravelferð og slátra fuglunum sam-
kvæmt plani. Því var ákveðið að
framleiða ekki eldaðan kjúkling á
meðan á sóttkví starfsfólksins stóð
heldur framleiða nær einungis heila
kjúklinga.
„Þetta hafði áhrif á alla okkar við-
skiptavini, við framleiðum um 40 til
45 prósent af öllum kjúklingi á Ís-
landi og við seldum nánast ekki neitt
nema bara heilan kjúkling í um
viku,“ segir Sveinn. Hann bætir við
að allir viðskiptavinir fyrirtækisins
hafi verið upplýstir um stöðuna.
Meðal þeirra viðskiptavina Mat-
fugls sem þurftu að bregðast við
framleiðslutöfunum var Domino’s
Pizza, sem þurfti að fjarlægja kjúk-
lingavængi af sínum matseðli.
„Þeir eru bara búnir hjá framleið-
anda,“ sagði Magnús Hafliðason,
forstjóri Domino’s Pizza, í samtali
við Morgunblaðið. Magnús sagðist
hafa fengið þær upplýsingar að
framleiðandi hefði lent í einhverjum
framleiðslutöfum þar sem hann hefði
misst starfsfólk í sóttkví og því hætt
að framleiða fulleldaðar vörur, eins
og kjúklingavængina sem Dominos
selur.
Hann segist eiga von á því að
vængirnir verði aftur komnir á mat-
seðil þeirra eftir um viku eða tíu
daga. Sveinn segir Matfugl hafa aft-
ur farið að framleiða eldaðan kjúk-
ling í lok liðinnar viku svo að allt ætti
fljótlega að komast aftur í réttar
horfur.
„Ég geri nú ráð fyrir því,“ segir
Magnús, spurður hvort að vængirnir
hafi aðeins verið teknir af matseðl-
inum tímabundið.
„Þetta er búið að vera núna í tæpa
viku og ef allt er eðlilegt þá er
kannski vika eða tíu dagar eftir þar
til að allt sé komið í gang aftur,
myndi maður halda.“
Magnús segir því viðskiptavini
Dominos geta gætt sér á kjúklinga-
vængjum að nýju um eða eftir ára-
mót.
Kjúklingaskortur sökum sóttkvíar
- Sjötíu starfsmenn sættu sóttkví - Seldu nær einungis heilan kjúkling í um viku - Fjarlægðu kjúk-
lingavængi af matseðli Domino’s vegna skortsins - Hafði áhrif á alla viðskiptavini framleiðandans
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skortur Forgangsraða þurfti fram-
leiðslunni meðan á sóttkví stóð.
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Kópavogsbær hafnaði beiðni sem
barst frá trúnaðarmönnum kennara í
bæjarfélaginu um að fella niður skóla
í dag. Kristgerður Garðarsdóttir, for-
maður Kennarafélags Mosfellsbæjar,
Seltjarnarness og Kópavogs, kveðst
fordæma þetta.
Hún bendir á að um sé að ræða
nemendur á aldrinum 6 til 11 ára,
sem allir eru óbólusettir. Beiðni þessi
hafi snúið að því að vernda börnin og
koma í veg fyrir að þau smitist rétt
fyrir jólahátíðina. Kennarar séu til-
búnir að mæta í vinnuna, en áhyggj-
urnar hafi beinst að börnunum.
„Ég hefði viljað sjá mennta-
málaráðuyneytið stíga sama skref
núna, í ljósi aðstæðna, og var gert
fyrir páskafríið þegar tveimur dögum
var slaufað.“
Kristgerður bendir á að í dag verði
skertur dagur í mörgum skólum og
kennarar hafi borið fram þá tillögu að
bæta þessum tíma við annan skertan
dag eftir áramót, til þess að virða lög-
bundna 180 daga skólaskyldu. Hún
býst við því að margir foreldrar eigi
eftir að halda börnum sínum heima í
dag.
Margrét Friðriksdóttir, formaður
menntaráðs Kópavogsbæjar, telur
ákvörðun Kópavogs hafa verið rétta.
„Mér finnst óæskilegt að hrófla við
skóladagatali yfirhöfuð, þau eru aug-
lýst fyrir fram og fólk þarf að vita að
hverju það gengur.“ Kveðst hún telja
að það hefði getað gefið hættulegt
fordæmi að verða við beiðni sem
þessari.
Fordæmir ákvörð-
un Kópavogsbæjar
- Býst við að mörg börn verði heima