Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
skiptum um sæti. Þá hafði Sverr-
ir unnið að hagsmunamálum
hljómlistarmanna í 19 ár sem for-
maður. Í stjórnartíð hans unnust
margir sigrar og voru m.a. stofn-
uð samtök sem hafa skilað hljóm-
listarmönnum ómetanlegum
ávinningi. Sverrir var einn af
stofnendum SFH (Samtök flytj-
enda og hljómplötuframleiðenda)
1972. Hann stofnaði IHM (Inn-
heimtumiðstöð höfundarréttar-
gjalda) 1984 ásamt fleira góðu
fólki og sat í stjórn fram til ársins
1990. Þar lét Sverrir til sín taka
en starfsemi samtakanna beggja
hefur fært tónlistarflytjendum
ómetanlegan ávinning í gegnum
tíðina. Sverrir sat í bankaráði Al-
þýðubankans í fjöldamörg ár en
bankinn var oftar en ekki bak-
hjarl hljómlistarmanna þegar
þeir stóðu í fjárhagslegum stór-
ræðum. En það verkefni sem
stendur upp úr frá formannstíð
Sverris er stofnun Tónlistarskóla
FÍH 1980. Við stofnun skólans
opnuðust ný tækifæri fyrir þá
einstaklinga sem vildu mennta
sig í hryntónlist og um leið opn-
uðust tækifæri fyrir starfandi
hljómlistarmenn til endurmennt-
unar. Þarna hófst nýr kafli í tón-
listarmenntun þjóðarinnar. Í dag
heyrum við og sjáum afrakstur
skólans í öflugu tónlistarlífi.
Framsýni stjórnar FÍH undir
forystu Sverris hefur svo sann-
arlega verið ómetanleg. Sverrir
lét af formennsku hjá félaginu
1987 og áfram átti félagið stóran
sess í huga hans en hann mætti
jafnan á aðalfundi félagsins með-
an heilsan leyfði. Sverrir var
gerður að heiðursfélaga FÍH árið
1987, hann var svo sannarlega
góður forystumaður okkar
hljómlistarmanna. Ég minnist
hans með virðingu, hafi hann
þökk fyrir störf sín.
Björn Th. Árnason,
fv. formaður FÍH.
✝
Inga H.
Ágústsdóttir
fæddist 14. sept-
ember 1943. Hún
lést 9. nóvember
2021 í Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru Ágúst Hin-
riksson prentari, f.
24.5. 1918, d. 2.11.
1993 og Sigrún
Rögnvaldsdóttir
húsmóðir, f. 19.10.
1905, d. 2.4. 1986.
Systir Ingu er Lovísa Ágústs-
dóttir, f. 17.7. 1940.
Inga giftist Guðmundi Lýð-
ssyni árið 1963. Þau skildu.
Kristjánssyni, fæddur 11.7.
1963, börn þeirra eru Ágústa
Kristjánsdóttir, fædd 17.2. 1997
og Tómas Kristjánsson, fæddur
20.4. 1999.
Inga lærði snyrtifræði í
snyrtiskóla Margrétar Hjálm-
týsdóttur og útskrifaðist árið
1974. Á níunda áratugnum nam
hún einnig fótaaðgerðafræði.
Inga starfaði að iðninni eftir að
námi lauk til starfsloka.
Útför Ingu fer fram í Nes-
kirkju mánudaginn 20. desem-
ber kl. 13. Allir eru velkomnir í
kirkjuna en vegna sóttvarna
þurfa allir kirkjugestir að sýna
neikvætt hraðpróf við inngang-
inn sem er ekki eldra en 48 klst.
Hraðpróf er pantað fyrirfram á
covidtest.is eða testcovid.is.
Hlekkir á streymi:
http://www.hljodx.is/index.php/
streymi
https://www.mbl.is/andlat
Börn þeirra eru: 1.
Ágúst Guðmunds-
son, fæddur 7.11.
1964, giftur Þuríði
Reynisdóttur, fædd
14.3. 1970. Dóttir
þeirra er María
Ágústsdóttir, fædd
9.4. 2003.
2. Lýður Guð-
mundsson, fæddur
17.7. 1967, giftist
Guðrúnu Rut Eyj-
ólfsdóttur, fædd 5.5. 1969, þau
skildu. Sonur þeirra er Alexand-
er Lýðsson, fæddur 23.11. 1999.
3. Sigrún Guðmundsdóttir,
fædd 28.11. 1970, gift Kristjáni
Í dag kveðjum við tengda-
móður mína Ingu H. Ágústs-
dóttur. Þegar Inga var í góða
gírnum þá var engin fyndnari
og skemmtilegri en hún. Það
var aldrei neinn asi eða stress
þar sem hún var. Hún tók sinn
tíma í hvert verkefni og tileink-
aði sér að vera ekki með of
marga bolta á lofti í einu. Hún
var með afar fágaða framkomu
og hún var mikill fagurkeri.
Hvar sem hún kom var tekið
eftir henni, alltaf svo vel snyrt
og flott í tauinu með sína fallegu
skartgripi.
Það var ekki að ástæðulausu
sem ensk vinkona Maríu dóttur
minnar spurði hana þegar þær
voru átta ára gamlar og við átt-
um von á ömmu í heimsókn til
London „who is coming, is it
granny fashion or granny ad-
venture?“ Ingu var það mik-
ilvægt að heimili hennar væri
hlýlegt og fallegt og var hún
endalaust að bæta við og breyta
í þeim tilgangi. Það lýsir henni
vel að þegar hún lá sem veikust
undir lokin var hún að hringja í
Epal til að ýta á eftir nýju stól-
unum sem hún átti í pöntun.
Í baráttunni við sinn illvíga
sjúkdóm sýndi Inga mikið
æðruleysi. Aldrei heyrði ég
hana kvarta undan þessum leið-
indasjúkdómi. Hún vildi alltaf
miklu frekar tala um eitthvað
skemmtilegt. Henni þótti gaman
að fá sögur af sínu fólki og alltaf
samgladdist hún okkur með það
sem við vorum að fást við
hverju sinni.
Inga var snillingur í að láta
manni líða vel þegar maður
heimsótti hana því hún gat
endalaust fundið til eitthvert
hrósið og hún hafði einstaklega
þægilega nærveru. Þegar við
mæðgur heimsóttum ömmu
gerði hún í því að búa til róleg-
heitastund fyrir okkur til að ná
góðu spjalli. Við eigum sann-
arlega eftir að sakna þessara
stunda.
Hvíl í friði elsku tengda-
mamma,
Þuríður (Þurý).
Hryggðar hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
(H.A.)
Eftir harða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm er kær vinkona
mín, Inga Ágústsdóttir, látin.
Við hittumst fyrst í Meló fyrir
70 árum, þá sjö ára gamlar. Ár-
in liðu og í tímanna rás styrkt-
ust vinabönd okkar skólasystr-
anna sem hafa varað ævilangt.
Við stofnuðum saumaklúbbinn
okkar sem hefur alla tíð ein-
kennst af vináttu og samheldni
vinkvennanna. Við höfum tekið
þátt í gleði jafnt sem sorg hver
annarrar í gegnum árin. Á
stundu sem þessari streyma
minningarnar fram í hugann;
ljúfar, góðar og eftirminnilegar.
Saumaklúbbskvöldin okkar ein-
kenndust af heimagerðum
veislumat og hnallþórum. Þjóð-
málin voru krufin til mergjar og
það nýjasta í menningunni. Að
tala um pólitík var ekki ráðlegt,
þá fyrst fór að hitna í kolunum.
Við fórum í ógleymanlegar
tjaldútilegur, sumarbústaða- og
utanlandsferðir. Við hátíðleg
tækifæri voru vísur kveðnar,
ræður haldnar, mikið skálað,
mikið hlegið og mikið sungið.
Eftir því sem árin liðu breytt-
ust áherslurnar hjá okkur og
áhugamálin urðu önnur. Við
Inga og Dódý hittumst oft þrjár
með handavinnu og til að
föndra jólatröllin okkar. Dódý
kenndi okkur að hekla listfeng
teppi að ógleymdum sokkahæl-
unum sem hún lét okkur rekja
upp aftur og aftur.
Við Inga vorum orðnar einar
og vorum duglegar að hittast og
rækta vinskapinn. Við töluðum
saman daglega og hittumst til
að spila uppáhaldsspilið okkar,
Rummikub. Við gátum spilað
tímunum saman, báðar miklar
keppnismanneskjur og þoldum
illa að tapa. Inga færði allt til
bókar, vinning og tap. Á sumrin
fórum við oft tvær í langa bíl-
túra á Þingvelli eða austur fyrir
fjall. Við vorum duglegar að
fara í leikhús og á kaffihús.
Þegar samkomubannið var sett
á í fyrrasumar létum við það
ekki aftra okkur frá því að
hittast. Við mæltum okkur oft
mót í Öskjuhlíðinni. Þar lögð-
um við bílunum hlið við hlið,
renndum niður bílrúðunum og
drógum upp kaffibrúsana. Það
var sannkallað vinkonuspjall
yfir kaffibolla með útsýni yfir
Reykjavík og Esjuna okkar.
Mikið á ég eftir að sakna vin-
konu minnar.
Inga var smekkleg, fáguð og
flott kona og einstakur vinur
vina sinna. Hún tókst á við
veikindi sín með mikilli yfir-
vegun, skynsemi og ótrúlegum
styrkleika. Snögglega er
höggvið skarð í vinkvennahóp-
inn. Með aðeins mánaðar milli-
bili eru tvær úr sjö manna
klúbbnum okkar látnar og eftir
stöndum við hinar, svo van-
máttugar með sorg í hjarta.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(H.A.)
Ingu auðnaðist að vera
heima hjá sér þar til yfir lauk,
þökk sé Sigrúnu dóttur henn-
ar, sem hjúkraði mömmu sinni
með einstakri ást og um-
hyggju. Ég vona, eins og segir
í ljóðinu, að ljósið bjarta lýsi,
elskulegri vinkonu minni, á
leið í nýjum heimi.
Ástvinum öllum sendi ég
samúðarkveðjur,
Guðrún Sverrisdóttir.
Ég á erfitt með að trúa að
ég sé að skrifa minningargrein
um þig, Inga mín, elsku besta
vinkona, allar götur frá því að
við kynntumst í fyrsta bekk í
Gagnfræðaskólanum við
Hringbraut.
Á glöðu unglingsárunum
áttum við margar skemmtileg-
ar stundir, m.a. í Breiðfirð-
ingabúð á sunnudagseftirmið-
dögum og í Silfurtunglinu á
kvöldum sömu daga.
Síðar kynntumst við eigin-
mönnum okkar, þú Guðmundi
Lýðssyni og ég Sigurði Einars-
syni, og bústangið hófst. Og
börnin komu til; þín Ágúst, Lýð-
ur og Sigrún, mín Hjördís,
Brynja og Styrmir.
Og afmælisveislur barnanna
voru sko ekkert slor, þær voru
eins og góðar fermingarveislur.
Saumaklúbburinn okkar taldi
átta konur með mýgrút barna.
Og það var farið í útilegur með
allan skarann. Eldri hluti
klúbbsins ferðaðist líka saman
bæði innanlands og til annarra
landa og oft var mikið stuð og
gaman. Klúbburinn fór líka oft í
sumarbústaði, ýmist konurnar
einar, en stundum voru karlar
leyfðir og alltaf var fjör og gam-
an og sungið svo að undir tók í
fjöllunum.
En skyndilega er eins og
dimmi. Kiddý vinkona okkar
veikist og fellur frá og sjúkdóm-
urinn sem þú barðist svo hetju-
lega við nær yfirhöndinni og þú
ert farin.
Eftir stöndum við sex tárvot-
ar konur.
Elsku Inga mín, margar
ógleymanlegar stundir áttum
við saman, sem ég er ævinlega
þakklát fyrir og hugur minn er
stöðugt hjá þér.
Guð blessi þig alltaf.
Þín vinkona,
Þórhildur (Dódý).
Elsku Inga okkar.
Þakklátar erum við fyrir að
hafa átt þig að. Fengið að njóta
einlægrar hjartahlýju og þeirrar
elsku sem þú barst til fjölskyld-
unnar, til okkar allra. Systur
þinnar, barnanna þinna og
barnabarna, okkar systurdætr-
anna, afkomenda og maka.
Kjarnafjölskyldan var hið
helga líf, hið eina sanna í sak-
leysi daganna. Ísland um miðja
síðustu öld. Fjölskyldufaðirinn á
Hagamel lagði metnað og alla
orku í að byggja konu og dætr-
um fagurt heimili. Húsfreyjan
studdi mann og dætur af öllu
hjarta og svo barnabörnin sjö,
sem fæddust eitt af öðru. And-
inn sem sveif yfir tímanum er
einlæg gleðin, vonin og þráin.
Jólin, aldrei höfðu verið jafn
margir pakkar, systur og börn í
sínu fínasta pússi. Jólamaturinn
við langborðið, hefðir eins og
meitlaðar í stein. Hefðir veita
öryggi, gefa frið og gildi.
„En hvað þú ert fín,“ ein-
kennis setningin þín. Og alltaf
varst þú fín, fram á síðasta dag.
Smekkleg með frábæran húm-
or. Hláturinn. Dásamlegi hlát-
urinn, vel formaðar athuga-
semdir og löng einlæg
hlátrasköllin. Fordómalaus á
ótal vegu. Fyrirmynd í tísku og
innanhússhönnun, sem erfitt
reyndist oft að fylgja en er vel
geymt í minningunni. Það er
stutt síðan þú kvaddir. Eins og
þú sért hér enn.
Dansinn dunaði í Sjallanum
sumarkvöldin mörg. Eyjafjörð-
urinn lygn og ævintýri í loftinu.
Heima á Leifsstöðum beið hlað-
borð af bakkelsi og smurbrauði.
Kanna af mjólk og stundum var
strákunum boðið inn. Það þurfti
að taka á móti kálfi og keyra
traktorinn. Setja mjólkurbrús-
ana á brúsapallinn og fara svo á
ballið.
Við vorum svo heppnar að fá
að hafa þig með okkur í öllum
okkar fjölskylduhittingum, af-
mælum, fermingum, útskriftum.
Að finna þá einlægu hlýju, þann
áhuga sem þú sýndir hverjum
og einum, er ómetanlegt. Þú
fylgdist vel með hvað hver og
einn var að brasa, veittir stuðn-
ing og hélst með okkur. Það er
einstök gáfa sem getur gert
gæfumuninn fyrir þann sem er
séður, sem skilningurinn er
veittur. Þetta hafðir þú, þetta
gafst þú til okkar og að þessu
búum við sem enn erum að fást
við jarðlífið.
Elsku Inga, systir og móð-
ursystir, við söknum þín og alls
þess sem þú gafst okkur. Við
vitum að þú saknar okkar líka.
Það var einmitt eitt það síðasta
sem þú sagðir áður en þú gafst
eftir í ljósið. Þar hittumst við
svo.
Börnin þín hafa nú misst
mikið og barnabörnin, góða vin-
konu sem þú varst þeim.
Elsku Gústi, Þurý, Lýður,
Sigrún, Kristján, María, Alex-
ander, Ágústa, Tómas. Vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Kom, fegurð, ljá mér ljósið þitt
og leið mig hvítri hendi
að furðustiginn fái ég hitt
og fundið þreyða landið mitt,
ónumið undralendi.
(Hulda)
Lovísa Ágústsdóttir,
Sigrún, Kristín,
Sólveig, Íris
Valgeirsdætur.
Inga H.
Ágústsdóttir
og gat verið aðdráttarafl jafnvel í
hríðarbyl. Í annarri bernsku-
minningu er fjölskyldan úr Mos-
fellsdalnum, pabbi, mamma
bræður mínir og ég spariklædd á
gamlárskvöldi á leið í boð í Kópa-
voginn til Ingu og Guðna. Far-
arskjótinn gamli Willys-jeppinn
hans pabba. Veðrið var vont,
færðin slæm og niðamyrkur.
Þegar við vorum komin áleiðis
skall á blindbylur. Engin götu-
ljós, engar stikur til að merkja
veginn og langt til næsta bæjar.
Áratugir í farsíma. Engum virtist
detta í hug að snúa heim aftur. Af
og til stöðvaði pabbi bílinn, fór í
gúmmístígvélin, sparibuxurnar
girtar ofan í og kannaði með
skóflu hvar vegurinn lá. Mokaði
frá dekkjunum. Þetta ferðalag
greyptist í barnsvitundina. Veg-
vísirinn var tilhugsunin um að
komast í hlýjuna og gleðina hjá
Ingu, vita jafnframt að Guðni
hennar mundi spila á píanóið og
við syngja með. Borðstofuborðið
biði með Ingu krásum bornum
fram af kúnst sem hún ein kunni.
Mæta brosi og elskusemi þótt við
kæmum seint. Inga var sól.
Inga frænka, Ingibjörg Þor-
kelsdóttir, var elst. Systkinin
Salome, móðir mín, Sigurður og
Kristín Þorkelsbörn lifa systur
sína. Inga bar merki þess að vera
elsta barn. Hún tók ábyrgð,
sýndi hana í verki, hlúði að og að-
stoðaði óumbeðin þar sem hún sá
þörf. Hún var stóra systir. Hún
var hjálparhönd og alltaf til stað-
ar. Þannig sá ég hana. Hún var
sól.
Nú hefur Inga frænka kvatt
okkur og fengið kærkomna hvíld.
Ég ímynda mér að þeir sem
þekktu hana vilji sjá hana fyrir
sér með Guðna sínum í fallega
landinu sem enginn veit hvað er,
en vita samt.
Inga var móðursystir mín. Ör-
læti og ræktarsemi hennar og
Guðna í minn garð verða aldrei
fullþökkuð.
Börnum hennar, Þorkeli og
Kristínu, og öðrum aðstandend-
um votta ég dýpstu samúð.
Anna Jóelsdóttir.
Fallinn frá er
sómadrengur.
Leiðir okkar
Gunna lágu saman
árið 1996 og störfuðum við á
Gunnar
Aðalsteinsson
✝
Gunnar Að-
alsteinsson
fæddist 1. júlí 1958.
Hann lést 5. desem-
ber 2021.
Útför hans var
gerð 16. desember
2021.
sama vettvangi í
ein 10 ár upp frá
því, þó leiðir hafi
skilið hvað vinnu
varðar þá heyrði
maður alltaf í
Gunna, gott var að
leita ráða varðandi
pípurnar og ræða
málin.
Gunni var
traustur félagi sem
gott var að um-
gangast og ráðfæra sig við og
einhver þægilegasti maður að
sinna verkefnum með af ýmsum
toga.
Gunni var mikill Frammari
og stoltur að tattúi félagsins á
öxlinni, hann minntist oft á það
þegar fyrir allmörgum árum ég
dró hann á herrakvöld Fram og
með því endurnýjaði hann kynn-
in við félagið sem honum var
svo annt um.
Fyrir nokkrum árum gekk
Gunni til liðs við okkur í Lions-
klúbbi Kópavogs og vann þar
ötult starf eins og von var á af
þessum gæðamanni.
Gunni var kvaddur í önnur
verkefni alltof snemma.
Hvíl í friði, elsku vinur.
Högni Guðmundsson,
formaður L.K.K.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
K. HARPA RÚTSDÓTTIR,
Álalind 2b, Kópavogi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 14.
desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði þann 29. desember kl. 13.
Allir eru velkomnir í útförina en í ljósi aðstæðna þurfa gestir að
sýna fram á neikvætt PCR-próf eða hraðpróf við innganginn
sem er ekki eldra en 48 klst. gamalt. Aðstandendur afþakka
vinsamlegast blóm og kransa en vilja benda á styrktarfélag
krabbameinsfélagsins.
Lilja Georgsdóttir Þórhallur Birgisson
Kristján Georgsson Alda Gunnarsdóttir
Ragnheiður Rut Georgsd.
Helga Björk Georgsdóttir Eyþór Þórðarson
og barnabörn
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur,
bróðir og mágur,
SIGURÐUR KRISTINSSON,
lést föstudaginn 17 desember. Útförin
auglýst síðar.
Sigríður Bjarkadóttir
Kristinn Már Sigurðsson
María Mjöll Sigurðardóttir
Aron Bjarki Sigurðsson
Kristinn G. Jóhannsson Guðbjörg Sigurðardóttir
Brynhildur Kristinsdóttir Ólafur Þór Jósefsson
Gunnar Kristinsson Dóróthee Damm
og fjölskyldur