Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
Áhugi Eggerts á tónlist leiddi til
þess að hann hefur verið stuðnings-
maður styrktarfélags Tónskóla Sig-
ursveins D. Kristinssonar frá stofn-
un skólans 1964 og tvö barna hans
hafa tónlist að atvinnu.
Fjölskylda
Eggert kvæntist 20.3. 1954 Hólm-
fríði Gísladóttur, f. 6.9. 1935, ætt-
greini. Þau bjuggu í 17 ár í Njörva-
sundi í Reykjavík og síðar í Unufelli
í 48 ár. Þau búa nú í Hraunbæ í íbúð
fyrir aldraða. Foreldrar Hólmfríðar
voru hjónin Gísli Karel Elísson, f.
10.5. 1899, d. 25.12. 1973, bóndi á
Grund í Eyrarsveit og síðar verka-
maður í Grafarnesi, og Jóhanna
Hallgerður Jónsdóttir, f. 27.7. 1906,
d. 4.5. 1937, húsfreyja.
Börn Eggerts og Hólmfríðar eru
1) Kjartan, f. 18.8. 1954, tónlistar-
kennari, kvæntur Svanhvíti Sigurð-
ardóttur tónlistarkennara og skóla-
stjóra Tónskóla Hörpunnar; 2)
Eggert, f. 9.7. 1956, lyfjafræðingur
og framkvæmdastjóri hjá gasfyr-
irtækinu LINDE, kvæntur Þyrí
Valdimarsdóttur matvælafræðingi
og deildarstjóra hjá Actavis; 3) Gísli
Karel, f. 2.5. 1961, skipstjóri, nú lag-
erstjóri hjá Einari Ágústssyni &
Co, í sambúð með Önnu Sigríði Þrá-
insdóttur málfarsráðunaut á RÚV;
4) Snorri Pétur, f. 19.5. 1973, raf-
magns- og tölvuverkfræðingur,
framkvæmdastjóri hjá KEA hót-
elunum, kvæntur Svövu Maríu
Þórðardóttur, tónmenntakennara í
Melaskóla; 5) Lilja, f. 15.11. 1977,
tónlistarmaður og kennari, í sam-
búð með Guðlaugi Inga Harðarsyni,
grafískum hönnuði á Fréttablaðinu.
Eggert Thorberg og Hólmfríður
eiga 15 barnabörn og 9 barna-
barnabörn.
Systkini Eggerts: Svafa, f. 5.7.
1923, d. 29.12. 2016, húsfreyja í
Reykjavík; Selma, f. 30.8 1924, d.
22.5. 2020, húsfreyja á Ormsstöðum
í Klofningshreppi; Gunnar, f. 29.5.
1927, d. 24.3. 1992, járnsmiður í
Reykjavík; Unnur, f. 25.2. 1930, d.
23.3. 2011, húsfreyja í Reykjavík;
Kópur Zophanías, f. 24.5. 1933, bif-
reiðastjóri í Reykjavík; Elsa, f. 18.2.
1937, d. 16.1. 2011, húsfreyja á
Hnúki í Klofningshreppi.
Foreldrar Eggerts voru hjónin
Kjartan Eggertsson, f. 16.5. 1898, d.
29.7. 1992, bóndi og kennari í
Fremri-Langey á Breiðafirði, og
Júlíana Silfá Einarsdóttir, f. 5.4.
1896, d. 8.3. 1999, húsfreyja.
Eggert Thorberg
Kjartansson
Gísli Gunnarsson
formaður í Bjarneyjum
GuðrúnMagnúsdóttir
húsfreyja í Bjarneyjum
á Breiðafirði
Eggert Thorberg Gíslason
bóndi í Fremri-Langey
Þuríður Jónsdóttir
húsfreyja í Fremri-Langey
Kjartan Eggertsson
kennari og bóndi í
Fremri-Langey
Jón Bjarnason
lóðs í Bíldsey
Þorgerður Björnsdóttir
húsfreyja í Bíldsey
Einar Jónsson
bóndi í Bíldsey á Breiðafirði
Guðrún Helgadóttir
húsfreyja á Hópi í Eyrarsveit
Helgi Helgason
bóndi í Rimabúð
Margrét Sigurðardóttir
húsfreyja í Rimabúð í Eyrarsveit
Ætt Eggerts Thorbergs Kjartanssonar
Júlíana Silfá Einarsdóttir
húsfreyja í Fremri-Langey
á Breiðafirði
120 OG 200 LJÓSA
INNI- OG ÚTISERÍUR
Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is
Kíktu á nýju vefverslunina okkar
rafmark.is
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„OF NÁLÆGT?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að halda upp á
afmæli saman.
ÉG ER EKKI
SYFJAÐUR NÚNA
EN ÉG VERÐ ÞAÐ
SEINNA
BEST AÐ FÁ SÉR
FYRIRBYGGJANDI LÚR
ÉG BAUÐ TVEIMUR FÉLÖGUM HEIM AÐ TAKA Í
SPIL Í KVÖLD! MYNDIR ÞÚ GRÍPA FJÓRAR
PÍTSUR MEÐ ÞÉR Á LEIÐINNI HEIM?
FJÓRAR PÍTSUR? JAH, ÞÚ MEINAR …
HAFÐU ÞÆR SEX!
„JAH, ÞETTA HLJÓMAR EINS OG
ÞÚ HAFIR VERIÐ UNDIR MIKLUM
ÞRÝSTINGI.“
GAGNVARIÐPALLA-
TIMBUR
BÍLA-
STÆÐI
Reynir Jónasson, fyrrverandi
organisti í Neskirkju, sendi
Vísnahorni nokkrar stökur eftir
Höskuld Einarsson (1906-1981),
bónda á Sigríðarstöðum í Suður-
Þingeyjarsýslu, síðar Vatnshorni í
Skorradal, föður prófessors Sveins
Skorra. Höskuldur var náfrændi
Reynis, sem einnig er Þingeyingur,
frá Helgastöðum í Reykjadal. Allar
tengjast vísurnar þeim ríg sem
stundum var sagður vera á milli
Þingeyinga og Húnvetninga:
Það sem greinir okkur að
er í raun og veru:
að Húnvetningar þykjast það
sem Þingeyingar eru.
En áður hafði Höskuldur kveðið:
Ljúga, stela, myrða menn
og meiða vesalinga.
Þessu tryði’ ég öllu enn
upp á Húnvetninga.
Svo þótti honum þetta of langt
gengið, svo hann kvað:
En svo þegar í er gáð
artir Þingeyinga,
finnst mér vera fagurt ráð
flestra Húnvetninga.
Og Reynir bætir við: Já, ein
ennþá, sem Höskuldur sagði mér
sjálfur:
Þegar mín er gróin gröf
og grasið vex þar kringum.
Hlotnast mér sú góða gjöf,
að gleyma Húnvetningum.
Einar K. Guðfinnsson sendi mér
póst: „Skagfirðingarnir Agnar H.
Gunnarsson á Miklabæ, Páll Dag-
bjartsson í Varmahlíð, Jón Gíslason
í Miðhúsum og Ingimar Jónsson á
Flugumýri heimsóttu þau Ragn-
heiði Jónu Ingimarsdóttur og
Gunnar Rögnvaldsson á Hvamms-
tanga eftir að hafa farið með ull í
kaupstað. Gunnar kvaddi vini sína
með þessari vísu:
Með ull í kaupstað ekið var
svo aðeins lengra, vestar.
Þar gengu á milli grundaðar
gamansögur bestar.
Gunnar Rögnvaldsson er ættaður
frá Hrauni á Skaga, þar sem m.a. er
stunduð blómleg æðarrækt. Um
það orti Gunnar:
Þig hefur kannski langað lengi í,
nú leggja skaltu frá þér allan vafa.
Því dúnsængin frá Hrauni er bæði hlý
og hentug mjög til eigin nota og gjafa.
Ármann Þorgrímsson yrkir og
kallar „Rólegheit“:
Ellin ríður öllu á slig
er að taka völdin
hálfur maður heldur sig
heima við á kvöldin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Húnvetningum
og Þingeyingum