Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
England
Leeds – Arsenal........................................ 1:4
Newcastle – Manchester City ................. 0:4
Wolves – Chelsea...................................... 0:0
Tottenham – Liverpool ............................ 2:2
Staðan:
Manch. City 18 14 2 2 44:9 44
Liverpool 18 12 5 1 50:15 41
Chelsea 18 11 5 2 39:12 38
Arsenal 18 10 2 6 27:23 32
West Ham 17 8 4 5 28:21 28
Manch. Utd 16 8 3 5 26:24 27
Tottenham 15 8 2 5 18:19 26
Wolves 18 7 4 7 13:14 25
Leicester 16 6 4 6 27:27 22
Aston Villa 17 7 1 9 23:25 22
Crystal Palace 17 4 8 5 24:24 20
Brentford 16 5 5 6 21:22 20
Brighton 16 4 8 4 14:17 20
Everton 17 5 4 8 21:29 19
Southampton 17 3 8 6 16:26 17
Leeds 18 3 7 8 18:36 16
Watford 16 4 1 11 21:31 13
Burnley 15 1 8 6 14:21 11
Newcastle 18 1 7 10 18:41 10
Norwich City 17 2 4 11 8:34 10
Blackpool – Peterborough ..................... 3:1
- Daníel Leó Grétarsson var ónotaður
varamaður hjá Blackpool.
C-deild:
Morecambe – Fleetwood ........................ 0:0
- Jökull Andrésson var ónotaður varamað-
ur hjá Morecambe.
Þýskaland
Greuther Fürth – Augsburg .................. 0:0
- Alfreð Finnbogason var ekki í leik-
mannahópi.
Werder Bremen – Bayern München ..... 0:2
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn fyrir Bayern. Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir kom inn eftir 66. mínútu.
Sand – Eintracht Frankfurt................... 0:2
- Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem
varamaður í uppbótartíma hjá Frankfurt.
B-deild:
Hamburger SV – Schalke....................... 1:1
- Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn fyrir Schalke.
C-deild:
Dortmund II – Zwickau .......................... 3:1
- Kolbeinn Birgir Finnsson kom inn á sem
varamaður á 63. mínútu hjá Dortmund II
Spánn
C-deild:
Real Betis B – Real Madríd B................. 0:3
- Andri Lucas Guðjohnsen var ónotaður
varamaður hjá Real Madríd B.
Albacete – Algeciras ............................... 3:1
- Diego Jóhannesson lék allan leikinn fyr-
ir Albacete.
Ítalía
Sampdoria – Venezia .............................. 1:1
- Arnór Sigurðsson kom inn á hjá Venezia
eftir 69 mínútur en Bjarki Steinn Bjarka-
son var ónotaður varamaður.
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
San Marino – Inter Mílanó...................... 0:3
- Anna Björk Kristjánsdóttir var ekki í
leikmannahópi Inter.
B-deild:
Cosenza – Pisa ......................................... 0:2
- Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
fyrir Pisa.
Frosinone – SPAL ................................... 4:0
- Mikael Egill Ellertsson lék fyrri hálf-
leikinn fyrir SPAL.
C-deild:
Cesena – Siena ......................................... 1:0
- Óttar Magnús Karlsson lék fyrri hálf-
leikinn með Siena.
Virtus Verona – Padova ......................... 0:0
- Emil Hallfreðsson lék fyrstu 82 mínút-
urnar fyrir Virtus Verona.
Frakkland
Bikarkeppnin, 64-liða úrslit:
Toulouse – Nimes .................................... 4:1
- Elías Már Ómarsson lék fyrstu 61 mín-
útuna fyrir Nimes.
Holland
AZ Alkmaar – Willem II ......................... 4:1
- Albert Guðmundsson kom inn á sem
varamaður á 61. mínútu hjá AZ og skoraði
tvö mörk.
Feyenoord – Ajax .................................... 0:2
- Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í
leikmannahópi Ajax.
Belgía
OH Leuven – Standard Liege ................ 2:1
- Rúnar Alex Rúnarsson lék allan leikinn
hjá Leuven.
Rúmenía
CFR Cluj – Arges..................................... 1:0
- Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik-
mannahópi CFR Cluj.
Grikkland
PAOK – Asteras Tripolis........................ 3:2
- Sverrir Ingi Ingason kom inn á hjá PA-
OK eftir 71 mínútu.
Olympiacos – Lamia................................ 1:0
- Ögmundur Kristinsson var varamark-
vörður hjá Olympiacos.
Kýpur
Apollon Limassol – Lefkothea ............... 9:0
- Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikur með
Apollon Limassol.
50$99(/:+0$
London 2012 og þrívegis heims-
meistari eins og áður segir. Kvenna-
landsliðið hefur tvívegis í sögunni
fengið ólympíugull og í báðum til-
fellum með Þóri í þjálfarateyminu.
Þær frönsku brotnuðu
Úrslitaleikurinn í gær var kafla-
skiptur því Frakkar náðu sex marka
forskoti í fyrri hálfleik. Vörn Frakka
var geysilega öflug og gerði Noregi
mjög erfitt fyrir. Norska liðinu tókst
að minnka muninn niður í fjögur
mörk rétt fyrir hlé og ef til vill
reyndist það meðbyr fyrir líðið.
Alla vega byrjuðu Norðmenn síð-
ari hálfleikinn af þvílíkum krafti og
réttu skútuna af á skömmum tíma.
Um tíma í síðari hálfleik hafði Nor-
egur tveggja til þriggja marka for-
skot. Frökkum reyndist mjög erfitt
að finna leiðir fram hjá norsku vörn-
inni í síðari hálfleik og Silje Solberg
var með um 50% markvörslu í
norska markinu.
Við þetta mótlæti brotnuðu
frönsku leikmennirnir sem leikið
höfðu svo vel í fyrri hálfleik. Í norska
liðinu eru reyndir og sigursælir leik-
menn sem fóru aldrei á taugum þótt
útlitið væri dökkt. Þegar færi gafst
til að ganga frá leiknum gripu þær
það og sigruðu örugglega.
Í þessum úrslitaleik var það vörn-
in sem gerði útslagið. Markvarslan
var einnig mikilvæg í síðari hálfleik
og eins og fyrri daginn hélt leik-
stjórnandinn Stine Bredal Oftedal
andstæðingunum við efnið með
stanslausum ógnunum.
Bronsið til Dana
Danmörk tryggðu sér brons-
verðlaun með 35:28-sigri á gestgjöf-
unum Spánverjum í leiknum um 3.
sætið fyrr í gær. Danir voru yfir að
loknum fyrri hálfleik og bættu við
forskotið eftir því sem leið á. Louise
Burgaard var markahæst í danska
liðinu með sjö mörk en Carmen
Martín gerði sex mörk fyrir
spænska liðið.
Verðlaunin eru þau fyrstu hjá
danska liðinu frá því það hafnaði í
þriðja sæti á EM í Serbíu árið 2013.
Þjálfari Dana er Jesper Jensen en
hann lék um tíma undir stjórn Arons
Kristjánssonar hjá Skjern, snemma
á þjálfaraferli Arons.
Þrettándu
verðlaun Þóris
- Heimsmeistari í þriðja sinn
AFP
Rólegan æsing Þórir Hergeirsson gefur leikmönnum merki um að hægja
aðeins ferðina í úrslitaleiknum í Granollers á Spáni í gær.
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Enn eina ferðina tókst Selfyss-
ingnum Þóri Hergeirssyni að fara
alla leið með norska kvennalands-
liðsins í handknattleik og vinna gull-
verðlaun á stórmóti. Noregur vann
Frakkland 29:22 í úrslitaleiknum á
HM í Granollers á Spáni í gær.
Er þetta í þriðja sinn sem Nor-
egur verður heimsmeistari undir
stjórn Þóris en hefur einnig fengið
silfur- og bronsverðlaun frá því hann
tók við liðinu. Síðast varð Þórir
heimsmeistari í Danmörku árið 2016
eða fyrir sex árum síðan. Sem stend-
ur er norska liðið liðið heims- og
Evrópumeistari auk þess sem liðið
fékk bronsverðlaun á Ólympíu-
leikunum í Tókýó á árinu.
Noregur hefur átta sinnum staðið
uppi sem siguvegari á stórmóti eftir
að Þórir tók alfarið við liðinu en áður
var hann í þjálfarateyminu með Ma-
rit Breivik. Eru verðlaunin á stór-
mótum orðin þrettán talsins. Hefur
liðið fjórum sinnum orðið Evr-
ópumeistari, varð ólympíumeistari í
Íslandsmeistararnir í Skautafélagi
Akureyrar náðu fimm stiga for-
skoti á toppi Hertz-deildar karla í
íshokkí með öruggum 4:1-sigri á
Fjölni í Egilshöllinni um helgina.
Hafþór Sigrúnarson kom SA yf-
ir í fyrsta leikhluta og hann bætti
við öðru marki í upphafi þriðja
leikhluta. Kristján Kristinsson
minnkaði muninn fyrir Fjölni
skömmu síðar en landsliðsmað-
urinn reyndi Jóhann Már Leifsson
skoraði tvö mörk á síðustu tíu
mínútunum og tryggði SA þriggja
marka sigur.
SA er í toppsætinu með 22 stig,
Skautafélag Reykjavíkur í öðru
með 17 stig og Fjölnir er með þrjú
stig.
Eins og staðan bendir til er allt
útlit fyrir að baráttan um Íslands-
meistaratitilinn muni standa á
milli SA og SR en leikir liðanna
hafa verið nokkuð opnir til þessa.
Ljósmynd/Óttar
Í Egilshöll Andri Már Mikaelsson fyrirliði SA lætur vaða á mark Fjölnis.
Fjögurra stiga
forskot hjá SA
Fyrri hluti keppnistímabilsins í
þýska handknattleiknum hefur ver-
ið lygilegur fyrir lið Magdeburgar
sem unnið hefur fimmtán fyrstu
leikina. Magdeburg vann Berg-
ischer á útivelli 27:24 og er með sex
stiga forskot á Füchse Berlín og
Kiel. Sjö stigum munar á Magde-
burg á Flensburg sem er í fjórða
sæti. Of snemmt er hins vegar fyrir
leikmenn Magdeburgar að byrja að
fagna því deildin stöðvast lengi að
venju í janúar þegar stórmót lands-
liða er í gangi. Takturin hjá lið-
unum og ástandið á leikmönnum
getur því verið töluvert annað á
seinni hluta tímabilsins.
Ómar Ingi Magnússon var
markahæstur hjá Magdeburg gegn
Bergischer með sjö mörk og
brenndi ekki af skoti. Gísli Þorgeir
Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir
Magdeburg og Arnór Þór Gunn-
arsson skoraði þrjú fyrir Berg-
ischer sem er í 15. sæti.
Hornamaðurinn Bjarki Már El-
ísson virðist líklegur til að gera at-
lögu að markakóngstitlinum á
tímabilinu en hann varð marka-
kóngur árið 2020. Bjarki hefur rað-
að inn mörkum að undanförnu og
skoraði níu mörk þegar bikarmeist-
ararnir í Lemgo unnu Stuttgart
40:37 á útivelli. Viggó Kristjánsson
skoraði sex fyrir Stuttgart og
Andri Már Rúnarson eitt.
Bjarki er nú markahæstur í
deildinni með 197 mörk og fór upp
fyrir Nicklas Ekberg hjá Kiel sem
er með 103 mörk. Bjarki hefur
skorað 39 mörk af vítalínunni. Óm-
ar Ingi er fimmti á listanum með 90
mörk og fjörtíu þeirra úr vítum.
Ómar er í fjórða sæti yfir þá sem
gefið hafa flestar stoðsendingar.
Hafa unnið fyrstu
fimmtán leikina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þýskaland Ómar Ingi brenndi ekki
af skoti hjá Magdeburg.
_ Valencia mátti þola 97:98-tap á
heimavelli gegn Breogan í efstu deild
spænska körfuboltans í gær. Martin
Hermannsson byrjaði á bekknum hjá
Valencia og hafði hægt um sig framan
af leik. Á meðan náði Breogan fínu for-
skoti en staðan fyrir fjórða og síðasta
leikhlutann var 75:50. Valencia neitaði
hinsvegar að gefast upp, en varð að
játa sig sigrað með einu stigi að lokum
eftir æsilegan lokakafla. Martin skoraði
15 stig í fjórða leikhlutanum og gaf auk
þess tvær stoðsendingar. Hann skoraði
alls 19 stig og gaf þrjár stoðsendingar.
Valencia er í 9.
sæti deildarinnar
með sjö sigra og
sex töp.
_ Serbneski
markahrókurinn
Dusan Vlahovic
var á skotskónum
þegar lið hans Fio-
rentina gerði 2:2 jafntefli við Sassuolo í
ítölsku A-deildinni í knattspyrnu. Markið
var hans 33. á árinu. Með því jafnaði
hann met Cristiano Ronaldo, sem skor-
aði sömuleiðis 33 mörk á einu alman-
aksári. Það gerði hann í fyrra þegar
hann var á mála hjá Juventus. Vlahovic
gefst færi á að bæta met Ronaldos á
miðvikudaginn þegar Fiorentina heim-
sækir Verona í deildinni.
Vlahovic, sem er aðeins 21 árs gamall,
hefur skorað 16 mörk í 18 deild-
arleikjum á þessu tímabili eftir að hafa
skorað 21 mark í 37 leikjum á því síð-
asta. Hann er því á meðal eftirsótt-
ustu framherja heims um þessar
mundir og gæti farið í stærra félag
strax í janúar.
_ ÍPS hefur ráðið Jesper Sand
Poulsen sem landsliðsþjálfara karla
og kvenna í pílukasti. Landsliðsþjálfari
gegnir veigamiklu hlutverki í afreks-
starfi sambandsins en hann mun
koma til með að velja úrtakshópa sem
og lokahópa sem keppa fyrir Íslands
hönd. Næsta landsliðsverkefni er
Norðurlandamótið (Nordic Cup) sem
haldið verður dagana 26.-29. maí
2022 í Svíþjóð.
_ Ökuþórinn
Lewis Hamilton
hjá Mercedes gæti
verið í vandræð-
um eftir að hann
mætti ekki á verð-
launahátið Al-
þjóða kappakst-
urssambandsins,
FIA.
Hamilton laut í lægra haldi fyrir Max
Verstappen hjá Red Bull um síðustu
helgi og missti þar með heimsmeist-
aratitilnn í Formúlu-1. Hamilton og lið-
stjóri Mercedes, Toto Wolff, voru ekki
par sáttir við niðurstöðuna þar sem
þeim þótti dómarar kappakstursins í
Abú Dabí um síðustu helgi fara á svig
við reglurnar í tvígang, sem hafi hjálpað
Verstappen að hafa betur gegn Hamil-
Eitt
ogannað