Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
Rað- og smáauglýsingar
Tillaga að breytingu á deili-
skipulagi í landi Kalastaða
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi
sínum þann 14. desember að auglýsa breytingu á
deiliskipulagi fyrir frístundarbyggðina Birkihlíð í landi
Kalastaða samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010.
Breyting á deiliskipulagi frístundarbyggðar í landi
Kalastaða felur í sér breytingu á mænisstefnu í
vestri hluta byggðarinnar og aðkomu að lóðum í
samræmi við raunverulega aðkomu.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitar-
félagsins www.hvalfjardarsveit.is.
Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar
föstudaginn 7. janúar á milli kl. 10:00 og 12:00.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða
netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt
„Birkihlíð“ fyrir 4. febrúar 2022.
Virðingarfyllst,
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
skipulag@hvalfjardarsveit.is
Lýsingartillaga að deiliskipulagi í
landi Leirá í Hvalfjarðarsveit
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi
sínum þann 14. desember að kynna lýsingu á
deiliskipulagstillögu í landi Leirár í Hvalfjarðsveit
samkvæmt 40. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillaga að deiliskipulagi um stofnun tveggja land-
spildna Réttarhagi I og II sem er norðan við Leirár-
sveitarveg sem er innan landbúnaðarsvæðis B4,
skv. samþykktu Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar
2008-2020.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitar-
félagsins www.hvalfjardarsveit.is.
Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar
föstudaginn 7. janúar á milli kl. 10:00 og 12:00.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu
Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3. 301 Akranesi,
eða netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt
„Réttarhagi“ fyrir 14. janúar 2020.
Virðingarfyllst,
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9 -
12. Boccia með Guðmundi kl. 10. Handavinna kl. 12-16. Félagsvist kl.
12:45. Glervinnustofa kl. 13 - 16. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á
könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur fer frá
Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13:00. Bónusrúta
fer frá Jónshúsi kl. 12:40. Bridge og tvímenningur í Jónshúsi kl. 12:30
– 15:45. Stólajóga kl. 11:00 í Kirkjuhv jólafrí. Vatnsleikf Sjál kl. 15:00
/15:40 og 16:20 jólafrí, Zumba Gold kl. 16:30 jólafrí.
Gjábakki kl. 8.30 til 15.30= opin handavinnustofa og verkstæði. Kl.
10.50= JÓGA.
Gullsmári 13 opin handavinnustofa kl.09:00-15:00. Qigong er komið
í jólafrí. Jóga kl.17:00. Félagsvist er komin í jólafrí en verður spiluð
aftir 3 janúar.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30.
Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Minningahópur kl. 10:30. Jóga með Ragnheið
Ýr kl. 12:20.Tálgun opinn hópur kl. 13:00-16:00. Jólastund kl. 13:30.
Bridge kl.13:00. Hádegismatur kl. 11:30 - 12:30
, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9:45 í Borgum. Gönguhópar
leggja af stað kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og einnig gengið
inni í Egilshöll kl. 10. Göngur við allra hæfi. Prjónað til góðs og frjáls
skartgripagerð kl. 13 í Borgum. Vilborg Halldórsdóttir heiðrar okkur
með nærveru sinni í Borgum og kynningu á bók sinni Hugleiðingar
Vilborgar kl. 13:00. Gaman væri að sjá sem flesta. Velkomin.
Seltjarnarnes Kaffikrókur alla morgna frá kl. 9.00. Jóga/leikfimi í
salnum á Skólabraut kl. 11.00. Þetta verður síðasti tíminn á þessu ári.
Öll námskeið og almenn dagskrá félagsstarfsins er nú komin í jólafrí
en minnum á að kaffikrókurinn er opinn alla morgna á virkum dögum
milli kl. 9.00 og 11.30. Starfsfólk félags og tómstundastarfsins óskar
ykkur öllum gleðilegrar hátíðar.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
með
morgun-
"&$#!%
Elskuleg frænka
mín, Anna Elínrós,
hefur kvatt þennan
heim.
Við vorum dætur systkinanna
Helgu og Arnþórs Guðmunds-
barna frá Krosshúsum í Flatey á
Skjálfanda. Fjölskylda mín á
bernskuheimilinu í Köldukinn
talaði mikið um afkomendurna
frá Krosshúsum, um systkinahóp
pabba, afa og ömmu og um
frændsystkinin í Flatey, Húsa-
vík, Kópavogi og Vestmannaeyj-
um. Teknar voru ljósmyndir á
hátíðisdögum og sumir héldu á
ljósmyndastofur með barnahóp-
ana. Myndirnar voru sendar til
hinna frændfjölskyldnanna, sett-
ar í ramma og hengdar upp í
sparistofunni. Við gátum því alla
bernskuna horft á myndirnar og
dáðst hvert að öðru og þannig
kynnst. Mér fannst ég þekkja
föðurfólk mitt nokkuð vel þó við
hittumst sjaldan. Frá blautu
barnsbeini var reynt að kenna
okkur krökkunum að verða góðar
manneskjur, eins og að sýna góða
Anna Karlsdóttir
✝
Anna Karls-
dóttir fæddist
11. október 1947.
Hún lést 28. nóv-
ember 2021.
Útför Önnu var
gerð 15. desember
2021.
hegðun, vera viljug
til vinnu og láta
þarfir annarra sitja
fyrir þörfum okkar
sjálfra. Anna var í
mínum huga fulltrúi
okkar, fulltrúi góð-
mennskunnar, og
mér fannst ég alltaf
verða betri mann-
eskja í návist henn-
ar.
Ég flutti kornung
frá Flatey og Anna sem ungling-
ur. Störf kvennanna í Flatey voru
ekki síður mikilvæg en störf sjó-
mannanna. Anna lærði snemma
að verða ein af okkar ofur dug-
legu stúlkum. Hún var fulllærður
vinnukraftur nokkurra ára og 17
ára sá hún alfarið um fimm
manna heimili með þrjá korn-
unga drengi. Enn í dag ríkir hjá
þeirri fjölskyldu sú fullvissa að
Anna hafi verið duglegust og
best allra vinnukvenna fyrr og
síðar.
Leiðir okkar Önnu lágu fyrst
saman sem fullorðnar konur. Ég
hef lengst af verið búsett í Sví-
þjóð; Anna kom þangað til lækn-
inga og dvaldi stundum á heimili
mínu. Hún var mér einstaklega
kær, við áttum alltaf skemmtileg-
ar samverustundir og héldum
góðu sambandi. Hún færði mér
fyrstu plötur Bubba Morthens og
kom með íslenskan mat, hún
sendi mér kort og bréf með hug-
leiðingum sínum og fallegum
kveðjum og leyfði mér að finna að
ég ætti frænku sem biði mín á Ís-
landi. Kostir Önnu voru fjöl-
margir. Má þar nefna einmuna
lífsgleði, jákvæðni og æðruleysi
þrátt fyrir allan þann sársauka
sem hún þurfti að þola. Hún var
einkar hagmælt eins og margt
okkar fólk og svo var hún stór-
skemmtileg. Hina sérstæðu
kímnigáfu Önnu sem einkenndi
sum frændsystkinanna kölluðum
við Krosshúsa-húmorinn. Þegar
frásagnargleði Önnu náði yfir-
höndinni veltumst við um af
hlátri.
Að mínu mati bar Anna eitt af
fallegustu nöfnum sem íslenskan
á: Elínrós. Nafnið var ólíkt nöfn-
um okkar hinna sem flest til-
heyrðu látnum ættingjum svo
sérstaða þessarar gullfallegu
frænku minnar varð meiri fyrir
vikið.
Ég votta Sigurði, börnum
þeirra, tengdabörnum, barna-
börnum og systkinum Önnu inni-
lega samúð á erfiðri stundu.
Að endingu vil ég af einlægni
þakka Önnu frænku minni fyrir
samveruna með ljóði hennar
sjálfrar „Bjartsýni“ úr ljóðabók-
inni „Ljóð“ sem kom út 2015:
Myndirnar margar geymast,
minningafjöldinn er hár
sem hefur ei fölnað né fallið
í öll okkar liðnu ár.
Marselína Ásta
Arnþórsdóttir.
✝
Kirsten Andre-
sen (Kristín Ei-
ríksdóttir) fæddist í
Kaupmannahöfn
þann 23. september
1936. Hún lést 14.
nóvember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Erik Ernst
Andresen, f. 1903,
og Else Tagea
Andresen, f. 1912,
búsett í Kaup-
mannahöfn. Bæði eru látin.
Yngri systkini hennar eru
Niels Ernst Andresen, f. 1939,
látinn, giftur Agnete Andresen
búsett í Tune í Danmörku og
Annelise Buscarlet, f. 1943, gift
Louis Buscarlet, búsett í Aix en
Provence í Frakklandi.
Kirsten giftist árið 1957 Þórði
Marteini Kristensen bifvéla-
virkja hjá Loftleiðum, f. 27.
febrúar 1921, d. 19. apríl 1997.
Börn þeirra eru:
Árið 1954 sigldi Kirsten með
Gullfossi til Íslands í leit að æv-
intýrum. Hún hóf fljótlega störf
hjá Loftleiðum við móttöku far-
þega á Reykjavíkurflugvelli.
Þar kynntist hún Þórði sem
starfaði einnig hjá Loftleiðum.
Bjuggu þau alla tíð í Reykjavík,
fyrst á æskuheimili Þórðar á
Þormóðsstöðum við Ægisíðu en
lengst af í Bogahlíð 22. Síðustu
árin bjó Kirsten í Kópavogi.
Kirsten var heimavinnandi
frá fæðingu fyrsta barnsins en
vann íhlaupastörf og sjálf-
boðastörf fyrir Blindrafélagið.
Þegar yngsta barnið hóf skóla-
göngu fór hún aftur á vinnu-
markaðinn og vann sem bóka-
vörður hjá Borgarbókasafninu
allt til ársins 1984 er hóf hún
störf hjá Blindrabókasafni Ís-
lands. Starfaði hún þar til ársins
2006 þegar hún lét af störfum
sökum aldurs.
Kirsten tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum, fyrr á árum með
Blindrafélaginu og hin síðari
með Samtökum Lungasjúklinga
og SÍBS.
Útför Kirstenar fór fram í
kyrrþey hinn 24. nóvember
2021.
1) Kristján Arne
Þórðarson, f. 1963,
í sambúð með Guð-
björgu Lind Valdi-
marsdóttur. Börn
þeirra eru Skúli,
Alexandra, Ólafur
og Axel. 2) Ásdís
Þórðardóttir, f.
1964, gift Ellerti
Karlssyni. Börn
þeirra eru Bryndís
Helga og Kristján
Unnar. 3) Anna María Þórð-
ardóttir, f. 1968, gift Henry
Hálfdanssyni. Synir þeirra eru
Hálfdan Andri og Þórður Jökull.
Erik faðir Kirsten lést árið
1951 þegar hún var 15 ára að
aldri. Þegar grunnskólagöngu
lauk þurfti hún að fara að vinna
til að hjálpa við rekstur heimilis-
ins og starfaði hún meðal annars
hjá Símanum í Danmörku, en
höfuðstöðvarnar voru staðsettar
í miðbæ Kaupmannahafnar.
Kveðja frá SÍBS
Fram undan var vetrarstarfið
hjá SÍBS þegar okkur barst sú
sorgarfregn að félagi okkar, hún
Kirsten Eiríksdóttir, hefði látist að
morgni sunnudagsins 14. nóvem-
ber.
Á hvaða andartaki vinátta verð-
ur til er oft erfitt að segja til um.
En óhætt er að segja að strax við
fyrstu kynni af Kirsten varð til
þráður sem var bundinn vináttu og
kærleik. Það að eiga slíkan vin eru
lífsgæði.
Í nálægð hennar leið mönnum
vel. Líkt og sólin breiddi Kirsten
birtu og yl til samferðamanna
sinna. Hún var hreinlynd, hógvær
og heiðarleg manneskja. Í nálægð
hennar leið mönnum vel. Ekki var
hægt annað en að þykja vænt um
Kirsten. Hennar verður sárt sakn-
að.
Kirsten var virkur félagi í SÍBS
og starfaði í stjórn samtakanna
ásamt því að vera í stjórn Samtaka
lungnasjúklinga sem hafa það
markmið að vinna að velferð og
hagsmunamálum lungnasjúklinga.
SÍBS líkt og aðildarfélag þess,
Samtök lungnasjúklinga, slær
skjaldborg um heilbrigði einstak-
linga, bætta heilsu og lífsgæði í ís-
lensku samfélagi, með áherslu á
framfarir í forvörnum og fræðslu.
Í samtökum okkar hefur safn-
ast saman mikill mannauður í
gegnum tíðina sem er okkar styrk-
ur. Starf þetta fer að mestu fram í
sjálfboðastarfi sem er vinna án
endurgjalds fyrir samtökin. Þeir
einstaklingar sem hafa komið að
starfinu hafa mótað umhverfi sitt
og samfélagið okkar. Þeim ber að
þakka.
Hún Kirsten okkar er í þeim
hópi sem þakklæti okkar beinist
að. Að sýna þakklæti er afar mik-
ilvægt í mannlegum samskiptum
og felur í sér jákvæðan hug til
þeirra sem þakklætið beinist að.
Kirsten tók virkan þátt í starfi
okkar og var valin í margar trún-
aðarstöður í samtökunum. Henni
fannst allt sjálfsagt þegar kom að
því að taka að sér verkefni fyrir
samtökin. Hún lagði fram sinn
skerf við að móta sögu okkar frá
liðnum tíma og gera allt það sem
við höfum framkvæmt mögulegt.
Þakklæti okkar felst í því að
kunna að bera kennsl á það sem
virðist sjálfsagt og læra að meta
það mikils.
Fyrir hönd samtaka okkar vil
ég nota tækifærið og þakka Kirs-
ten fyrir framlag hennar og þátt-
töku í starfinu fyrir hönd samtak-
anna.
Félagar í SÍBS og aðildarfélög-
um kveðja góðan félaga með sökn-
uði eftir samfylgdina.
Við viljum trúa því að þeir sem
deyja séu ekki horfnir. Þeir eru að-
eins komnir á undan. Þannig verð-
ur sorgin bærilegri og gefur öllum
von um þau fyrirheit sem fólgin
eru í trúnni.
Sorgin er mikil og sendum við
fjölskyldu hennar dýpstu samúð-
arkveðju.
Mannsandinn líður ekki undir
lok, minning um góða manneskju
lifir í hjarta og minni. Líkt og sólin
sem virðist ganga undir en alltaf
heldur áfram að lýsa.
Sveinn Guðmundsson,
formaður.
Kristín
Eiríksdóttir
HINSTA KVEÐJA
Heilsteyptari og jákvæð-
ari manneskja en Kirsten
er vandfundin. Hún sýndi
okkur sannarlega hvað við-
horfið skiptir miklu máli í
lífinu. Við félagar hennar
hjá SÍBS minnumst hennar
í þakklæti.
Guðmundur Löve.