Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Einnig getum við úvegað startara og alternatora í allskonar smávélar frá Ameríku Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði í alternator og startaraviðgerðum. Við höfum áratuga reynslu í viðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Verkstæðið er með öll nauðsynleg tæki og tól til þessara verka. Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í prufubekk til að tryggja að allt sé í lagi. Þeim er einnig skilað hreinum og máluðum. Áratuga reynsla Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Vissulega má segja að vegna tak- markaðra samgangna og vegleysa fái Drangar frið og verndun af sjálfu sér. Formlegur stimpill sakar þó ekki,“ segir Benjamín Krist- insson, einn land- eigenda á Dröng- um á Ströndum. Eins og fram hef- ur komið var eitt síðasta embætt- isverk Guð- mundar Inga Guðbrandssonar í umhverfisráðuneytinu að undirrita auglýsingu um friðlýsingu Dranga – sem er fyrsta óbyggða víðernið sem fært þann stimpil. Andstaða er út í hött Í friðlýsingunni eru undir alls 105 km2 og þar af eru 9 km2 úti á sjó úti. Á landi er liggur friðlýsingarsvæðið austan Drangajökuls og er hluti af víðáttumiklu samfelldu óbyggðu víð- erni sem hefur átt verndargildi, sak- ir tilkomumikils landslags og nátt- úruupplifunar. Friðlýsingin er gerð í minningu hjónanna Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur og Kristins Halls Jónssonar sem voru síðustu bændur à Dröngum – og foreldrar Benja- míns og tólf systkina hans. Um eignarhald á Dröngum er hlutafélagið Fornasel ehf. og er Benjamín einn fjórtán eigenda þess. „Við landeigendur höfum lengi bar- ist fyrir friðlýsingu, máli sem Guð- mundur Ingi tók upp á arma sína og vann að allan sinn tíma í umhverf- isráðuneytinu. Verkefninu varð að ljúka og að mér finnst fráleitt að tor- tryggja eitt né neitt þótt hann hafi undirritað friðlýsinguna rétt í blá- lokin á ferli sínum í umhverfismál- unum. Allt í málinu lá fyrir. Sú af- staða sumra stjórnmálamanna að setja sig upp á móti þessu finnst mér út í hött,“ segir Benjamín sem býr á Laugabakka í Miðfirði og er for- stöðumaður Byggðasafns Húnvetn- inga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði. Fer svo á vormánuðum ár hvert norður í sveitina sína og sinnir þar um æðvarvarp. Verja víðfeðm óbyggð víðerni Í kynningu á friðlýsingunni á vef Umhverfisstofnunar segir að til- gangurinn sé að verja víðfeðm óbyggð víðerni þar sem náttúran þróist á eigin forsendum. Einnig sé ætlunin tryggja vernd jarðminja, vistkerfa og lífríki. Með þessu skuli tryggja að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þessa svæðis til framtíðar, án þess að ummerkja mannsins sjáist þar stað. Í umræðum að undanförnu hefur verið nefnt að friðlýsing Dranga geti haft áhrif á fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Hvalárvirkjun. Þar er bent á að í náttúruverndarlögum segir að á stórum svæðum í óbyggð- um skuli í fimm kílómetrum út frá jaðri þeirra að jafnaði ekki setja setja upp orkuver eða tengd mann- virki. Í þessu sambandi minnir Benjamín á að langt sé frá Hvalá að Dröngum, eða um 13 kílómetrar í beinni loftlínu. Fyrirhuguð virkjun og mannvirki henni tengd séu langt utan hins friðlýsta svæði. Hvað varðar aðstæður á Dranga- svæðinu segir Benjamín staðnæm- ast við þá staðreynd að þar sé nú talsvert landbrot í fjörum, sem væntanlega komi til vegna hækk- andi sjávarstöðu. Þá segist hann hafa áhyggjur af því mikla magni af plastrusli sem rekur á fjörurnar á Ströndum. Væntanlega hafi sjóm- nenn eitthvað tekið sig á, en betur megi gera. Enn sé á floti mikið af til dæmis netadræsum og slíku, sem drafist niður í svörðinn en eyðist ekki. „Ég verð víða var við að fólk er ekki sátt við friðlýsingu. Sumir eru beinlínis æstir, til dæmis ýmsir eig- endur nágrannajarðar. En vonandi ganga þau ósköp yfir, svo friður verði með fólkinu og um friðlýs- inguna,“ segir Benjamín frá Dröng- um um þetta mál Byggja upp aðstöðu og brúa árnar Nú þegar friðlýsing Dranga er í höfn tekur við að setja upp og skrifa stjórnar- og verndaræáætlun fyrir svæðið. Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri náttúruverndar hjá Um- hverfisstofnun, segir að með þessu séu línur lagðar um framhaldið og hvernig staðið skuli að málum á svæðinu á næstu árum. Fyrir liggi að á Dröngum þurfi að koma upp nauðsynlegri hreinlætisaðstöðu fyrir ferðafólk og á Húsá og Meyjará þarf göngubrú, samanber að þarna liggur í gegn fjölfarin gönguleið af Horn- ströndum og suður í Ingólfsfjörð, sem margir fara á sumrin. Umhverfisstofnun sótti um styrk í landsáætlun um uppbyggingu þess- ara innviða til framkvæmda á Dröngum og er þetta samkvæmt ferli sem er hefðbundið um öll svæði sem fá stimpil friðlýsingar. Misjafnt er annars hvaða gera þarf á friðlýstum svæðum, en á síð- asta kjörtímabili Alþingis gerði fyrr- verandi umhverfisráðherra skurk til fjölgunar slíkra. Eru friðlýsing nokkurra svæða á landinu nú í und- irbúningi og má þar nefna Bessa- staðanes á Álftanes, Borgarvog við Borgarnes, Hverfjall í Mývatnssveit og Skógafoss undir Eyjafjöllum. Vegleysurnar vernda Dranga - Formlegur stimpill sakar þó ekki Morgunblaðið/Sigurður Bogi Drangaskörð Einn svipsterkasti staður í náttúru Íslands. Drangarnir standa í röð hvor út af öðrum. Þeir fjórir innstu á þessum hrygg er 200-250 metrar á hæð, en fjallið þarna fyrir innan er talsvert hærra. Hver um sig hafa drangarnir ekki nöfn, en það hafa hins vegar skörðin eða götin milli þeirra. Hið ysta heitir Signýjargötuskarð. Benjamín Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.