Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021
A
kureyri var snemma á öld-
um verslunarstaður, lík-
lega við upphaf 15. aldar;
það er skjólgott á Poll-
inum innan við eyrarnar. Staðurinn
lá auk þess vel við samgöngum úr
Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu og
jafnvel úr austanverðum Skaga-
firði. Elsti verslunarstaðurinn var
hins vegar við
Kaupang frá 10.
öld sem mátti
lúta í lægra haldi
fyrir Gásum við
vestanverðan
Eyjafjörð eigi
síðar en um 1100
en höndlun lagð-
ist þar að mestu
af um 1400, e.t.v.
vegna þess að þá sigldu menn út
hingað á stærri skipum og hugsan-
lega hefur framburður Hörgár
spillt legunni (18). Danakonungur
hóf að leigja kaupmönnum hafnir
um 1560 en hélt þá Húsavík og
Akureyri í sínum höndum því að
um hafnir þar fór brennisteinn sem
var verðmætur í púðurgerð.
Einokunarverslunin hófst 1602
en Danir voru vanbúnir til þess að
annast einir siglingu hingað, áttu of
fá og of lítil skip (25). Kaupmenn á
Helsingjaeyri fengu Eyjafjarðar-
höfn í sinn hlut (27) og væntanlega
hafa þeir sent skip til Akureyrar
þegar 1602. Þar var þá engin byggð
svo vitað sé. Allt gekk þetta á
afturfótum og 1619 stofnaði kóngur
félag um Íslandsverslun sem
greiddi honum gjald fyrir leyfi til
höndlunar. Hér verður farið hratt
yfir sögu. Ýmis félög önnuðust Ís-
landsverslun allt til 1787 og var
þjónusta þeirra ærið misjöfn og
oftast langt undir væntingum sem
olli misklíð milli þegna og kaup-
manna. Fyrstu kaupmannshúsin
voru reist á Akureyri 1777-78 (252).
Fríhöndlun ríkti frá 1788-1855.
Landinu var skipt upp í sex um-
dæmi og einn kaupstaður í hverju
þeirra (35), m.a. Akureyri fyrir alt
Norðurland; þó máttu kaupmenn
opna verslanir í úthöfnum svoköll-
uðum og þangað máttu lausa-
kaupmenn sigla skipum sínum, t.d.
til Húsavíkur, Skagastrandar og
Hofsóss. Þessi verslun var heimil
öllum þegnum Danakonungs. Árið
1855 var verslun síðan gefin frjáls
öllum sem höndla vildu; Danir voru
viðloðandi verslun á Akureyri til
um 1940 (164). Um það bil sem
seinni heimsstyrjöld hófst hafði um
fjórðungur bæjarbúa beint eða
óbeint lifibrauð sitt af verslun
(169).
Árið 1801 bjuggu 39 manns á
staðnum, nær allir danskir; ein-
hverjir tómthúsmenn hreiðruðu um
sig í grenndinni í von um vinnu í
kauptíðinni (42). Árið 1821 var ís-
lenskum manni og dönskum við-
skiptafélaga hans mæld út lóð í
kaupstaðnum. Þá hafði fjölgað um
einn íbúa í bænum síðan um alda-
mótin en um miðja öldina voru íbú-
ar orðnir um 230, þar voru þá þrjár
kaupmannsverslanir, apótek og að-
setur fjórðungslæknis (46) svo
nokkuð sé nefnt.
Arnljótur Ólafsson var prestur á
Bægisá 1863-89 og var áhrifamikill
í verslunarmálum og átti ríkan þátt
í stofnun Gránufélagsins 1870 sem
varð stórveldi í norðlenskri verslun
og átti drjúgan hlut að því að byggð
hófst á Oddeyri; hörð og óvægin
samkeppni var milli Gránufélags og
kaupmanna. Eyfirðingar stofnuðu
síðan pöntunarfélag 1886 (72) sem
sem breyttist í KEA árið eftir (88).
Þegar 20. öldin gekk í garð
bjuggu 1037 sálir á Akureyri (74)
og bærinn var orðinn miðstöð
verslunar og viðskipta á Norður-
landi; bæði Landsbanki og Íslands-
banki opnuðu þar útibú í byrjun
aldar (81) og símasamband opn-
aðist við útlönd. Kaupstaðurinn
breyttist þegar nýr bæjarhluti
byggðist upp af Torfunefi (82) og
enn fremar undir lok þriðja áratug-
ar þegar uppfylling var gerð þar
sem nú er m.a. Ráðhústorg. KEA
efldist eftir að Hallgrímur Krist-
insson tók við kaupfélags-
stjórastöðu 1902 og varð sífellt
meira áberandi í atvinnulífi bæjar-
ins á stjórnartíma Vilhjálms Þórs
og síðan út öldina; opnaði fyrstu
sölubúð sína 1906 (91) og varð
smám saman ráðandi í allri verslun
nema ef vera skyldi á bókum og
fatnaði (250). Athyglisverð er frá-
sögn af kolasölu (99, 123 o.v.), öll
heimili og stórútgerðin þurftu kol
sem ekki voru alltaf auðfengin.
Sumir kusu að auglýsa vörur sínar
á dönsku, einkum ,delikatesser’
(105). KEA opnaði mjólkurvinnslu
1928, haslaði sér völl í siglingum
1935, opnaði fyrstu kjörbúðina 1955
(183), yfirtók Kaupfélag verka-
manna 1980 (249).
Inn á milli eru kaflar sem lúta al-
mennt að hagsögu landsins, erfið-
leikum 1920-30, kreppunni á fjórða
áratugnum, haftabúskap og síðan
auknu frelsi eftir 1960; ljómandi vel
skrifaðir þættir þar sem dregin eru
saman aðalatriði.
Jón segir sögu nokkurra athafna-
manna og fyrirtækja í fjölbreyttum
rekstri en ekki verður staðnæmst
við þann bókarþátt sem ef ef til vill
stendur heimamönnum þó næst;
Skarphéðinn Ásgeirsson, Sigurður
Guðmundsson og Jón M. Jónsson
voru framarlega í flokki. Aftan á
titilblaði er skrá yfir þá sem
styrktu ritun og útgáfu bókarinnar.
Þar blasir við m.a. Samband ís-
lenskra samvinnufélaga sem ég
hélt að heyrði sögunni til, en
kannski liggur það bara í dvala.
KEA er nú svf. Öðru vísi mér áður
brá þegar blaðsöluvagninn hans
Pálma, Amaró, KEA og kirkjan
voru helstu kennileitin á göngu
minni í Menntaskólann á Akureyri
1966-70. Tvímælis orkar að birta
tilgátumyndir í sagnfræðiritum (16,
259), einkum þó af einstaklingum
eins og t.d. Vilhelmínu Lever (79).
Bókin er vel gerð úr garði forlags-
ins þótt pappír sé fullgrár að mínu
mati.
Jón Þ. Þór er sjóaður sagnfræð-
ingur sem skrifar skýrlega um efn-
ið og hann er handgenginn heim-
ildum og leitar víða fanga; sumar
tilvísanir þó í lengra lagi. Hagsaga
er í eðli sínu fremur þurrleg fræði-
grein miðað við t.d. persónusögu.
Jón kryddar málið með vel völdum
gamansögum þar sem það á við,
vísar skilmerkilega til heimilda, en
mikið er búið að skrifa um sögu
Akureyrar en hér er þessi afmark-
aði þáttur aðskilinn.
KEA, Amaro og allir hinir
Ljósmyndasafn Akureyrar
Verslanir Í ljósmynd sem er í bók Jóns Þ. Þór má sjá skrúðgöngu á Ráðhús-
torgi um 1950. Verslun Pöntunarfélags verkalýðsins er til hægri.
Hagsaga
Höndlað við Pollinn. Saga verslunar
og viðskipta á Akureyri frá öndverðu
til 2000 bbbmn
Eftir Jón Þ. Þór.
270 bls., innbundin, skrár.
Hið íslenska bókmenntafélag 2021.
SÖLVI SVEINSSON
BÆKUR
Hinn þekkti bandaríski ljómsyndari
Sally Mann er handhafi Prix Pictet-
verðlaunanna í ár en þau eru veitt
fyrir framúrskarandi verk í ljós-
myndamiðilinn og tengd hug-
myndum um sjálfbærni. Tólf lista-
menn eru tilnefndir og er verð-
launaféð um 14 milljónir króna.
Þema verkefnanna sem tilnefnd
voru til Prix Pictet nú var eldur en
myndaröð Mann sem var verðlaun-
uð, „Blackwater“ (2008-2012), fjallar
um elda sem geisuðu í víðlendu mýr-
lendi, Great Dismal Swamp, í suð-
austurhluta Virginíuríkis í Banda-
Sally Mann hlaut
Pictet-verðlaunin
Ljósmynd/Sally Mann - Prix Pictet
Brunnið Hluti einnar ljósmyndarinnar sem Mann hlaut verðlaunin fyrir.
ríkjunum og þau áhrif sem eldurinn
hafði á náttúruna.
Sally Mann er þekkt fyrir ljós-
myndaraðir sem fjalla um fjölskyldu
hennar og tímann sem líður. Á síð-
ustu árum hefur hún unnið með 19.
aldar ljósmyndatækni, votplötur,
þegar hún hefur unnið að mynd-
röðum eins og þessari en hún hefur
líka til að mynda ljósmyndað á fyrr-
um plantekrum í Suðurríkjum
Bandaríkjanna. Meðal ljósmyndara
sem hafa hlotið Pictet-verðlaunin
eru Nadav Kander, Mitch Epstein,
Luc Delahaye og Richard Mosse.
VERÐ FRÁ
66.989
m.VSK
JÓLA-
TILBOÐ
á Duke skrifborðsstólum
Bandaríska rokkstjarnan Bruce
Springsteen hefur selt upptöku- og
útgáfuréttinn að lögum sínum til
Sony fyrir um 500 milljónir banda-
ríkjadala. Það eru um 65 milljarðar
íslenskra króna. Engin tilkynning
um viðskiptin hefur þó verið birt af
hálfu Sony.
Fram kemur í miðlum á borð við
Billboard og The New York Times
að undir þennan samning heyri all-
ar tuttugu stúdíóplötur Spring-
steen auk annarra upptaka, alls yf-
ir 300 lög. Meðal þeirra platna sem
um ræðir eru hinar geysivinsælu
Born To Run, The River og Born In
The USA.
Springsteen er ekki einn um að
selja útgáfuréttinn að tónlist sinni á
þennan hátt en hann fylgir í fótspor
fleiri stórstjarna. Aðrir sem hafa
gert slíkt að undanförnu eru Bob
Dylan, Stevie Nicks úr Fleetwood
Mac, Neil Young, Blondie og Tina
Turner.
Þessar himinháu sölutölur hjá
Springsteen skáka bæði Bob Dylan
og Stevie Nicks. Í fyrra seldi Dylan
réttinn að öllum lögunum sem hann
hefur gefið út til Universal Music
Publishing Group á 300 milljónir
dala, að því er talið er, eða um 39
milljarða íslenskra króna. Nicks
seldi meirihluta sinna laga fyrir 100
milljónir dala, það er um 13 millj-
arða króna.
Fram kemur í frétt BBC að tón-
list Springsteen hafi skilað um 15
milljörðum bandaríkjadala í tekjur
í fyrra. Hann hefur allan sinn feril
verið á samningi hjá Columbia Re-
cords, undirfélagi Sony.
AFP
Rokkarinn Springsteen hefur selt
útgáfuréttinn að lögum sínum.
Selur á 65
milljarða