Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 32
Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is
Opið virka daga kl. 11-18 Opið 23.des 11-20
ÞÚ FÆRÐ MJÚKA
PAKKANN HJÁ OKKUR
Xiana S-XXL - 9.990,-
IRYDA
S-XXL – 8.650,-
ZOE
S-XXL
9.990,-
ZOYA
S-XXL
9.990,-
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Veitingastaðir koma og fara en
Jómfrúin hefur verið á sínum stað í
Lækjargötu í Reykjavík í aldarfjórð-
ung. Af því tilefni sendi Jakob Einar
Jakobsson, eigandi og framkvæmda-
stjóri fjölskyldufyrirtækisins, nýverið
frá sér bókina Jómfrúin Dönsk og
dejlig í 25 ár, sem Salka gefur út. „Við
verðum áfram á tánum, vöndum okk-
ur og ætlum að halda kúrsinum stöð-
ugum í mörg ár til viðbótar.“
Jakob Jakobsson eldri og Guð-
mundur Guðjónsson hófu rekstur
Jómfrúarinnar 1996. Þar hefur síðan
verið boðið upp á smurbrauð, öl og
snafs að danskri fyrirmynd auk þess
sem torgið á bak við staðinn hefur
nýst vel fyrir útiveitingar sem og
djasstónleikaröð á laugardögum á
sumrin.
Í formála bókarinnar segir Jakob
að hún sé ástaróður til hennar sjálfr-
ar og fólksins sem geri hana að því
sem hún sé á hverjum degi. Gerð er
grein fyrir upprunanum og upphafs-
mönnunum, en athygli vakti á sínum
tíma að Jakob eldri var fyrsti karl-
maður heims til að bera fagheitið
smurbrauðsjómfrú. Hann lærði hjá
Idu Davidsen, smurbrauðsjómfrú í
Kaupmannahöfn, og er sér kafli um
hana. Fjallað er um eigendaskiptin en
Jakob yngri og Birgir Bieltvedt
keyptu staðinn 2015 og Jakob eign-
aðist Jómfrúna að fullu í fyrra. Bræð-
ur hans, Brynjólfur Óli veitingastjóri
og Benjamín Bent Árna-
synir, vinna með hon-
um auk annarra
starfsmanna og er
mikilvægi þeirra tíund-
að. Gerð er grein fyrir
úrvali í mat og drykk,
uppskriftir af matseðl-
inum fylgja og sum-
ardjassinn fær sitt rými.
„Hjá mjög mörgum er
Jómfrúin svo mikið
meira en veitinga-
staður,“ segir Jakob.
„Hún er fastur sess í til-
veru margra og mörgum þykir vænt
um staðinn eins og lesa má í kaflanum
Jómfrúin mín.“
Mikilvægur staður
Jakob segir að stöðugleiki í rekstri,
viss íhaldsemi og traustar danskar
matarhefðir hafi skipt miklu máli í
vinsældunum, en Íslendingar séu að
miklu leyti samofnir danskri menn-
ingu. „Í mér er mjög sterk skandin-
avísk taug eftir að hafa búið í Noregi í
sjö ár og sama er að segja af pabba og
bræðrum mínum.“
Undanfarin nær tvö ár hafa vægast
sagt verið mjög óvenjuleg vegna
heimsfaraldursins. Jakob leggur
áherslu á að fjölskyldan hafi byggt
upp staðinn af eigin rammleik og
dugnaði en fjöldatak-
markanir hafi haft slæm
áhrif á reksturinn. „25 ár
í reykvískum veitinga-
húsaárum er heil eilífð,
en á Jómfrúnni stöndum
við vörð um hefðir sem
vert er að varðveita.
Mér finnst það ótrúlega
gæjalegt og sú stefna
hefur skilað okkur á
þennan stað sem við er-
um á í dag.“
Um 11.000 manns
hafa bókað borð á aðventunni
en á sama tíma í fyrra þurfti að vísa
flestum gestum frá vegna fjöldatak-
markana. „Fólk tók því ekki sér-
staklega vel og það sýnir hvað stund-
in hér á þessum tíma er dýrmæt fyrir
marga,“ segir Jakob. Hann bætir við
að harðari fjöldatakmarkanir nú
hefðu getað riðið staðnum að fullu.
„Við erum fegnir að geta tekið á móti
hátt í 100 manns í tveimur hólfum.
Það skiptir Jómfrúna miklu máli og
ekki síður gestina, fólk vill gera vel
við sig og njóta lífsins hvort sem ríkir
heimsfaraldur eður ei.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Á Jómfrúnni Benjamín Bent Árnason, Jakob Einar Jakobsson og Brynjólfur Óli Árnason. Tindátinn Jóakim til vinstri.
Jómfrúin í aldarfjórðung
- Viðskiptavinir leggja orð í belg í bók um sögu staðarins
MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 354. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Meistararnir í Manchester City eru með þriggja stiga
forskot í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu en efstu fjögur liðin lék öll um helgina þrátt fyr-
ir allt sem gengið hefur á að undanförnu vegna kór-
ónuveirunnar. Manchester City vann öruggan sigur á
Newcastle United 4:0 og setti í leiðinni tvö met. »27
Manchester City hefur sett tvö met
á árinu sem senn er liðið
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson halda í
áttunda sinn sína árlegu jólatónleika í Eldborgarsal
Hörpu þann 20. og 21. desember. Tónleikarnir hefjast
báðir kl. 20. Sigríður og Sigurður munu ásamt glæsi-
legri stórhljómsveit sinni reiða fram sérstaka hátíð-
ardagskrá í anda jólanna.Í fyrra kom út platan Það er
jól og var hún mesta selda plata jólanna, en hún verður
í forgrunni á tónleikunum, ásamt plötunum Nú stendur
mikið til með Sigurði og Jólakveðja með Sigríði. Auk
þess verða á dagskránni hátíðarlög úr ýmsum áttum.
Jólatónleikar Sigríðar Thorlacius
og Sigurðar Guðmundssonar