Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021 R agnheiður Eyjólfsdóttir hefur vakið nokkra at- hygli og hlotið verðlaun fyrir bækur sínar en hún var m.a. tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna fyrir síðustu bók sína Rotturnar. Nýjasta bók hennar, miSter einSam, fjallar um Samma og vini hans sem lenda í nokkrum svaðilförum í sumar- bústað efnaðs föður hans sem lýst er sem einum umdeildasta manni Íslands. Sammi hefur náð nokkrum árangri á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir myndbönd undir leyni- nafninu miSter einSam og nýtur sem slíkur nokkurra vinsælda. Sammi er skilnaðarbarn foreldra sem eru vel búin efnislegum gæð- um og hann hefur aðgang að öllu því sem því fylgir, m.a. glæsibústað í eigu föður hans og stjúpu. Þegar einn vinanna hverfur fyrirvaralaust úr bústaðnum fer í gang atburðarás þar sem spennan magnast stig af stigi. Sagan fer fremur hægt af stað þar sem lýst er nokkuð innihalds- litlum samskiptum ungmenna sem eru að reyna að ganga í augu hvert annars en það hefur þó tilgang fyr- ir lesandann sem áttar sig vel á bakgrunni þeirra og samskipta- mynstri. Miðað við upplifun mína af samskiptum fólks á þessum aldri virðist höf- undur ná þessu ágætlega og ekki ólíklegt að ung- menni á þessum aldri tengi vel við persónusköpun sögunnar. Þrátt fyrir að sagan fari rólega af stað nær höfundur þó að byggja upp áhugaverða og heilsteypta at- burðarás sem er ekki fyrirsjáanleg og á köflum spennandi. Söguþráð- urinn er nokkuð trúverðugur og endaspilið áhugavert. Þar sem um er að ræða spennu- sögu með óvæntum endi er ekki rétt að fara mikið frekar yfir inni- hald bókarinnar en auk þess að byggja upp ágæta spennu er fléttuð inn falleg ástarsaga aðalpersónanna og því ágætlega lýst hve ástin er blind og lævís og erfið viðureignar fyrir ungar og óharðnaðar sálir. Það vekur sérstaka eftirtekt að faðir aðalpersónunnar mun vera ein umdeildasta manneskja landsins. Miðað við lýsingar gæti lesandi haldið að viðkomandi væri ofarlega í fæðukeðju afbrotamanna og dett- ur manni þá helst í hug fíkniefna- innflytjandi. Fær það í raun byr undir báða vængi með ættarnafni því sem fjölskyldan ber en með ör- litlu stafarugli er þar komið fram ættarnafn eins af annáluðustu fíkni- efnasölum landsins á síðustu öld. Það er hugsanlega tímanna tákn að sú er alls ekki raunin heldur eru viðskiptamenn og lögfræðingar meðal umdeildustu manna landsins í sögunni. miSter einSam er ágætlega skrif- uð bók sem ætti að ná vel til þess lesendahóps sem hún er skrifuð fyrir og er skemmtileg og spenn- andi á margan hátt. Margt í sög- unni er fremur ógnvekjandi en fyrir kynslóð sem alin er upp á tímum World of Warcraft og Squid Game ætti það alls ekki að koma að sök. Spennan magnast stig af stigi … Morgunblaðið/Eggert Ragnheiður „…auk þess að byggja upp ágæta spennu er fléttuð inn falleg ástarsaga aðalpersónanna,“ segir gagnrýnandinn um miSter einSam. Ungmennabók miSter einSam bbbmn Eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur. Vaka-Helgafell, 251 bls. innb. PÁLL EGILL WINKEL BÆKUR N ú er nóg komið! er sjálf- stætt framhald af bók- inni Hingað og ekki lengra! sem kom út í fyrra. Þær stöllur Þórdís Gísla- dóttir og Hildur Knútsdóttir halda áfram samstarfi sínu en þetta er fjórða bókin sem þær skrifa sam- an. Aðalsögupersónur bókarinnar eru sem fyrr vinkonurnar Vigdís Fríða, Rebekka og Geirlaug sem eru hressar og skemmtilegar stelpur í 8. bekk. Það er aldrei lognmolla í kringum þríeykið og í þessari bók glíma þær áfram við ýmis samfélagsmál ekki síður en samskipti í fjölskyldunum, þó aðal- lega við foreldra Vigdísar Fríðu og bróður hennar Andra Sæs. Sagan hefst á upprifjun á ævin- týrum þeirra úr fyrri bókinni sem kemur sér vel fyrir þá sem ekki hafa lesið þá bók. Nú er skollinn á heimsfaraldur en á sama tíma er Vigdís Fríða að lesa bókina um Önnu Frank í skólanum og fær það verkefni að skrifa dagbók eins og Anna gerði sem gæti verið merkileg heimild í fram- tíðinni. Vigdís byrjar að skrifa söguna 20. febrúar og er síðasta dagbókarfærslan 21. apríl. Á þess- um tíma reið fyrsta bylgja Covid- faraldursins yfir heimsbyggðina og hefur hún mikil áhrif á söguþráð- inn. Vigdís Fríða og vinkonur hennar þurfa að glíma við vanda- mál sem koma upp eins og lokun skólans og veikindi vina. Þær tak- ast á við það eins og þeim einum er lagið. Vandamálin eru til að leysa þau en lausn þeirra er oft einfaldari í orðum en í fram- kvæmd. Börn og unglingar sjá oft lífið í svarthvítu og eru þær vin- konur engin undantekning. Þær vaða í vandamálin og gera það sem þeim finnst það eina rétta í stöðunni þegar vinur þeirra og sjoppueigandinn Tómas Tristan veikist. Þær taka yfir rekstur sjoppunnar og finna sínar eigin leiðir til að auka viðskiptin, leiðir sem síðar kemur í ljós að voru kannski ekki svo góðar. Bókin er lipurlega skrifuð og rennur glettinn textinn mjúklega áfram. Höfundar leitast við að taka á samfélagsvandamálum eins og heimsfaraldri og umhverfis- málum sem og vandamálum ung- linga á hispurslausan og skemmti- legan hátt og húmorinn er aldrei langt undan. Letrið er gott og kaflarnir stuttir og ætti bókin því að henta börnum á aldrinum 9 til 13 ára. Bókin er myndlýst með látlausum en skemmtilegum myndum Helgu Valdísar Árna- dóttur. Vaðið í vandamálin Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfundarnir „Bókin er lipurlega skrifuð og rennur glettinn textinn mjúk- lega áfram,“ segir um bók Hildar Knútsdóttur og Þórdísar Gísladóttur. Barnabók Nú er nóg komið! bbbnn Eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur. JPV 2021, 128 bls. innbundin. RÓSA HARÐARDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.