Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.12.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2021 ÍTALÍA 2022 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 WWW.UU.IS SKÍÐAFRÍ Á MADONNA Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina. Við bjóðum beint flug vikulega til Ítalíu, þar sem farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum skíðasvæðum, Madonna og Pinzolo. Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna, svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin. Farastjórar okkar á staðnum eru þau Dinna og Helgi. En þau hafa mikla reynslu af skíðaferðum. SKÍÐI 2022PINZOLO EÐAMADONNA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI 22. - 29. JANÚAR 29. JAN.- 05. FEB. 05. - 12. FEBRÚAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta eru engar gleðifréttir. Hum- arveiðin hefur dregist saman jafnt og þétt síðustu ár svo sást í hvað stefndi. Nýjustu tíðindi eru kannski ekki svo mjög óvænt,“ segir Jón Páll Kristófersson, rekstrarstjóri Ramma í Þorlákshöfn. Hafrann- sóknastofnun tilkynnti fyrir helgi þá ráðgjöf sína að veiðar á humri verði óheimilar næstu tvö ár, svo allrar varúðar sé gætt. Jafnframt er tillaga Hafró sú að veiðar með botnvörpu verði bannað- ar á tilteknum svæðum á veiði- slóðinni nærri Hornafirði. Vís- indamenn segja að í ár hafi hum- arafli á hverja sóknareiningu verið hinn minnsti frá upp- hafi, eftir sam- fellda lækkun frá 2007. Stofnstærð humars í mælingu þessa árs sé um fjórðungi minni en var 2016. Stofnmæling með núver- andi fyrirkomulagi talninga á hum- arholum á sjávarbotni hófst þegar stofninn var þá þegar í mikilli lægð. Allir árgangar í stofnunum allt frá 2005 séu mjög litlir. Verði ekki gripið til verndar og veiðstopps nú megi búast við áframhaldandi samdrætti. Þrjú fyrirtæki með mestu umsvifin í humrinum Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið umsvifamest í veiðum og vinnslu á humri, það er Rammi, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Skinney-Þinganes sem er með starf- semi bæði á Höfn í Hornafirði og í Þorlákshöfn. Útgefinn humarkvóti á þessu ári var 143 tonn og skiptist að mestu milli þessara fyrirtækja. Annars hef- ur kvóti þessa ár, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, að mestu verið veiddur til að meta ástand stofnsins. Tveir bátar Ramma hf., Jón á Hofi ÁR og Fróði ÁR hafa ver- ið gerðir út á humar. „Vægi veiða og vinnslu humars hefur því miður farið minnkandi undanfarin ár í starfsemi okkar hér í Þorlákshöfn,“ segir Jón Páll sem tel- ur mikilvægt að áfram verði fylgst með viðgangi humarstofnsins þrátt fyrir fyrirhugað veiðibann. Ráðgjöf um stopp er ekki óvænt - Humarstofninn stendur veikt - Hafró vill stöðva veiðar í tvö ár - Litlir árgangar frá 2005 - Eyjar, Þorlákshöfn og Hornafjörður helstu útgerðarstaðir - Mikilvægt að áfram verði fylgst með þróuninni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Humar Handagangur í öskjunni í vinnsluhúsi austur í Þorlákshöfn. Jón Páll Kristófersson Jólasveinar kunna margt og meira en að stíga snjó og stinga glaðning í staka skó. Oftast þegar þeir koma til byggða eyða þeir dögunum í slag við vindinn, dans í rigningunni eða gerð snjókarla. Veðrið hefur ekki boð- ið upp á neitt af þessu og kannski þess vegna sást til þeirra á róðrarbrettum á Pollinum við Akureyri. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Kynlegir kvistir á lygnum sjó Willum Þór Þórsson heilbrigðisráð- herra sagði ekkert minnisblað hafa borist frá Þórólfi Guðnasyni sótt- varnalækni þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann í gærkvöldi. Á föstudag kvaðst Willum eiga von á að fá minnisblaðið í hendurnar um helgina en núgild- andi takmarkanir innanlands renna út þann 22. des- ember. Í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun sagði Þórólfur að minn- isblaðið væri í smíðum og væri á lokametrunum. Þá hefur hann áð- ur sagt að afléttingar fyrir jól séu ólíklegar þó hann hafi ekki gefið upp hverju megi búast við á minnis- blaðinu. Óttast útbreiðslu Ómíkron Að minnsta kosti 160 Ómíkron- smit hafa verið staðfest hér á landi og var meirihluti þeirra meðal fólks utan sóttkvíar við greiningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúk- dómadeild, telur líklegt að útbreiðsla veirunnar muni brátt líkjast því sem hefur sést hjá nágrannaríkjum okk- ar. Því megi hæglega búast við 600 smitum á dag á næstu misserum. „Okkur líst ekki vel á þetta. Öll reynsla í nágrannaríkjum er þannig að þetta mun bara vaxa núna í veld- isvexti og við getum alveg gert ráð fyrir því að þetta verði eins og í Dan- mörku. Þá gætum við verið að sjá sirka 600 smit á dag. Ef svo fer, þá munum við vera með á tíu dögum sex þúsund smit og tólf þúsund smit á tuttugu dögum,“ sagði hann við mbl.is í gær. Ef spáin raungerist segir hann eina kostinn í stöðunni að allt sam- félagið bregðist við. Gæti stefnt í 120 innlagnir Tólf sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, þar af er einn á gjörgæslu í öndunarvél. Að sögn Más má ekki lesa of mikið í þær tölur en ef útbreiðsla veirunn- ar mun líkja eftir því sem gerðist á Norðurlöndunum má búast við 120 spítalainnlögnum í einu, ef gert er ráð fyrir að 1% þeirra sem veikjast muni leggjast inn. „Þorri fólks mun ekki veikjast mikið og alvarlega en það er þetta sem út af stendur sem kemur til kasta heilbrigðisstofnana.“ Mikilvægt að grípa í taumana Hann segir nú tvo mikilvæga þætti í stöðunni til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Annars vegar að grípa harkalega í taumana hvað varðar samkomutakmarkanir og hins vegar að hvetja fólk í örv- unarbólusetningar og hefja bólu- setningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára. „Þeim mun meira ónæmi sem við höfum í samfélaginu, því erfiðara er fyrir veiruna að dreifast.“ Hann segir mikilvægt að bregðast við stöðunni. Að öðrum kosti muni heilbrigðiskerfið lenda í mjög mikl- um vandræðum. „Jafnvel þó að Covid væri ekki að dreifa sér þá er spítalinn með of fá sjúkrarúm miðað við þörfina í sam- félaginu. Ef ekkert er gert hvað ger- ist þá? Fólk þarf bara að gera það upp við sig. Það er ekki pláss fyrir 120 til viðbótar.“ Komið út um allt Að sögn Más hafa eins og áður sagði að minnsta kosti 160 Ómíkron- smit verið staðfest og var stór hluti þeirra meðal einstaklinga utan sóttkvíar við greiningu. „Þetta segir mér að Ómíkron er örugglega komið út um allt í sam- félaginu. Það er það sem er að reka þetta áfram – veldisvöxtinn.“ Heilbrigðisráðherra Willum beið í gær eftir minnisblaði frá Þórólfi. Búast megi við 600 smitum á dag á næstunni - Minnisblað ekki borist í gærkvöldi Már Kristjánsson Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.