Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 3. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 301. tölublað . 109. árgangur .
Wellington
4.949KR/KG
ÁÐUR: 7.499 KR/KG
nautalund
34%
AFSLÁTTUR
Appelsínur
209KR/KG
ÁÐUR: 298 KR/KG
30%
AFSLÁTTUR
TILBOÐ GILDA 23.--26. DESEMBER
FRÁBÆR TILBOÐ
Í NÆSTU NETTÓ
jolamjolk.is
Kertasníkir
kemur í kvöld
1
dagur til jóla
SEX KARLAR OG
FJÓRAR KONUR
KOMA TIL GREINA METÁR Í ÚTFLUTNINGI
GUÐRÚN HREFNA
ER MEÐ HERAGA
Á MÖTUNEYTINU
ÍSLENSK HROSS EFTIRSÓTT 4 VINNUR FYRIR HERINN 28ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 63
Tæplega 97% einstaklinga sem eru
undir eftirliti Covid-göngudeildar
Landspítala eru með væg eða engin
einkenni vegna veirunnar. Þá eru tíu
inniliggjandi á spítalanum, þar af eru
þrír á gjörgæslu og tveir þeirra í
öndunarvél. Í ágúst lágu 34 inni á
spítalanum og voru þá smit töluvert
færri en nú.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir þó að spítalainnlögnum
gæti fjölgað hratt á næstu dögum
þar sem yfirleitt taki það eina til
tvær vikur fyrir innlagnir að endur-
spegla smittíðni í samfélaginu en 267
smit greindust á þriðjudag. Guðlaug
Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri
Landspítala, segir til skoðunar að
aðrar heilbrigðisstofnanir taki við
sjúklingum frá spítalanum. „Staðan
á spítalanum og faraldrinum er
ískyggileg. Við erum að reyna að
manna okkar einingar eins vel og við
getum. Stóra málið hjá okkur er að
við erum með töluvert af fólki í ein-
angrun og smitgát út af sýkingum,“
segir Guðlaug og bætir við að miðað
við Covid-spánna verða 4.500 ein-
staklingar í eftirliti göngudeildarinn-
ar um áramótin. Þá er staðan einnig
þung á spítalanum sökum almennra
veikinda, meðal annars vegna flens-
unnar og flensulíkra öndunarfæra-
einkenna.
Nýtt bóluefni vekur vonir
Omíkron-smitum hefur fjölgað
mjög ört í ýmsum löndum, en á hinn
bóginn hefur sjúkrahúsinnlögnum
ekki fjölgað í sama mæli og í fyrri
smitbylgjum. Þó enn sé of snemmt
að fagna eru uppi vonir um að Ómík-
ron valdi mun minni og vægari en-
kennum en fyrri afbrigði veirunnar,
líkt og fyrstu rannsóknarniðurstöð-
ur frá Suður-Afríku gefa vísbending-
ar um.
Ekki síður vekja fréttir um nýja
gerð bóluefnis, sem rannsóknar-
stofnun Bandaríkjahers hefur unnið
að í tæp tvö ár, vonir um að hilla
kunni undir að sigrast megi á kór-
ónuveirunni áður en langt um líður.
Prófanir á virkni þess í mönnum eru
hafnar, en gangi allt að óskum mun
það veita vörn fyrir öllum afbrigðum
veirunnar, einnig þeim, sem ekki eru
enn fram komin.
97% með væg einkenni
- Spítalainnlögnum gæti fjölgað hratt á næstu dögum - Til skoðunar að aðrar
heilbrigðisstofnanir taki við sjúklingum - Bandaríkjaher rannsakar nýtt bóluefni
MStaðan á spítalanum ... » 6 & 42
Það var gleði að sjá á hverju andliti á sérstakri fjölskyldusýn-
ingu af jólatónleikum Emmsjé Gauta, Jülevenner, síðdegis í
gær. Gleðin var ekki síst meðal listamanna sem tróðu upp
enda fengu þeir undanþágu frá samkomutakmörkunum svo
þrennir tónleikar geta farið fram með óbreyttu sniði í dag. Í
gærkvöldi var tilkynnt að Willum Þór Þórsson heilbrigð-
isráðherra hafi ákveðið að veitingastaðir fái samskonar und-
anþágu frá fjöldatakmörkunum á Þorláksmessu og geti því
tekið á móti 50 gestum í rými í dag í stað 20.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Emmsjé Gauti í banastuði á jólatónleikum