Morgunblaðið - 23.12.2021, Síða 66
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
www.gilbert.is
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta er fyrsta bókin mín og
kannski sú eina, hver veit,“ segir
Þórunn Rakel Gylfadóttir um skáld-
söguna Akam, ég og Annika sem
hún sendi frá sér fyrr í haust. Skáld-
sagan hefur hlotið góðar viðtökur og
var sem dæmi bæði tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
2021 og Fjöruverðlaunanna í flokki
barna- og unglingabóka. „Ég átti
ekki von á svona góðum viðtökum,
þó ég hafi reyndar verið sannfærð
um að ég væri með góða bók í hönd-
unum enda vandaði ég vel til verka
og skrifaði hana af lífi og sál,“ segir
Þórunn Rakel og þakkar ritstjórum
sínum hjá Angústúru og vinum sem
lásu bókina yfir og gáfu góð ráð.
„Ég skrifaði þessa bók og sótti
svo um nám í ritlist við Háskóla
Íslands,“ segir Þórunn Rakel þegar
hún er spurð um tilurð bókarinnar.
Segist hún um nokkurt skeið hafa
fundið fyrir vaxandi löngun til að
skrifa. „Ég ætlaði raunar fyrst að
skrifa aðra bók, en svo heyrði ég af
atviki sem henti bróðurdóttur mína í
Þýskalandi og það varð kveikjan að
þessari bók sem ég fann að yrði að
koma á undan,“ segir Þórunn Rakel
og tekur fram að atvikið birtist í
mjög breyttri mynd í bókinni.
„Þetta er því alls ekki sönn saga.
Það varð til allt önnur saga út frá
þessu litla atviki sem tengdist mót-
spyrnu við einelti og baráttu fyrir
tilverurétti sínum innan skóla,“ seg-
ir Þórunn Rakel og bendir á að bók
hennar taki á mörgum málefnum.
Viðkvæmt þroskastig
„Hún fjallar um það að taka
afstöðu með eða á móti óréttlæti,
standa með gildum sínum og láta til
skarar skríða ef með þarf. Hún tek-
ur á samskiptum unglinga við for-
eldra sína og erfiðum fjölskyldu-
tengslum. Þetta er líka viss óður til
feðra,“ segir Þórunn Rakel og bætir
við að bókin taki líka á því hvernig
sé að aðlagast nýju landi. „Og
hvernig við víkkum út sjóndeildar-
hringinn með því að lenda í að-
stæðum sem eru okkur framandi.
Þar með erum við oft nauðbeygð til
að taka afstöðu til málefna sem
koma kannski ekki inn á borð til
okkar dagsdaglega þar sem við get-
um handvalið okkur samferðafólk.
Síðast en ekki síst fjallar bókin um
vináttuna, náungakærleikann og
væntumþykjuna,“ segir Þórunn
Rakel og tekur fram að sér þyki
mjög vænt um þær góðu viðtökur
sem bókin hafi fengið hjá lesendum
sem eru allt frá 10 ára til rúmlega
100 ára.
Spurð hver sé galdurinn að því að
skrifa bók sem höfði vel til unglinga
svarar Þórunn Rakel: „Ég held að
ég sé og verði alltaf talsvert mikill
krakki í mér,“ segir Þórunn Rakel
og rifjar upp að hún hafi í gegnum
tíðina bæði kennt unglingum og
þjálfað. „Ég skrifaði líka fyrir ung-
linginn í þessari rúmlega 100 ára
vinkonu minni sem hreifst af bók-
inni,“ segir Þórunn Rakel og bendir
á að margir tali um unglingabækur
sem vandmeðfarna bókmennta-
grein. „Unglingabókmenntir hitta á
viðkvæmt þroskastig sem við mun-
um öll eftir, enda er þetta mikið um-
brotaskeið og skilgreiningarskeið
fyrir okkur sem manneskjur. Þar
með held ég að góðar unglingabæk-
ur höfði til fleiri en bara unglinga,
því þetta æviskeið lifir með okkur
alla tíð,“ segir Þórunn Rakel.
Dreymir um kvikmynd
Aðspurð segist Þórunn Rakel í
ritlistarnámi sínu vera að skrifa
kvikmyndahandrit upp úr skáldsögu
sinni undir leiðsögn Huldars Breið-
fjörð. „Mig dreymir um að úr bók-
inni geti orðið til kvikmynd. Síðan
blundar í mér önnur bók, en tíminn
verður að leiða í ljós hvort hún verði
skrifuð,“ segir Þórunn Rakel og tek-
ur fram að hún hafi í gegnum tíðina
tekið að sér mörg og ólík verkefni.
„Ég geri yfirleitt það sem hjarta
mínu stendur næst, alveg sama hvað
öðrum finnst,“ segir Þórunn Rakel
og upplýsir að ritlistin hafi orðið fyr-
ir valinu þar sem hana hafi langað til
að vera nær íslenskri tungu og
þeirri sköpun sem hún býður upp á.
„Ég sótt um námið af því að mig
langaði að stíga inn í þetta samfélag
og vera umvafin góðum ráðum og
fólki sem hefur sama áhugamál,“
segir Þórunn Rakel að lokum.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Vinátta „Síðast en ekki síst fjallar bókin um vináttuna, náungakærleikann
og væntumþykjuna,“ segir Þórunn Rakel Gylfadóttir um skáldsögu sína.
„Viss óður til feðra“
- „Sannfærð um að ég væri með góða bók í höndunum,“
segir Þórunn Rakel Gylfadóttir um Akam, ég og Annika
H
vað er rétt og hvað er
rangt eru spurningar í
einföldustu mynd sem
Rósa, aðalpersóna sam-
nefndrar spennusögu eftir Guðrúnu
Sigríði Sæmundsen, veltir fyrir sér.
Svarið liggur ekki
í loftinu enda hlut-
irnir ekki ann-
aðhvort svartir
eða hvítir, en
staða hennar og
annarra skýrist
jafnt og þétt í at-
hyglisverðri sögu.
Ekkert er eins
saklaust og ný-
fætt barn. Fæðing vekur almennt
óstjórnlega gleði og von, en óvæntur
og skyndilegur dauði getur haft
ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Í tilfelli
Rósu fyllist hún afbrýðisemi út í
Díönu vinkonu sína, þegar hún eign-
ast son, en afbrýðisemin er gagn-
kvæm og þar sem allt virtist vera
slétt og fellt í samskiptunum kraum-
ar undir.
Ofbeldi á sér margar birtingar-
myndir og sá sem beittur er ofbeldi
getur fengið þá ranghugmynd að
verknaðurinn sé sér að kenna og hag-
ar sér samkvæmt því. Hoppi aðrir á
vagninn er fjandinn laus.
Í minningunni voru æskuár vin-
kvennanna eilíf gleði. Að minnsta
kosti á yfirborðinu. Í eftiráskýringu
vofði skuggi samt yfir, aðvörun.
Teikn þess efnis má sjá í upprifjun
tímans, en hverju má treysta? Og
hverjum?
Rósa er brotin á sál og líkama og
það er undirstrikað með nær láréttu
striki en þó niður á við í bókarheitinu.
Díönu virðist aftur á móti allt ganga í
haginn, hún er áhrifavaldur með
40.000 fylgjendur, kona á frama-
braut. Í uppvextinum voru þær jafn-
ingjar, sögðu hvor annarri allt, en nú
eiga þær sín leyndarmál, sem þær
geta ekki rætt við nokkurn mann.
Guðrún Sigríður tekur á mikil-
vægum málefnum og sálarflækjum,
ást og missi, viðurkenningu og of-
beldi, geðhvörfum og hugarburði,
draumum og raunveruleika. Sagan er
spennandi á köflum en líka svolítið
ruglingsleg, þar sem erfitt getur ver-
ið að greina á milli raunveruleika og
hugarburðar. Til þess er leikurinn
gerður og efnið fellur að leikmynd-
inni, þó sumt megi missa sín.
Í hverju barni felst björt von og í
minningarmyndum Rósu bregður
fyrir stúlku sem hverfur jafnóðum.
Er hún merki um bjarta framtíð, eða
boðberi válegra tíðinda? Er hún
raunveruleg eða ímyndun? Vísbend-
ing um lausnina birtist reyndar
snemma en málið skýrist í sögulok.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Höfundur Guðrún Sigríður tekur á „mikilvægum málefnum og sálar-
flækjum“ í bók sinni Rósu sem gagnrýnanda þykir spennandi á köflum.
Hugarburður
og veruleiki
Glæpasaga
Rósa bbbmn
Eftir Guðrúnu Sigríði Sæmundsen.
GSS 2021. 253 bls. innbundin.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Gripla, ritrýnt alþjóðlegt ISI-
tímarit Árnastofnunar um hand-
rita-, bókmennta- og þjóðfræði, er
komin út. Í tilkynningu segir að ein
grein sæti sérstökum tíðindum en
þar segir frá íslenskum tvíblöðungi
á skinni sem Bjarni Gunnar Ás-
geirsson, doktorsnemi við HÍ, fann
nýlega í British Library. Þrjú ís-
lensk handrit leyndust þar, tvíblöð-
ungurinn og tvö ung pappírs-
handrit. Bjarni sýnir fram á að
tvíblöðungurinn sé kominn úr
Reynistaðarbók í Árnasafni, safn-
riti sem nunnurnar í klaustrinu á
Reynistað tóku saman á 14. öld.
Meðal annars efnis tekur Ben All-
port við Háskólann í Björgvin til
rannsóknar hvaða sögu Eadmund-
ar Englakonungs Ari fróði gæti
verið að vísa í þegar hann segir frá
píslardauða hans í Íslendingabók.
Daniel Sloughter, stærðfræðipró-
fessor við Furman-háskóla, fjallar
um og gefur út stafrétta gerð nor-
rænnar þýðingar í handritinu GKS
1812 4to á kvæði um reikningslist
frá fyrri hluta
13. aldar. Per-
nille Ellyton við
Orðabókina í
Kaupmannahöfn
skrifar um
fornaldarsögur
af Hrafnistu-
mönnum, Gott-
skálk Jensson við
Árnasafn rekur
uppruna tveggja
dæmisagna Esóps í formála frum-
saminnar riddarasögu um Adonias
til latnesks kvæðasafns sem brot
eru varðveitt úr í tveimur tvíblöð-
ungum, og Anders Winroth við
Oslóarháskóla skrifar um eitt hand-
rit Jónsbókar, Belgsdalsbók. Þá
skrifar Árni Heimir Ingólfsson um
enn einn „útlenskan tón“ í söngbók-
inni Melódíu.
Gripla kemur út einu sinni á ári
og er í opnu aðgengi á vefnum
gripla.arnastofnun.is. Ritstjórar
eru Gísli Sigurðsson og Annette
Lassen.
Fjölbreytilegar grein-
ar og tíðindi í Griplu
- Íslensk handrit í British Library
Bjarni Gunnar
Ásgeirsson