Morgunblaðið - 23.12.2021, Síða 38
38 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
23. desember 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 129.97
Sterlingspund 172.14
Kanadadalur 100.55
Dönsk króna 19.741
Norsk króna 14.465
Sænsk króna 14.209
Svissn. franki 140.92
Japanskt jen 1.1429
SDR 181.63
Evra 146.8
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.5006
DAGMÁL
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það voru tilviljanir sem réðu því að
Jón Sigurðsson tók að sér að leiða
stoðtækjafyrirtækið Össur árið 1996.
Hann hafði þá gegnt starfi viðskipta-
fulltrúa í New York í fjögur ár en
það er hluti af utanríkisþjónustu Ís-
lands.
„Eðli þeirra starfa er að það eru
póstar og ég vissi að ég yrði þar ekki
endalaust [...] ég vissi að ég yrði að
færa mig um set. Ég var ekki
reiðubúinn að fara inn í utanrík-
isþjónustuna því ég var meira á bus-
iness-hliðinni, þótt þetta hafi verið
gefandi. Þá vantaði framkvæmda-
stjóra fyrir Össur. Ég hafði unnið
með Össuri hf. áður þegar var verið
að breyta um umboðsmenn í Banda-
ríkjunum og ég kom aðeins að því til
aðstoðar.“
Var það Össur Kristinsson sem
valdi þig?
„Já Össur og Pétur Guðmund-
arson sem var stjórnarformaður. Ég
starfaði með þeim í nokkur ár.“
100 földun starfsmanna
Þessa örlagaríku ákvörðun rifjar
Jón upp í ítarlegu viðtali í Dag-
málum. Hann hefur nú tekið ákvörð-
un um að hætta sem forstjóri Öss-
urar eftir að hafa leitt fyrirtækið í
aldarfjórðung og ári betur. Þegar
hann tók við starfinu 1996 var hann
starfsmaður númer 42 en í dag
starfa ríflega 4.000 manns hjá Öss-
uri.
Segir hann að margar áskoranir
hafi beðið fyrirtækisins sem var lítið
í sniðum og aðeins með eina vöru á
boðstólum. Raunin sé sú að á öllum
stundum hafi hann þurft að halda
vöku sinni og að uppbygging fyrir-
tækisins hafi verið barátta frá degi
til dags.
„Það vantaði rekstrarfé og ég man
að ég ræddi við Sigurð B. [Stef-
ánsson] hjá Íslandsbanka því banka-
lán voru ekki í boði þá. En þá var far-
ið að gefa út skuldabréf og fyrsta
útboðið okkar minnir mig að hafi
verið 50 milljónir íslenskar. Það var
nóg sem rekstrarfé fyrir okkur í tals-
verðan tíma. Það gaf okkur andrými
til að vinna að þeim fyrirætlunum
sem við vorum með þá,“ segir Jón.
Kaupþing gerði þetta kleift
Fljótlega eftir að Jón tók við starf-
inu hjá Össuri hófst undirbúningur
að því að skrá fyrirtækið á markað.
Það raungerðist árið 1999 og ári síð-
ar var ráðist í harða sókn á markaði
með kaupum á öðrum fyrirtækjum.
það var ekki síst gert til þess að
breikka vöruúrvalið.
„Þá var þannig ástand á Íslandi
það var var nóg af fjármagni og
komnir bankamenn sem víluðu ekki
allt fyrir sér. Þá var það Kaupþing
sem gerði það kleift að við gátum
keytp þessi fyrirtæki. Þeir voru lyk-
illinn að því.“
Rifjar Jón sérstaklega upp kaupin
á Flex-Foot í Bandaríkjunum en það
fyrirtæki var helmingi stærra en
Össur á þeim tíma. yfir kaupunum er
goðsagnakenndur blær. Morgun
einn ákvað Jón að hringja í forstjóra
fyrirtækisins og kanna hvort mögu-
leiki væri á viðræðum um sölu. Þá
kom upp úr dúrnum að verið var að
ganga frá sölu á fyrirtækinu. Jóni
tókst, með stuðningi Kaupþings að
ganga inn í kaupin og fullyrðir Jón
að þetta hafi verið ein af örlaga-
stundunum í sögu Össurar.
Hafa keypt 60 fyrirtæki
Bendir Jón á að það hafi orðið
hluti af DNA fyrirtækisins að kaupa
önnur fyrirtæki og stækka þannig
samhliða innri vexti.
„Við erum búin að kaupa yfir 60
fyrirtæki á þessu tímabili. Þannig að
hluti af þessari stefnu hafa verið fyr-
irtækjakaup. Við notum ekki ráð-
gjafa lengur við það. við erum alveg
sjálfbær hvað það varðar,“ segir Jón.
Hefur aldrei stappað nærri að þið
yrðuð gleypt en ekki öfugt?
„Jú sjálfsagt hefur það nú verið
[...] Þessi markaður er reyndar dálít-
ið einangraður, dreifileiðin er dálítið
sér, þótt hún sé inni á sjúkrahúsum
þá eru vandfundin samlegðaráhrif,
alveg klár og það hefur komið í veg
fyrir að menn hafi viljað, en svo er
private equity sem hefur verið með
okkur í sigtinu allan tímann. En
verðlagningin hefur verið rétt nema í
hruninu,“ útskýrir Jón.
Þegar bankarnir hrundu var
danskur kjölfesturfjárfestir kominn
að félaginu, William Demant Invest.
Í gjörningaveðrinu hefði honum ver-
ið, að sögn Jóns, í lófa lagið að kippa
eignarhaldinu alfarið til sín. Það
gerðist þó ekki.
„Það skildi það enginn á Íslandi
því þeir hefðu getað fengið það fyrir
mjög lítið og allir vissu það. En þeir
sögðu: Ef við freistumst til þess að
græða ofsalega mikið á þessu núna
og skilja alla fjárfestana sem komu
með okkur inn í þetta eftir í rykinu
þá verður okkur ekki treyst aftur.
Við gerum ekki svoleiðis. Þetta lýsir
viðhorfi sem er mjög öðruvísi en á
Íslandi og í Bandaríkjunum,“ segir
Jón.
Ný verkefni bíða
Jón kveður fyrirtækið sáttur eftir
langa samfylgd. Vöxtur þess hefur
verið að meðaltali 18% frá því að
hann tók við stjórnartaumunum árið
1996. Hann hyggst ekki setjast í
stjórn Össurar þótt sá möguleiki hafi
verið ræddur. Í viðtalinu upplýsir
hann hins vegar hvað hann hyggist
taka sér fyrir hendur. Áskrifendur
geta horft á viðtalið eða hlustað á það
á mbl.is.
Barátta upp á hvern einasta dag
Tímamót Jón Sigurðsson kveður Össur eftir viðburðarík ár. Fyrirtækið óx að jafnaði um 18% allan þann tíma sem
hann stýrði því. Hann mun ekki setjast í stjórn Össurar við brotthvarf sitt úr forstjórastólnum eftir aldarfjórðung.
- Þegar Jón Sigurðsson tók við sem forstjóri Össurar í apríl 1996 var hann starfsmaður númer 42
- Nú þegar hann lætur af störfum kveðja hann ríflega 4.000 starfsmenn, dreifðir um heim allan
Ein elsta myndin sem til er í gagnasafni Morgunblaðsins af Jóni Sigurðs-
syni í tengslum við starfsemi Össurar er frá aðalfundi 9. mars árið 2001
þar sem farið var yfir árangur nýliðins árs.
Myndin er táknræn en félagið stóð í stórræðum á þessum tíma, yfir-
tökur á öðrum félögum voru í algleymingi, m.a. mögnuð kaup á Flex-Foot
í Bandaríkjunum. Tölurnar sem birtast í bakgrunni og eru helsta við-
fangsefni fundarins fyrir tveimur áratugum vitna um hversu gríðarlega
félagið hefur vaxið á þeim tíma. Rekstrartekjur félagsins námu 3,6 millj-
örðum árið 2000 og höfðu þó vaxið um 178% milli ára. Tap var af rekstr-
inum upp á 6,7 milljarða, ekki síst vegna gjaldfærðrar viðskiptavildar.
Á síðastliðnu ári námu heildartekjur Össurar 630 milljónum dollara,
jafnvirði 82,3 milljarða króna. Hagnaðurinn nam 8 milljónum dollara það
ár, jafnvirði rúmlega milljarðs króna. Árið þar á undan nam hagnaðurinn
hins vegar 69 milljónum dollara, eða 9 milljörðum króna.
Össur í flugtaki um aldamót
LITIÐ AFTUR TIL FORTÍÐAR
Morgunblaðið/Þorkell
Aðalfundur Á myndinni ásamt Jóni eru Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður,
sem var fundarstjóri, og Pétur Guðmundarson, sem var stjórnarformaður félagsins.