Morgunblaðið - 23.12.2021, Side 60

Morgunblaðið - 23.12.2021, Side 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 90 ÁRA Ásdís Jónína Magnúsdóttir húsmæðrakennari er níræð í dag. Ásdís fæddist þann 23. desember 1931 í Ólafs- firði. Foreldrar hennar voru Magnús Gamalíelsson útgerðar- og athafnamað- ur og kona hans Guðfinna Pálsdóttir, húsfreyja. Eftir skyldunám lauk Ásdís námi við Húsmæðraskólann á Akureyri en sigldi síðan með Gullfossi til Kaup- mannahafnar þar sem hún nam við Ha- andarbejdets Fremme Skole 1952-54 og lauk þaðan handavinnukennaraprófi. Kaupmannahöfn hefur síðan verið mikil uppáhaldsborg sem Ásdís hefur heimsótt reglulega. Ásdís lauk kennaraprófi frá Hús- mæðrakennaraskóla Íslands 1956. Hún kenndi við Húsmæðraskólann á Löngu- mýri og síðar við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Seinni hluta starfsferilsins kenndi hún heimilisfræði við Flataskóla í Garðabæ. Áhugamálin snerta bæði hug og hönd, allt frá bridds með skólasystr- unum og yfir í handavinnu, þar sem ófá listaverkin liggja eftir hana. Ásdís er mikil fjölskyldukona og ættmóðir. Hún hefur ávallt stundað fjöl- breytta útiveru, gjarnan með stórfjölskyldunni, sund, skíði, göngur og golf á seinni árum. Lestur ljóða og bóka hefur einnig skipað stóran sess og kann hún ógrynni af ljóðum og á sér mörg uppáhalds skáld, s.s. Matthías Jochumsson og Davíð Stefánsson. Ásdís hefur um árabil verið félagi í Oddfellowreglunni, Bergþórusystrum. FJÖLSKYLDA Maki er Gottfreð Árnason, viðskiptafræðingur, f. 13. desem- ber 1932 í Vestmannaeyjum. Foreldrar Gottfreðs voru Árni Böðvarsson, út- gerðarmaður og rakarameistari og kona hans, María Vilhelmína Heilmann Ey- vindardóttir, húsfreyja. Börn Ásdísar og Gottfreðs eru þrjú: Helga Gottfreðsdóttir, prófessor og námsbrautarstjóri í ljósmóðurfræði, María Soffía Gottfreðsdóttir augnskurð- læknir og Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir og prófessor í smitsjúkdómum. Barnabörnin eru átta og barnabarnabörnin fimm. Ásdís Jónína Magnúsdóttir Afmælisbarnið Ásdís á ferðalagi í Toskaníu á Ítalíu árið 2019. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þótt öðrum lítist hreint ekki á fyr- irætlanir þínar máttu ekki láta það draga úr þér kjarkinn. Horfðu á stóru málin sem þú ert að þoka áleiðis. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er ekki létt að bera sig eftir því sem maður þráir ef maður veit ekki hvað maður vill. Leggðu þig fram um að bæta samskipti því maður er manns gaman. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Mundu að draumar þínir geta orðið að veruleika ef þú ert óhræddur. Geggjun og snilld fara saman. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Peningar eru nauðsynlegir en þeir eru ekki allt. Ef þú gerir þína eigin hamingju að forgangsverkefni tekst þér betur að glíma við vandamál þín. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Sambönd eyða andlegri orku ef maður lætur þau hafa áhrif á sig. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þetta er góður dagur til að skipu- leggja einhvers konar samvinnu. Sýndu sanngirni og þá getur þú vænst þess að til- lit verði tekið til óska þinna. 23. sept. - 22. okt. k Vog Til að samband þitt við förunaut verði vel heppnað verður þú að vera honum jafn góður og förunauturinn er þér. Láttu ást- vini þína vita hversu mikils þú metur þá. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er ekki sjálfselska að næra sköpunarþrána eins og margir vilja telja þér trú um. Ef þú stendur frammi fyrir vali skaltu láta fjölskyldumálin ganga fyrir. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú þarft að leysa vandamál sem krefst mikillar einbeitingar og yfirsýn- ar. Taktu þér tíma fyrir sjálfan þig og sinntu þeim sem þér standa næst. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er allt í lagi að vita ekki hvað tekur við. Við þurfum stundum að reka okkur á það að við getum ekki gert allt sem við viljum. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Jafnvægi er nauðsynlegt í lífinu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu að þú þarft ekki að elta fjöldann. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú þarft að finna leið til þess að vinna hugmyndum þínum brautargengi. Litla röddin innra með þér er bara að reyna að verja þitt brothætta hjarta. A ðalsteinn Guðjohnsen fæddist 23. desember á Húsavík og ólst þar upp til 12 ára aldurs en þá fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur, fyrst á Laugaveg og síðan í Vesturbæinn. „Það var mjög gott að eiga heima á Húsavík. Verslun pabba var rétt hjá heimili okkar. Þar var ég alltaf líka og hafði mjög gaman af því að vera í búðinni, skoða allar vörurnar og fylgjast með fólkinu sem kom inn í verslunina.“ Aðalsteinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1951, B.Sc.-prófi í rafmagnsverkfræði frá University of Pennsylvania 1954 og M.Sc.-prófi frá Stanford University í Kaliforníu 1955. Aðalsteinn var verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1955 og rafmagnsstjóri í Reykjavík 1969-99. Hann var síðan orkuráð- gjafi borgarstjóra þegar Orkuveita Reykjavíkur var stofnuð um alda- mótin. Á þessum 30 árum sem Aðalsteinn var rafmagnsstjóri og 50 árum sem hann starfaði að raf- orkumálum í Reykjavík hefur mikið vatn runnið til sjávar. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á alþjóðlegu samstarfi og að virkja meira á Ís- landi, en á þeim tíma hafði mun minna verið gert af því en nú er. Hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í Elliðaárdal í aldarfjórðung í stöðvarstjórahúsinu við rafstöðv- arhúsin. Aðalsteinn var stunda- kennari við Vélskóla Íslands 1956- 61 og Menntaskólann í Reykjavík 1961-67. Aðalsteinn var inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík, sat í stjórn Verkfræðingafélags Íslands 1959-61, Stéttarfélags verkfræðinga 1961, 1963 og 1965, var formaður Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ 1970-71, formaður Ljóstæknifélags Íslands og í stjórn Alþjóðaljós- tæknisambandsins, CIE, 1963-90, formaður Stúdentafélags Reykja- víkur 1965-66, formaður Sambands íslenskra rafveitna 1969-95, í nor- rænum samtökum um raforkumál (NORDEL) 1969-2001, í Lands- nefnd Íslands í Alþjóðaorkuráðinu (WEC) frá 1962, varamaður í stjórn Landsvirkjunar 1970-95, í ýmsum opinberum nefndum varð- andi orkumál, fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðasambands raforku- fyrirtækja, UNIPEDE, síðar EURELECTRIC, 1989-2001. Hann átti sæti í vinnuhópi fyrir hönd Reykjavíkurborgar með hol- lenskum fyrirtækjum um hag- kvæmniathugun á sæstrengsverk- efninu ICENET 1992-97, sat í stjórn Jarðgufufélagsins frá stofn- un 1996 og formaður frá 1998 og þar til félaginu var slitið. Hann er Paul Harris-félagi í Rótaryklúbbi Reykjavíkur. Aðalsteinn samdi kennslubókina Góð lýsing, þýddi bókina Rafmagn- ið og Handbók um lýsingartækni. Hann hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit, einkum um orku- mál og lýsingu. Viðurkenningar: Heiðursfélög í háskóla ETA KAPPA NU og TAU BETA PI 1952, 1953. Heiðursverðlaun að loknu námi: Atwater Kent Prize 1954; og Philadelphia Chamber of Commerce Award 1954. Hann hlaut gullmerki Stúdentafélags Reykjavíkur 1971. Hann er heið- ursfélagi Ljóstæknifélags Íslands frá 1994. Aðalsteinn er mikill listunnandi, Aðalsteinn Guðjohnsen, fyrrverandi rafmagnsstjóri – 90 ára Fjölskyldan á Húsavík Frá vinstri: Aðalsteinn, Stefán, Kristín, Einar Oddur, Elísabet, Snjólaug og Sigríður. Rafmagnsstjóri Reykjavíkur í 30 ár Hjónin Ragna og Aðalsteinn.Rafmagnsstjórinn Aðalsteinn. Til hamingju með daginn NÁNARI UPPLÝSINGAR: Viðar Ingi Pétursson Sími: 569 1109 vip@mbl.is Heilsa &útivist –– Meira fyrir lesendur Nú er tíminn til að huga að betri heilsu og bættum lífstíl. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir fimmtudaginn 23. desember. fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. janúar SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.