Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Dagur Eggertssson og flokka- tætingurinn í kringum hann, sem studdur er af minnihluta kjós- enda, notar hverja stund til að and- skotast út í fjölskyldubílinn. - - - Ívari Páls- syni bloggara þótti því ástæða að líta á þá mynd sem blasti við í könn- un MMR um ferðavenjur fólks á höfuðborgarsvæðinu: - - - Þar sést að Samfykingarfólk sker sig út að mjög mörgu leyti. T.d. notar 67% þess aðallega bíl, gangandi 19%, en 7% með Strætó. - - - En Strætóferðir Sjálfstæð- isfólks, Vinstri-grænna, Pí- rata og Viðreisnarfólks standa all- ar í 4% hópsins með Strætó sem aðal-ferðamáta. Bílnotkun þess hóps er 83%, 73%, 72% og 78% í sömu röð, þótt halda mætti annað á málflutningi vinstri flokkanna gegn bílnotkun og bílastæðum. Flokkur fólksins er þannig að 29% notar að- allega Strætó en Sósíalistar 12%. Enginn Miðflokksmaður notar Strætó sem aðalferðamáta í maí en 100% þeirra eru á bíl. - - - Í ljósi alls þessa er eltingaleik- urinn hjá Sjálfstæðisflokki og öðrum við yfirlýst ferðamynstur Samfylkingar, Strætó, hlálegur þar sem ljóst er að 4% hópsins er fasti sem hefur verið eins á hverju ári sem milljörðum króna er mokað í að auka við hann. - - - Hvað þá Borgarlína, Strætó á sterum, sem mun engu breyta með allri sinni tugþúsunda milljóna króna sóun.“ Bíleigendur, fastir í stíflu flesta daga, eiga leik, í vor. Óskiljanleg eyði- legging fjármuna STAKSTEINAR MANNDÝRIÐ EINAR ÞORGRÍMSSON MANN DÝRIÐ er beint framhald af Óðali óttans sem seldist vel Fæst í Eymundsson Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Strætó mun hefja ferðir í Gufunes- þorp 2. janúar næstkomandi en borg- arstjórn samþykkti á fundi sínum 7. desember sl. aukin framlög vegna strætósamgangna í Gufunesi. Til að byrja með verða strætó- samgöngur úr Gufunesi í formi pönt- unarþjónustu, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Komið verður upp merktri biðstöð hjá Gufunesþorpi en þar bíður far- þegi eftir leigubíl sem kemur þeim á næstu skiptistöð Strætó, líkast til verður það skiptistöðin í Ártúni. Panta þarf bílinn a.m.k. 30 mínútum fyrir áætlaða brottför. Farþeginn hringir í Hreyfil og sýnir bílstjóra Strætóappið eða Klappkortið sitt til að staðfesta greiðslu fyrir ferðina. Á fyrrnefndum fundi borgar- stjórnar var samþykkt tillaga borg- arfulltrúa Samfylkingarinnar, Við- reisnar, Pírata og Vinstri grænna vegna bættra almenningssam- gangna. Lagt var til að fjárheimildir til framlaga Strætó bs. verði hækk- aðar um 14,6 milljónir til að auka al- menningssamgöngur í Gufunesi. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins og Miðflokksins sátu hjá við af- greiðslu málsins. sisi@mbl.is Strætófarþegarnir panti leigubíl - Strætó byrjar að þjónusta Gufunes- þorp - Pöntunarþjónusta í fyrstu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Egill Skúli Ingibergs- son, fyrrverandi borg- arstjóri í Reykjavík, lést á líknardeild Land- spítalans í fyrrinótt, 22. desember, 95 ára að aldri. Skúli fæddist 23. mars 1926 í Vest- mannaeyjum og ólst þar upp til 18 ára ald- urs. Foreldrar hans voru hjónin Ingibergur Jónsson (1897-1960) sjómaður og verkamað- ur og Margrét Guðlaug Þorsteinsdóttir (1898- 1960) verkakona. Þau bjuggu í Eyj- um lengst af. Skúli fór á unglingsaldri til náms í Verzlunarskóla Íslands og varð stúd- ent þaðan, en tók á sama tíma stúd- entspróf úr stærðfræðideild MR. Síðan fór hann í Háskóla Íslands í verkfræðideild og lauk BS-gráðu þar. Eftir það til Kaupmannahafnar í DTH og lauk þaðan meistaragráðu í verkfræði 1954. Eftir nám vann Skúli hjá Orku- málastofnun og Rafmagnsveitum ríkisins til loka árs 1958. Fór þá vest- ur á firði og vann við gangsetningu Reiðhjallavirkjunar í Bolungarvík og Mjólkárvirkjunar. Var seinna veitu- stjóri Rafmagnsveitna ríkisins á Vestfjörðum. Árið 1964 stofnaði hann ásamt Guðmundi Jónssyni verk- fræðistofuna Rafteikningu. Var jafn- framt yfirverkfræð- ingur hjá Rafmagns- veitum ríkisins. Árið 1968 fór hann til Landsvirkjunar sem aðstoðarrekstrarstjóri og 1969 að Búrfells- virkjun og stjórnaði niðursetningu véla þar. Vann eftir það í Sig- ölduvirkjun sem stað- arverkfræðingur Landsvirkjunar allt fram til ársins 1975. Árið 1978 var Skúli ráðinn borgarstjóri í Reykjavík og gegndi því starfi í tíð vinstri meirihlutans sem var við völd í borginni fram til ársins 1982. Fyrir og eftir borg- arstjóratíð sína vann Skúli hjá Raf- teikningu, auk þess að gegna fjöl- mörgum félags- og trúnaðarstörfum. Var meðal annars formaður Verk- fræðingafélags Íslands um skeið, í forystu Velunnarafélags Borgarspít- alans og gegndi trúnaðarstörfum fyr- ir Lionsklúbbinn Fjölni í nokkur ár. Eiginkona Skúla var Ólöf Elín Davíðsdóttir (1930-2019) húsmóðir. Þau voru búsett í Skerjafirði og síðar í Kringlunni. Börn þeirra eru Kristjana, f. 1955, kennari, Valgerður, f. 1956, versl- unarmaður, Inga Margrét, f. 1960, félagsráðgjafi, og Davíð, f. 1964, við- skiptafræðingur. Barnabörnin eru 14 og barnabarnabörn 21. Andlát Egill Skúli Ingibergsson „Það er sérstaklega ánægjulegt að allt þetta fólk hafi getað komið og sameinast fjölskyldum sínum hér,“ segir Edda Ólafsdóttir, sem stýrir teymi samræmdrar móttöku flótta- fólks á velferðarsviði Reykjavík- urborgar. Hópur fólks frá Afganistan kom til Íslands í fyrradag og fá þau flest heimili í Reykjavík. Í hópnum eru 22 einstaklingar, þar af 14 börn, en flestir sameinast þeir öðrum fjölætt- ingjum hér á landi. Þeirra á meðal er barnungur sonur hjónanna Khairul- lah Yosufi og Zeba Sultani sem fjallað hefur verið um í Morg- unblaðinu. Í tilkynningu frá Reykja- víkurborg er rakið að fólkið kemur hingað til lands í kjölfar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda um að taka á móti allt að 120 einstaklingum frá Afganistan, vegna valdatöku Talíb- ana þar í landi. Morgunblaðið/Ásdís Endurfundir Zeba hitti son sinn aft- ur eftir langan aðskilnað í fyrradag. Stór hópur til Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.