Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021
_ Viggó Kristjánsson átti stórleik fyr-
ir Stuttgart gegn stórliðinu Kiel Wun-
derino-höllinni glæsilegu í Kiel í þýsku
1. deildinni í handknattleik í gær. Kiel
hafði betur 35:31 en Viggó var marka-
hæstur hjá Stuttgart með 8 mörk og
gaf einnig 10 stoðsendingar.
_ Ögmundur Kristinsson og Sverrir
Ingi Ingason komust í gær áfram í 8-
liða úrslit í grísku bikarkeppninni í
knattspyrnu. Ögmundur varði mark
Olympiacos sem vann Levadiakos 2:0
og samtals 4:3. Sverrir lék í vörninni
hjá PAOK sem sigraði Larissa 3:1 og
4:2 samtals.
_ Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari
Þýskalands, hefur valið nítján leik-
menn til að leika fyrir Þýskaland á EM
karla í handknattleik í janúar. Þjóð-
verjar munu spila í Slóvakíu og verða í
riðli með Austurríki, Póllandi og Hvíta-
Rússlandi. Alfreð teflir fram lítt
reyndu liði meðal annars vegna þess
að margir leikmenn gáfu ekki kost á
sér að þessu sinni. Þar spilar kór-
ónuveiran inn í og leikjaálag með fé-
lagsliðum. Tveir leikmenn leika utan
Þýskalands, með Kielce og Porto, en
aðrir í heimalandinu. Alfreð velur nú
nítján leikmenn og getur bætt einum
við því heimilt er að mæta með tutt-
ugu leikmenn í mótið. Hópinn er að
finna í frétt frá því í gær á mbl.is/
sport/handbolti.
_ Ferran Torres, landsliðsmaður
Spánar í knattspyrnu og leikmaður
Manchester City, er á leið til Barce-
lona. Samkomulag hefur tekist um
kaup Barcelona á þessum 21 árs
gamla framherja fyrir 46,7 milljónir
punda en hann kom til City frá Val-
encia á síðasta ári og hefur skorað 12
mörk í 22 landsleikjum fyrir Spán. Fyr-
ir City hefur hann skorað sjö mörk í 28
leikjum í úrvalsdeildinni.
_ Ítölsk lögregluyfirvöld gerðu húsleit
á skrifstofu ítalska knattspyrnufélags-
ins Inter Mílanó á þriðjudag. Lögreglan
rannsakar nú hvort forráðamenn fé-
lagsins hafi falsað reikninga sem snúa
að leikmannakaupum félagsins frá
2017 til ársins 2019. Í yfirlýsingu Inter
Mílanó kemur meðal annars fram að
enginn starfsmaður félagsins hafi ver-
ið handtekinn í leitinni og enginn hjá
félaginu liggi undir grun.
_ Körfuknattleikskonan Haiden Den-
ise Palmer hefur yfirgefið herbúðir
bikarmeistara Hauka en Karfan.is sem
greindi frá því í gær. Palmer, sem er
þrítug, skoraði 10 stig að meðaltali í
deildinni í vetur, ásamt því að taka tíu
fráköst og gefa átta stoðsendingar í
leik. Palmer varð bikarmeistari með
Haukum í upphafi tímabilsins.
Haukar eru sem stendur í fjórða sæti
úrvalsdeildarinnar, Subway-
deildarinnar, með 8 stig eftir átta spil-
aða leiki en liðið fyrir ofan Hauka;
Njarðvík, Fjölnir og Valur, hafa öll leik-
ið tíu eða ellefu leiki. Fé-
lagaskiptaglugginn verður
opnaður á nýjan leik í jan-
úar en næsti leikur Hauk
er gegn Breiðabliki 29. des-
ember.
Eitt
ogannað
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sex karlar og fjórar konur koma til
greina í kjörinu á íþróttamanni árs-
ins 2021 hjá Samtökum íþrótta-
fréttamanna. Atkvæðin hafa verið
talin og ljóst hvaða íþróttafólk hafn-
aði í efstu tíu sætunum. Úrslitin
verða opinberuð 29. desember.
Um leið kusu samtökin þjálfara
ársins 2021 og lið ársins 2021 en nú
er jafnframt skýrt frá því hverjir
fengu flest atkvæði í þeim kosn-
ingum, þrír efstu í hvoru kjöri og
birt í stafrófsröð.
Kjörið fer nú fram í 66. skipti en
samtökin hafa kosið íþróttamann
ársins samfleytt frá árinu 1956.
Þau tíu sem höfnuðu í efstu sæt-
unum í kjörinu eru í stafrófsröð:
Aron Pálmarsson handknattleiks-
maður hjá Aalborg í Danmörku varð
Evrópumeistari með Barcelona og
fór tvisvar í úrslit Meistaradeildar
með liðinu á tímabilinu. Hann varð
jafnframt spænskur meistari og bik-
armeistari með liðinu og var fyrirliði
landsliðsins þegar það tryggði sér
sæti á EM 2022.
Bjarki Már Elísson handknatt-
leiksmaður hjá Lemgo í Þýskalandi.
Hann varð þriðji markahæsti leik-
maður þýsku deildarinnar 2020-21
og þýskur bikarmeistari með
Lemgo. Hann var í lykilhlutverki
með landsliðinu á HM í Egyptalandi
og markahæsti leikmaður þess.
Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyft-
ingamaður úr Ármanni. Hann varð
heimsmeistari í réttstöðulyftu í
þungavigt en gerði ógilt í hinum
greinunum á HM og komst því ekki
á blað í samanlagðri keppni á
mótinu.
Kári Árnason knattspyrnumaður
úr Víkingi í Reykjavík. Hann var
burðarás í Víkingsliðinu sem varð
Íslandsmeistari og bikarmeistari og
þá lauk hann farsælum ferli með ís-
lenska landsliðinu með sínum 90.
landsleik í september.
Kolbrún Þöll Þorradóttir hópfim-
leikakona úr Stjörnunni. Hún var í
lykilhlutverki í kvennalandsliðinu
sem varð Evrópumeistari í hópfim-
leikum. Hún var valin í úrvalslið
mótsins og framkvæmdi eitt erfið-
asta stökk mótsins. Hún varð Ís-
lands- og bikarmeistari með Stjörn-
unni.
Kristín Þórhallsdóttir kraftlyft-
ingakona úr ÍA varð Evrópumeistari
í -84 kg flokki í klassískum kraftlyft-
ingum, setti þrjú Evrópumet á
mótinu og varð fyrst Íslendinga
Evrópumeistari í samanlögðu. Hún
fékk bronsverðlaun á heimsmeist-
aramótinu.
Martin Hermannsson körfuknatt-
leiksmaður hjá Valencia á Spáni.
Hann komst í undanúrslitin um
spænska meistaratitilinn með liðinu
og lék með því í Euroleague, næst-
sterkustu deild félagsliða í heimi.
Hann var í stóru hlutverki í mikil-
vægum sigri landsliðsins á Hollend-
ingum.
Ómar Ingi Magnússon handknatt-
leiksmaður hjá Magdeburg í Þýska-
landi. Hann varð markakóngur
þýsku deildarinnar 2021 og er áfram
meðal markahæstu manna deild-
arinnar í ósigrandi liði Magdeburg í
vetur, ásamt því að eiga næstflestar
stoðsendingar. Hann vann Evrópu-
deildina með liðinu og síðan heims-
meistaramót félagsliða þar sem
Magdeburg vann Barcelona í úr-
slitaleik.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir hand-
knattleikskona hjá KA/Þór á Akur-
eyri. Hún sneri heim eftir atvinnu-
mennsku og fór fyrir liði KA/Þórs
sem vann fjóra titla og varð Íslands-
og bikarmeistari í fyrsta sinn í sög-
unni. Hún er fyrirliði landsliðsins
sem fór vel af stað í undankeppni
EM.
Sveindís Jane Jónsdóttir knatt-
spyrnukona hjá Kristianstad í Sví-
þjóð. Hún er í stóru hlutverki hjá ís-
lenska landsliðinu og skoraði þrjú
mörk í undankeppni HM í haust.
Hún hóf atvinnumennskuna með
Kristianstad sem varð í þriðja sæti í
Svíþjóð og var önnur tveggja marka-
hæstu leikmanna liðsins.
Þjálfararnir þrír í stafrófsröð
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Ís-
lands- og bikarmeistara Víkings í
knattspyrnu karla.
Vésteinn Hafsteinsson sem þjálf-
aði gull- og silfurverðlaunahafa í
kringlukasti karla á Ólympíu-
leikunum í Tókýó.
Þórir Hergeirsson þjálfari norska
kvennalandsliðsins í handbolta sem
varð heimsmeistari og Evrópumeist-
ari og fékk bronsverðlaun á Ólymp-
íuleikunum.
Liðin þrjú í stafrófsröð
Íslenska kvennalandsliðið í hóp-
fimleikum sem varð Evrópumeist-
ari.
KA/Þór sem varð fjórfaldur
meistari í handknattleik kvenna
tímabilið 2020-21.
Víkingur úr Reykjavík sem varð
Íslands- og bikarmeistari karla í fót-
bolta 2021.
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Handbolti Aron Pálm-
arsson leikur með Aalborg.
Morgunblaðið/Unnur Karen
Handbolti Bjarki Már El-
ísson leikur með Lemgo.
Ljósmynd/Silja Úlfarsdóttir
Kraftlyftingar Júlían J.K.
Jóhannsson úr Ármanni.
Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrna Kári Árnason
leikur með Víkingi R.
Ljósmynd/FSÍ
Hópfimleikar Kolbrún Þöll
Þorradóttir úr Stjörnunni.
Ljósmynd/Kraft
Kraftlyftingar Kristín
Þórhallsdóttir úr ÍA.
Morgunblaðið/Hari
Körfubolti Martin Her-
mannsson frá Valencia.
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Handbolti Ómar Ingi Magn-
ússon úr Magdeburg.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Handbolti Rut Arnfjörð
Jónsdóttir úr KA/Þór.
Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrna Sveindís Jane
Jónsdóttir úr Kristianstad.
Ljósmynd/Kristinn Steinn
Knattspyrna Arnar Gunnlaugsson,
Íslands- og bikarmeistari.
AFP
Handknattleikur Þórir Hergeirs-
son, heims- og Evrópumeistari.
Morgunblaðið/Sindri
Frjálsíþróttir Vésteinn Haf-
steinsson, gull og silfur á ÓL.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Knattspyrna Víkingar úr Reykjavík urðu bæði
Íslands- og bikarmeistarar karla árið 2021.
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Handknattleikur KA/Þór varð Íslands- og bik-
armeistari kvenna og vann fjóra titla 2020-21.
Ljósmynd/Fimleikasambandið
Hópfimleikar Kvennalið Íslands varð
Evrópumeistari eftir harðan slag við Svía.
Tíu efstu í kjörinu 2021
Samtök íþróttafréttamanna útnefna íþróttamann ársins í 66. skipti 29. desember