Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 _ Viggó Kristjánsson átti stórleik fyr- ir Stuttgart gegn stórliðinu Kiel Wun- derino-höllinni glæsilegu í Kiel í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Kiel hafði betur 35:31 en Viggó var marka- hæstur hjá Stuttgart með 8 mörk og gaf einnig 10 stoðsendingar. _ Ögmundur Kristinsson og Sverrir Ingi Ingason komust í gær áfram í 8- liða úrslit í grísku bikarkeppninni í knattspyrnu. Ögmundur varði mark Olympiacos sem vann Levadiakos 2:0 og samtals 4:3. Sverrir lék í vörninni hjá PAOK sem sigraði Larissa 3:1 og 4:2 samtals. _ Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið nítján leik- menn til að leika fyrir Þýskaland á EM karla í handknattleik í janúar. Þjóð- verjar munu spila í Slóvakíu og verða í riðli með Austurríki, Póllandi og Hvíta- Rússlandi. Alfreð teflir fram lítt reyndu liði meðal annars vegna þess að margir leikmenn gáfu ekki kost á sér að þessu sinni. Þar spilar kór- ónuveiran inn í og leikjaálag með fé- lagsliðum. Tveir leikmenn leika utan Þýskalands, með Kielce og Porto, en aðrir í heimalandinu. Alfreð velur nú nítján leikmenn og getur bætt einum við því heimilt er að mæta með tutt- ugu leikmenn í mótið. Hópinn er að finna í frétt frá því í gær á mbl.is/ sport/handbolti. _ Ferran Torres, landsliðsmaður Spánar í knattspyrnu og leikmaður Manchester City, er á leið til Barce- lona. Samkomulag hefur tekist um kaup Barcelona á þessum 21 árs gamla framherja fyrir 46,7 milljónir punda en hann kom til City frá Val- encia á síðasta ári og hefur skorað 12 mörk í 22 landsleikjum fyrir Spán. Fyr- ir City hefur hann skorað sjö mörk í 28 leikjum í úrvalsdeildinni. _ Ítölsk lögregluyfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu ítalska knattspyrnufélags- ins Inter Mílanó á þriðjudag. Lögreglan rannsakar nú hvort forráðamenn fé- lagsins hafi falsað reikninga sem snúa að leikmannakaupum félagsins frá 2017 til ársins 2019. Í yfirlýsingu Inter Mílanó kemur meðal annars fram að enginn starfsmaður félagsins hafi ver- ið handtekinn í leitinni og enginn hjá félaginu liggi undir grun. _ Körfuknattleikskonan Haiden Den- ise Palmer hefur yfirgefið herbúðir bikarmeistara Hauka en Karfan.is sem greindi frá því í gær. Palmer, sem er þrítug, skoraði 10 stig að meðaltali í deildinni í vetur, ásamt því að taka tíu fráköst og gefa átta stoðsendingar í leik. Palmer varð bikarmeistari með Haukum í upphafi tímabilsins. Haukar eru sem stendur í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar, Subway- deildarinnar, með 8 stig eftir átta spil- aða leiki en liðið fyrir ofan Hauka; Njarðvík, Fjölnir og Valur, hafa öll leik- ið tíu eða ellefu leiki. Fé- lagaskiptaglugginn verður opnaður á nýjan leik í jan- úar en næsti leikur Hauk er gegn Breiðabliki 29. des- ember. Eitt ogannað ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sex karlar og fjórar konur koma til greina í kjörinu á íþróttamanni árs- ins 2021 hjá Samtökum íþrótta- fréttamanna. Atkvæðin hafa verið talin og ljóst hvaða íþróttafólk hafn- aði í efstu tíu sætunum. Úrslitin verða opinberuð 29. desember. Um leið kusu samtökin þjálfara ársins 2021 og lið ársins 2021 en nú er jafnframt skýrt frá því hverjir fengu flest atkvæði í þeim kosn- ingum, þrír efstu í hvoru kjöri og birt í stafrófsröð. Kjörið fer nú fram í 66. skipti en samtökin hafa kosið íþróttamann ársins samfleytt frá árinu 1956. Þau tíu sem höfnuðu í efstu sæt- unum í kjörinu eru í stafrófsröð: Aron Pálmarsson handknattleiks- maður hjá Aalborg í Danmörku varð Evrópumeistari með Barcelona og fór tvisvar í úrslit Meistaradeildar með liðinu á tímabilinu. Hann varð jafnframt spænskur meistari og bik- armeistari með liðinu og var fyrirliði landsliðsins þegar það tryggði sér sæti á EM 2022. Bjarki Már Elísson handknatt- leiksmaður hjá Lemgo í Þýskalandi. Hann varð þriðji markahæsti leik- maður þýsku deildarinnar 2020-21 og þýskur bikarmeistari með Lemgo. Hann var í lykilhlutverki með landsliðinu á HM í Egyptalandi og markahæsti leikmaður þess. Júlían J.K. Jóhannsson kraftlyft- ingamaður úr Ármanni. Hann varð heimsmeistari í réttstöðulyftu í þungavigt en gerði ógilt í hinum greinunum á HM og komst því ekki á blað í samanlagðri keppni á mótinu. Kári Árnason knattspyrnumaður úr Víkingi í Reykjavík. Hann var burðarás í Víkingsliðinu sem varð Íslandsmeistari og bikarmeistari og þá lauk hann farsælum ferli með ís- lenska landsliðinu með sínum 90. landsleik í september. Kolbrún Þöll Þorradóttir hópfim- leikakona úr Stjörnunni. Hún var í lykilhlutverki í kvennalandsliðinu sem varð Evrópumeistari í hópfim- leikum. Hún var valin í úrvalslið mótsins og framkvæmdi eitt erfið- asta stökk mótsins. Hún varð Ís- lands- og bikarmeistari með Stjörn- unni. Kristín Þórhallsdóttir kraftlyft- ingakona úr ÍA varð Evrópumeistari í -84 kg flokki í klassískum kraftlyft- ingum, setti þrjú Evrópumet á mótinu og varð fyrst Íslendinga Evrópumeistari í samanlögðu. Hún fékk bronsverðlaun á heimsmeist- aramótinu. Martin Hermannsson körfuknatt- leiksmaður hjá Valencia á Spáni. Hann komst í undanúrslitin um spænska meistaratitilinn með liðinu og lék með því í Euroleague, næst- sterkustu deild félagsliða í heimi. Hann var í stóru hlutverki í mikil- vægum sigri landsliðsins á Hollend- ingum. Ómar Ingi Magnússon handknatt- leiksmaður hjá Magdeburg í Þýska- landi. Hann varð markakóngur þýsku deildarinnar 2021 og er áfram meðal markahæstu manna deild- arinnar í ósigrandi liði Magdeburg í vetur, ásamt því að eiga næstflestar stoðsendingar. Hann vann Evrópu- deildina með liðinu og síðan heims- meistaramót félagsliða þar sem Magdeburg vann Barcelona í úr- slitaleik. Rut Arnfjörð Jónsdóttir hand- knattleikskona hjá KA/Þór á Akur- eyri. Hún sneri heim eftir atvinnu- mennsku og fór fyrir liði KA/Þórs sem vann fjóra titla og varð Íslands- og bikarmeistari í fyrsta sinn í sög- unni. Hún er fyrirliði landsliðsins sem fór vel af stað í undankeppni EM. Sveindís Jane Jónsdóttir knatt- spyrnukona hjá Kristianstad í Sví- þjóð. Hún er í stóru hlutverki hjá ís- lenska landsliðinu og skoraði þrjú mörk í undankeppni HM í haust. Hún hóf atvinnumennskuna með Kristianstad sem varð í þriðja sæti í Svíþjóð og var önnur tveggja marka- hæstu leikmanna liðsins. Þjálfararnir þrír í stafrófsröð Arnar Gunnlaugsson þjálfari Ís- lands- og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu karla. Vésteinn Hafsteinsson sem þjálf- aði gull- og silfurverðlaunahafa í kringlukasti karla á Ólympíu- leikunum í Tókýó. Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta sem varð heimsmeistari og Evrópumeist- ari og fékk bronsverðlaun á Ólymp- íuleikunum. Liðin þrjú í stafrófsröð Íslenska kvennalandsliðið í hóp- fimleikum sem varð Evrópumeist- ari. KA/Þór sem varð fjórfaldur meistari í handknattleik kvenna tímabilið 2020-21. Víkingur úr Reykjavík sem varð Íslands- og bikarmeistari karla í fót- bolta 2021. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Handbolti Aron Pálm- arsson leikur með Aalborg. Morgunblaðið/Unnur Karen Handbolti Bjarki Már El- ísson leikur með Lemgo. Ljósmynd/Silja Úlfarsdóttir Kraftlyftingar Júlían J.K. Jóhannsson úr Ármanni. Morgunblaðið/Eggert Knattspyrna Kári Árnason leikur með Víkingi R. Ljósmynd/FSÍ Hópfimleikar Kolbrún Þöll Þorradóttir úr Stjörnunni. Ljósmynd/Kraft Kraftlyftingar Kristín Þórhallsdóttir úr ÍA. Morgunblaðið/Hari Körfubolti Martin Her- mannsson frá Valencia. Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Handbolti Ómar Ingi Magn- ússon úr Magdeburg. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Handbolti Rut Arnfjörð Jónsdóttir úr KA/Þór. Morgunblaðið/Eggert Knattspyrna Sveindís Jane Jónsdóttir úr Kristianstad. Ljósmynd/Kristinn Steinn Knattspyrna Arnar Gunnlaugsson, Íslands- og bikarmeistari. AFP Handknattleikur Þórir Hergeirs- son, heims- og Evrópumeistari. Morgunblaðið/Sindri Frjálsíþróttir Vésteinn Haf- steinsson, gull og silfur á ÓL. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Knattspyrna Víkingar úr Reykjavík urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar karla árið 2021. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Handknattleikur KA/Þór varð Íslands- og bik- armeistari kvenna og vann fjóra titla 2020-21. Ljósmynd/Fimleikasambandið Hópfimleikar Kvennalið Íslands varð Evrópumeistari eftir harðan slag við Svía. Tíu efstu í kjörinu 2021 Samtök íþróttafréttamanna útnefna íþróttamann ársins í 66. skipti 29. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.