Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 VIÐTAL Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is „Velkominn til Noregs tvö,“ segir Ólafur Gunnar Högnason glettinn á svip þegar hann sækir blaðamann á flugvöllinn í Evenes í Nordland-fylki Noregs í byrjaðan desember. För- inni er heitið til ísfirskrar fjölskyldu í Bardufoss í Troms-fylki, langt norðan heimskautsbaugs. Húsmóð- irin þar á bæ er Guðrún Hrefna Sig- urðardóttir, vaktstjóri mötuneytis einna stærstu herbúða Noregs, Bardufoss leir, þar sem hún útbýr fjölda máltíða dag hvern fyrir 850 unga norska hermenn, sem ætlað er að verja landið öllum mögulegum ógnum, þar á meðal hugsanlegri inn- rás Rússa er gert hafa sig digra gagnvart ýmsum nágrannaríkjum hin síðustu misseri. Við frostmark Téður Ólafur Gunnar, Óli hér eft- ir, er eiginmaður Guðrúnar og með Noregi tvö vísar hann réttilega til þess að Suður- og Norður-Noregur eru eins og tvö lönd, blaðamaður á bágt með að verjast hrolli í nær 30 stiga frosti þrátt fyrir úlpu og ís- lenskt viðhorf, hitinn við flugtak í Ósló fyrr um daginn var við frost- mark. Norður-Noregur er sann- arlega ólíkur heimur, aksturinn frá Evenes, skammt frá bænum Narvik, er nasistar gerðu frægan í nafntog- aðri orrustu síðari heimsstyrjald- arinnar, tekur á þriðju klukkustund. „Þetta er nú bara skottúr,“ segir Óli og hlær dátt, í Troms þykja 200 kíló- metrar engin vegalengd. „Þú skreppur ekkert eftir mjólk hérna,“ segir húsmóðirin Guðrún þegar við Ólafur stígum loksins inn í hlýjuna í vistlegu einbýlishúsi þeirra og tök- um að ræða lífshlaup þessara gest- risnu hjóna í Noregi hvar þau eiga enn fremur þrjú börn. Mætir eldsnemma Við hefjum frásögnina þó á vinnu- degi Guðrúnar, en eftir því sem við komumst næst eru hún og Runný Ólafsdóttir, dóttir þeirra Ólafs, einu íslensku ríkisborgararnir sem fast- ráðnir eru í vinnu hjá norska hern- um. Klukkan rúmlega fimm um morgun aka Guðrún og blaðamaður á vinnustað Guðrúnar, mötuneyti hersins. Þar er sko engin lognmolla fram undan, jólahlaðborð fyrir tæp- lega þúsund vaktmenn konungsrík- isins Noregs daginn eftir. „Þú verður að fara í kokkagalla, öðruvísi verður þér ekki hleypt inn í eldhúsið,“ segir Guðrún við blaða- mann. „Hver, ég?“ spyr undirritaður og glápir á Ísfirðinginn eins og andatrúarmaður á útfrymi. „Ég sé engan annan hér,“ svarar Guðrún og getur ekki varist brosi. Lendingin verður sú að blaðamaður smokrar sér í hvítan alklæðnað, fær sér kaffi- bolla og gengur fram í eldhús. Þar er sko engin lognmolla. „Við byrjum á að undirbúa morgunverðinn, sem er núna rétt strax, svo förum við í mat- inn fyrir jólahlaðborðið, þar megum við engan tíma missa,“ segir Guðrún ákveðin, „við erum með tæplega þús- und manns í mat.“ Bóklærð þekking Undirmenn hennar ganga í eld- húsið einn af öðrum, átta manns á vakt, fullmannað, þar á meðal eru kokkalærlingarnir og herstelpurnar Mona Rønning Bakås og Iris Marie Mættu með 3.500 krónur í Norrænu - Líklega eini íslenski ríkisborgarinn sem fastráðinn er í norska hernum - Eldar ofan í hátt í þús- und manns á dag - Gátu ekki hugsað sér að fara í kirkju í Súðavík - 200 km akstur er ekki neitt Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Vaktin Guðrún og Runný dóttir hennar ásamt samstarfsfólki í Bardufoss-herbúðunum í Troms sem Guðrún stjórnar eins og herforingi. Blaðamaður var settur í að saxa niður humar og gleymir seint. Herstelpurnar Mona Rønning Bakås og Iris Marie Pedersen voru gestrisnar. 5 SJÁ SÍÐU 30 Allt í hers höndum – Guðrún Hrefna er yfirmaður í norska hernum # a ll ir ú ta ð le ik a 20% afsláttur af skíðapökkum Þú færð jólagjöfina hjá okkur Selásbraut 98, 110 Reykjavík, sími 419 7300, sportval.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.