Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Pedersen, hernaður kallar á ýmsar stöður, þar á meðal matreiðslufólk, og Guðrún, sem einmitt er kokkur að mennt, byrjar á að yfirheyra lær- lingana um hvernig kalkún er mat- reiddur, kjarnhita og önnur fræði. Stúlkurnar svara af bóklærðri þekk- ingu og blaðamaður fetar sig út í horn með kaffibollann. Sá friður varir ekki lengi. „Þú verður eiginlega að hjálpa okkur,“ úrskurðar Guðrún, „við erum fáliðuð og þurfum að skera allan þennan humar,“ heldur hún áfram, rúllar heilli stæðu af frosnum kanadískum humri í hendur blaðamanns, með augum, fálmurum og öllu, fer yfir hvernig meltingarvegurinn og enda- þarmurinn er fjarlægt og skilur blaðamann eftir skelfingu lostinn, vopnaðan eggvopni og svuntu. Þarna fékk sá er hér ritar fyrsta áfallið þennan dag – ekki það síðasta. Næst mættu 800 barnungir her- menn í morgunmat, sá minnsti þeirra stúlka um 160 sentimetrar á hæð vopnuð að minnsta kosti jafn- löngum hríðskotariffli sem hún lagði frá sér í þar til gert statíf eins og ekkert væri. Blaðamaður laumaðist inn í hliðarherbergi og settist skelf- ingu lostinn út í horn þar. Svo fór þetta nú að skána. Litla herstelpan og kokkaneminn Iris Marie færði blaðamanni kaffibolla og tjáði honum að svona væri lífið bara í norska hernum, vopn og agi. Deyðu fyrir fósturjörðina, hún er ekki að fara að deyja fyrir þig. Nema hvað? Klukkutíma akstur Að lokum fór landið að smárísa. Hinir og þessir gáfu sig á tal við blaðamanninn frá Íslandi, dálítið for- vitnir. Allt í einu varð norski herinn bara ákaflega viðkunnanlegur, ein- hver börn í felulitum, ósköp sæt og indæl. Svo lauk vakt Guðrúnar og við ókum heim, tæplega klukkutíma akstur, það þykir nú ekki mikið í Norður-Noregi. Líklega hef ég samt aldrei lyst á humri aftur. Þar með hefst viðtalið, í tæplega 30 stiga frosti í notalegu einbýlishúsi Guðrúnar og Ólafs. Húsfreyjan er ákaflega gestrisin, býður upp á hreindýr og rauðvín, börn, makar og gæludýr koma í heimsókn og það er bara virkilega gaman í þessari heim- sókn lengst norður. En hvernig stendur á þessari búsetu? Ömurleg dönskukennsla „Við Óli erum frá Ísafirði og við lifðum nú bara hálfgerðu verbúðalífi, fengum frí í skólanum til að vinna í frystihúsinu,“ segir Guðrún og hlær af innileika. „Við fengum nú ekkert bestu kennarana vestur á firði, þang- að komu sumir sem fengu ekki stöð- ur í Reykjavík og dönskukennslan var nú bara ömurleg skal ég segja þér,“ heldur húsmóðirin áfram, sem í dag talar þó reiprennandi norsku. Blaðamann fýsir að vita hvernig þessi stórskemmtilegu og gestrisnu hjón kynntust. Óli verður til svars í fyrsta sinn í viðtalinu, „Í skólanum bara,“ segir hann, sýgur vape-pípu sína, lítur hugsandi út um glugga þakinn frostrósum og á við barna- skólann á Ísafirði. „Við vorum bara hópur af krökkum, það var efri bær- inn og neðri bærinn eins og það var kallað,“ tekur Guðrún við. „Ég tók svo einn bekk í Menntaskólanum á Ísafirði, ég hafði ekkert að gera í skóla, ég vildi bara fara að vinna,“ segir Guðrún og lítur djúpt í augu blaðamanns. „Þú ert bara settur í vinnu, ég fór bara í frystihúsið eins og flestir.“ Vestfirðingar vita hvað skiptir máli í lífinu. Þau Óli bjuggu enn fremur um tíma í Súðavík, þar sem hann starf- aði sem vélstjóri í rækjuvinnslunni, og voru búsett þar þegar snjóflóðið féll í janúar 1995, einn mesti harm- leikur sem íslensk þjóð hefur horfst í augu við. „Það var óskaplega erfitt og ég veit ekki hvort ég er tilbúin að tala mikið um þann atburð. Ég svaf ekki eina nótt þar eftir snjóflóðið,“ segir Guðrún alvöruþrungin. „Við höfðum ekki þessar rætur sem Súð- víkingar höfðu, fólk missti allt sitt þarna og við sem vorum aðflutt, Ís- firðingar, okkur fannst við vera að yfirgnæfa annarra manna sorg, við áttum börn á lífi og sluppum frá þessu. Maður áttar sig kannski ekki á þessu fyrr en 25 árum síðar hvað maður var upptekinn af því að leyfa þeim sem báru þyngstu sorgirnar að eiga þær í friði. Fólk missti börnin sín og heimili og þetta er bara of- boðslega viðkvæmt mál það sem gerðist þarna,“ segir húsmóðirin al- vöruþrungin. „Ég gat ekki hugsað mér að fara í kirkju, ég vildi ekki skíra barnið mitt af því að mér fannst ég vera að gera lítið úr sorg bæjarbúa með því að fara í kirkju,“ heldur hún áfram og blaðamaður á fá svör við þessari hreinskilnu frásögn. Guðrún hefur allt sitt atvinnulíf unnið við matvæli, en Óli er logsuðu- maður, smíðar gáma hjá fyrirtæki sem er tugi kílómetra frá Bardufoss, en hér þykja tugir kílómetra reynd- ar ekki neitt. Þau fluttu svo til Nor- egs árið 2002. Á röngunni við núllið „Óli vann sex daga vikunnar í Járni og blikki í Kópavogi og ég vann nánast allan sólarhringinn en samt áttum við ekki ofan í okkur að éta. Ef þú ferð röngum megin við núllið á Ís- landi áttu þér ekki viðreisnar von,“ segir Guðrún þungbúin. Að lokum gáfust þau upp á baslinu. „Ákvörðun okkar um að flytja var tekin 2001, en þá var pabbi að koma úr hjartaað- gerð, ég gat ekki skilað hann eftir í því ástandi,“ rifjar hún upp. „Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera betra að flytja til Noregs eða Danmerkur frekar en að vera hérna í þessu striti,“ segir Guðrú og fylgir þar hugur augljóslega máli. „Við mættum í Norrænu með 3.500 norskar krónur, við vorum alveg á hausnum. Við gerðum okkur enga grein fyrir hvað bensín kostaði í Noregi, né hvað matur kostaði þar. Við áttum ekki krónu,“ segir vakt- stjórinn hjá norska hernum, greini- lega veraldarvanari í dag. „Æ Óli, getur þú ekki sagt frá þessu?“ biður Guðrún og Óli tekur við. „Ha ha, jú ég get það svo sem, ég fékk lánaðan bíl hjá nágrönnum mínum og var svo að sækja um vinnu og ég sagði bara við þá reddið mér bara húsnæði og ég kem og vinn.“ Þessu björguðu þau Vestfirðingarnir strax, vant fólk. Hér tekur Guðrún við: „Við vorum ekkert vön því að sækja um vinnu, fyrir vestan þekkti maður bara mann og hlutirnir redduðust bara,“ og þau hjónin skellihlæja bæði, enda hið skemmtnasta fólk. Þessari frá- bæru heimsókn lauk í tæplega 30 stiga frosti með ökuferð til baka til flugvallarins í Evenes eftir þriggja daga heimsókn hjá rammíslenskum yfirmanni í norska hernum og fjöl- skyldu hennar, sönnum vestfirskum nöglum. Við látum þessari frásögn lokið hér, en lengri útgáfu af viðtal- inu má nálgast á mbl.is um jólin. Og gleðileg jól frá Bardufoss, langt norðan heimskautsbaugs. Morgunblaðið/Atli Steinn Guðmundsson Mötuneytið Guðrún er með hátt í þúsund hermenn í mat á dag. Blaðamaður var settur beint í vinnu og bíður þess varla bætur meðan moldir og menn lifa. Fjölskyldan Guðrún, Runný og Óli, ákaflega gestristið fólk í Troms sem tók blaðamanni frá Íslandi opnum örmum. Allt í hers höndum – Guðrún Hrefna er yfirmaður í norska hernum Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu Sími 567 4949 | bilahollin.is Sími 587 1390 | bilarydvorn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.