Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 STUÐIÐ ER Í VINNUNNI NÝR RAFMAGNS SENDIBÍLL Vivaro-e er einn fullkomnasti atvinnu– rafmagnsbílinn á markaðnum. Með honum velur þú að marka grænt fótspor með þínum atvinnurekstri. 100% RAFMAGN RAFHLAÐA, HLEÐSLA OG DRÆGNI Nú kemur ekkert í veg fyrir að það sé hægt að nota rafmagnsbíla í atvinnurekstri. Vivaro-e hefur svipaða burðagetu og vörurými og hefðbundinn sendibíll en er mikið hagkvæmari í rekstri. Mótor: 100 kW Rafhlaða: 50/75 kWh Drægni: 231/330 km. (WLTP) BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 BB, betri bílar Akureyri Njarðarnesi 12 Sími: 534 7200 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 VIVARO-E VERÐ FRÁ AÐEINS: 5.290.000 KR. LANGTÍMALEIGA FRÁ: 129.600 KR. Á MÁNUÐI. B irt m e ð fy rirv a ra u m m y n d - o g t e x ta b re n g l. B íll á m y n d e r m e ð a u k a b ú n a ð i. TILBÚIN TIL AFHENDINGAR STRAX! NÝTTU ÞÉR SKATTALEGT HAGRÆÐI ÁRSINS SEM ER AÐ LÍÐA! Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is M egnið af þessum kon- um þekkti ég ekki með nafni, þótt þarna séu innan um kunnuglegar konur, eins og Tove Jansson, mamma Múmínálfanna og Josephine Baker sviðslistakona og andspyrnukona. Ég vissi til dæmis ekki að Hedy Lamarr leikkona væri líka uppfinn- ingamaður og hefði fundið upp tæknina að baki þráðlausu neti, sem er rosalega merkilegt,“ segir Sverrir Norland, þýðandi mynda- sögubókarinnar Eldhuga eftir Pénélope Bagi- eu, en AM forlag gefur út, sem er í eigu Sverris og eiginkonu hans Cerise Fontaine. Í bók þessari eru þrjátíu hraðar sögur um stórkost- legar konur, sú elsta var uppi á fjórðu öld fyrir Krist en nokkrar eru enn á lífi. Sverrir segir að allar ólíku konurnar í bókinni eigi það sameig- inlegt að hafa ekki látið væntingar samfélagsins aftra sér frá því að gera það sem þeim fannst þær verða að gera til að verða að þeirri mann- eskju sem þær vildu verða. „Þær eru þrautseigar og rísa upp, hvort sem það er Tove sem átti að verða húsmóðir en vildi miklu frekar verða listakona og var í löngu ástarsambandi með konu, sem var ögrandi á sínum tíma, eða Sonita rappari í Afganistan. Nú eða Franc- es Glessner Lee, frumkvöðull í gerð örsmárra glæpalíkana, en bróðir hennar og aðrir hámenntaðir karlar hunsuðu hana þótt hún hafi verið miklu klárari en þeir. Þannig er það eiginlega í öllum sögunum; það er ekki búist við því að þessar konur geti eitthvað, sem þær þó augljós- lega geta betur en flestir ef ekki allir aðrir. Þær láta ekkert stöðva sig og þurfa að berjast.“ Agnodice dulbjóst sem karl Sverrir segir bókina hluta af bylgju undanfarinna ára þar sem fortíðin hefur verið endurskoðuð og sagan sögð upp á nýtt út frá sjónar- hóli kvenna. „Í þessari bók er aldrei verið að hampa konum bara af því þær eru konur, heldur er verið að draga fram magnaðar manneskjur og sýna hlut- skipti þeirra, erfiðleika og breysk- leika, en líka hæfileika og snilligáfu á innblásandi hátt. Þarna er ekki inn- antómur lofsöngur um þessar ein- stöku konur eða predikun, heldur eru þær áhugaverðar manneskjur. Við vitum svo mikið um svo marga karla, jafnvel þá sem gerðu ekki einu sinni neitt merkilegt. Þess vegna þarf að draga fram þessar kvenfyr- irmyndir,“ segir Sverrir og bætir við að konurnar í bókinni hegði sér eins og þeim finnst að þær eigi að gera. „Þær eru á sínum forsendum, frekar en að reyna að vera ígildi karls eða glataðrar hugmyndar um karl.“ Hann segir bókina einnig fela í sér svolítið yfirlit yfir mannkyns- sögu síðustu alda, því þar sé hægt að læra um ólíka staði í heiminum, ólík tímabil, aðra menningu og fleira. „Agnodice sem fæddist á fjórðu öld fyrir Krist í Aþenu, hún var kvensjúkdómalæknir, en átti ekki að fá að starfa sem læknir af því það var einungis fyrir karla. Hún lét það ekki stöðva sig, blekkti þá, dulbjóst sem karl og hafði sitt fram og bjarg- aði ótal mannslífum. Keisaraynjan Wu Zetian fæddist 624 og ríkti yfir Kína, en valdatími hennar var eitt mesta blómaskeið í sögu Kína. Allt var á móti henni en hún hélt ótrauð áfram og lét ekkert stöðva sig. Síð- asta sagan í bókinni er um Peggy Guggenheim, sem fæddist við lok nítjándu aldar og var kölluð ástkona nútímalistar. Hún var rosalega merkileg kona. Hún vílaði ekki fyrir sér að sofa hjá öllum listamönnunum sem voru háðir henni fjárhagslega, sem margir karlmenn hafa löngum leyft sér, en þegar hún gerði það, þá var það hneyksli.“ Handskrifaði allan textann Sverrir segir að Pénélope Bagieu sé þekktur franskur mynda- söguhöfundur og teiknari. „Í Frakk- landi er mikil myndasagnaútgafa og fólk á öllum aldri les myndabækur og þær njóta virðingar. Í myndum Pénélope er mikil leikgleði og sögur hennar hafa leiftrandi húmor en líka dýpt. Hún bjó úti í New York á sama tíma og við Cerise og við hitt- um hana einu sinni í hófi þar. Bók hennar um eldhugana á upphaf sitt í því að hún teiknaði sögur um líf þessara kvenna fyrir fullorðna les- endur hjá Le Monde-dagblaðinu í Frakklandi. Þar sló þetta í gegn, enda eru þessar sögur meistaralega sagðar, skrifaðar og teiknaðar, krafturinn og innlifunin í þeim alveg einstök. Pénélope gerði í framhald- inu tvær bækur úr þessum sögum, sem slógu í gegn á heimsvísu og hafa verið þýddar á mörg tungumál. Við Cerise ákváðum að steypa þeim saman í eina bók í okkar þýðingu,“ segir Sverrir og bætir við að Cerise hafi handskrifað allan texta inn á teikningarnar. „Vissulega var það brjálæðisleg vinna, en Cerise, sem er frönsk og vön myndasagnahefðinni, fannst óviðunandi að tölvusetja textann. Þetta skiptir máli því upplifunin á bókinni er sjónræn og handskriftin er miklu fallegri en tölvusettur texti. Handskrift hennar er hluti af hug- mynd okkur um að leggja alúð í allar bækur sem við gefum út hjá AM for- lagi. Við viljum ekki velja ódýrustu eða einföldustu leiðina, við gerum ýmislegt sem gengur þvert á skyn- semina,“ segir Sverrir og tekur fram að bókin Eldhugar sé fullorð- insbók en stálpaðir krakkar og ung- lingar hafi gleypt hana í sig. „Mér finnst svo skemmtilegt við þessar sögur hversu hnitmiðaðar þær eru. Þær fanga svo margt í fáum strokum, bæði með texta og myndum, en samt líður manni eftir hverja sögu eins og maður hafi ferðast óravegu með hverri persónu og kynnst henni náið. Ég öfunda þá sem semja myndasögur af því hvernig þeir geta miðlað sögum, þar er hægt að miðla miklu með útliti fólks á myndum, stellingu, svip og fleiru. Myndasöguformið sameinar allt það besta úr myndlist, kvik- myndum og sagnalist. Myndasögur eru oft miklu dýpri og betur skrif- aðar en einhverjir hátimbraðir skáldsögudoðrantar,“ segir Sverrir og bætir við að á RÚV hafi undan- farið verið sýnd teiknimyndaröð, Eldhugar, byggð á bókinni og ætluð fyrir aðeins yngri krakka. Draga fram magnaðar manneskjur „Þær eru þrautseigar og rísa upp, láta ekkert stöðva sig,“ segir Sverrir Norland um konurnar í Eldhugum. Þar eru m.a. Apasjí- stríðskona, hafmeyja í Hollywood, rappari frá Afganistan og glæpa- drottning á Indlandi. Morgunblaðið/Eggert Sverrir og Cerise „Við vilj- um ekki velja ódýrustu eða einföldustu leiðina, við ger- um ýmislegt sem gengur þvert á skynsemina.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.