Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 23.12.2021, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna! Farðu inn á mbl.is/happatala, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. 52 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Katla Margrét Þorgeirsdóttir, leik- kona og söngkona, hefur haft mikið fyrir stafni upp á síðkastið. Gaf hún meðal annars út jólaplötu á dög- unum ásamt hljómsveit sinni Heim- ilistónum og tók þátt í einhverjum stærstu tónleikum ársins, Jólagest- um Björgvins, á laugardag. Er hún að auki einn af höfundum áramóta- skaupsins sem margir bíða í ofvæni eftir en hún lék einnig í Hraðfréttum á RÚV á dögunum ásamt biskupi Ís- lands. Katla mætti í Síðdegisþáttinn á K100 í vikunni og ræddi þar um allt og ekkert við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars. Hefði ekki verið gerlegt „Ég er í æfingafríi fram í janúar frá leikhúsinu. Annars hefði þetta ekki verið gerlegt,“ sagði Katla í við- talinu spurð út í það hversu mikið hefði verið að gera hjá henni upp á síðkastið. Hún benti þó að Ólafía Hrönn Jónsdóttir eða Lolla eins og hún er kölluð hefði verið í tveimur leiksýningum sama dag og Heim- ilistónar sungu á Jólagestum Björg- vins. „Hún var bara í ofsaakstri til að komast og breyta um gervi og fara upp á svið,“ sagði Katla sem segir það hafa verið kraftaverk að hún náði þessu en með þeim Lollu eru í hljómsveitinni leikkonurnar Elva Ósk Ólafsdóttir og Vigdís Gunn- arsdóttir. Þær fóru sannarlega á kostum á tónleikunum þar sem þær fluttu nýja lagið sitt Anda inn sem lýsir upplifun margra í jólaamstrinu í desember á gamansaman hátt. Lagið er að finna á nýrri plötu Heim- ilistóna, plötunni „Rugl góð jólalög“, sem finna má meðal annars á Spotify en platan var tekin upp í sumar. „Þá fórum við að heimsækja Vigni Snæ, sem er alveg úrvalsnáungi, og tókum upp eitt stykki jólaplötu á haustdögum, seint um sumar. Vor- um allar búnar að vera heima hjá okkur að semja,“ sagði Katla. Upplifun að stíga á svið Katla lýsti því hvernig var að stíga á svið á þeim gríðarstóru tónleikum sem Jólavinir Björgvins eru. „Þegar við stóðum í stiganum á bak við gospelkórinn, kór Kársnes- skóla, strengjasveitina og karlakór- inn – ég horfði svona aftan á fólk og vissi að ég væri að fara að labba fram á sviðið. Það voru svolítið margir í salnum – þá leit ég svona á stelp- urnar: Af hverju erum við að þessu? Hvaða andskotans rugl er þetta? En svo kemur maður bara fram og syng- ur og þá gleymir maður sér,“ lýsti Katla í þættinum. Getum ekki sniðgengið Covid Sagðist hún ekki vera neitt sér- staklega stressuð fyrir áramóta- skaupinu sem landsmenn nánast all- ir sem einn bíða spenntir eftir að sjá á gamlárskvöld. „Af því að ég var í svo góðum hópi og ég ætla bara að treysta því að það virki. Reynir Lyngdal er frábær leik- stjóri þannig að það væri eitthvað skrítið ef þetta myndi klikka eitt- hvað mikið,“ sagði Katla. „Þetta var gott í fyrra en þá var sama fólk nán- ast í brúnni,“ sagði Katla sem segist hafa notið sín vel á gamlárskvöldi í fyrra enda hafi fáir kvartað yfir skaupinu. Hún viðurkennir þó að þar sem ástandið varðandi kórónuveiru- faraldur hafi lítið breyst síðan síðast þurfi fólk að búast við fleiri brönd- urum um veiruástandið. „Við getum ekki sniðgengið Co- vid. Það væri skrítið,“ sagði hún. Biskup Íslands spunakona Katla sagðist hafa notið þess að leika í Hraðfréttum á RÚV dög- unum en þar var hún í grínatriði ásamt biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur, sem sló í gegn. „Það var ofsalega gaman og gerð- ist mjög hratt eins og er þeirra sið- ur. Þeir höfðu samband svona kortéri áður,“ sagði Katla glettnislega. Sagði hún Agnesi hafa verið alveg frábæra. „Hún vissi ekkert hvað hún var að fara að gera. Hún er bara svona spunakona. Hún var alveg frábær. Þetta var bara gert á staðnum. Tak- ið eftir því,“ sagði Katla. „Væri skrítið ef þetta myndi klikka“ Katla Margrét Þorgeir- dóttir leikkona lætur sér ekki leiðast í desember en hún hefur haft nóg fyrir stafni og ræddi málin í Síðdegis- þættinum í vikunni. Ljósmynd/OlgaHd Fjölhæf Katla Margrét hefur staðið í ýmsu upp á síðkastið en hún er ekki kvíðin yfir væntanlegu ára- mótaskaupi sem margir bíða í ofvæni eftir. Ljósmynd/Hanna Andrésdóttir Anda inn Heimilistónar hvetja fólk til að anda inn í desember í nýju jólalagi sem finna má á plötunni Rugl góð jólalög. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Aðfangadagur gengur loks í garð á morg- un en ljóst er að jólin verða með öðru sniði en venjulega fyrir allmarga sem ann- aðhvort þurfa að verja hátíðunum í ein- angrun eða í sóttkví. Sigmar Guðmundsson fyrrverandi fjölmiðlamaður er einn þeirra þingmanna Viðreisnar sem smituðust af Covid-19 á dögunum og er öll hans fjöl- skylda einnig smituð. Það má segja að það hafi orðið þeim til happs að þau verji jól- unum að minnsta kosti saman öll. Utan- landsferðin sem var í kortunum yfir hátíð- arnar er því úr sögunni hjá fjölskyldunni. Sigmar fékk af því tilefni að velja sér óska- lag í dagskrárliðnum Óskalag Covid- sjúklinga í Síðdegisþættinum en þar ræddi hann jafnframt um líðan sína og ástandið allt. Þríbólusettur og nánast einkennalaus „Ég er þríbólusettur þannig að þetta lít- ur alveg ágætlega út hjá mér. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta, út frá einkennum eða slíku,“ sagði Sigmar, sem finnur lítil sem engin einkenni af sjúkdómnum. Hann segir smitið þó hafa komið upp á versta tíma augljóslega – rétt fyrir jól og auðvitað rétt eftir að hann sjálfur byrjaði á þingi, í nýju starfi sem hann segist kunna mjög vel við. „Veiran er úti um allt eins og við sjáum á tölunum,“ sagði Sigmar. „Ég var að vonast til þess að fólkið mitt kæmist út um jólin, en svo smitaðist það allt. Við erum fjögur saman hér í einangrun,“ sagði Sigmar sem ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars símleiðis frá heimili sínu. „Það er ótrúlegur fjöldi sem verður í ein- angrun um jólin. Alveg svakalegur fjöldi,“ bætti hann við en hann ákvað að velja lag sem hann kallar lag fjölskyldunnar sem óskalag sitt í þættinum. Dansar inni í stofu við ABBA „Við erum náttúrlega lokuð inni fjöl- skyldan svo mér finnst ekki annað við hæfi en að velja lag sem er eiginlega lagið okkar fjölskyldunnar. Þetta er lag af nýju plötunni með ABBA,“ sagði Sigmar og kom þeim Sigga og Loga á óvart með vali sínu. „Þetta er lag sem konan mín setur oft á fóninn og hækkar vel í þegar hún vaknar á morgnana og dansar svolítið með inni í stofu,“ lýsti hann glaðlega en lagið sem hann valdi er að sjálfsögðu Don’t Shut Me Down með ABBA sem segja má að sé vel viðeig- andi val miðað við aðstæður. Einangrunarjólin miklu Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar mun verja jólunum í einangrun að þessu sinni eins og fjölmargir landsmenn en hann missir meðal annars af utanlandsferð með fjölskyldunni vegna Covid-smits. Hann fékk að velja óskalag í Óskalagi Covid-sjúklinga í Síðdegisþættinum af því tilefni og valdi vinsælt lag sem hann kallar „lag fjölskyldunnar“. Morgunablaðið/Hallur Nýbyrjaður Sigmar er nýbyrjaður í nýju starfi sem þingmaður og vara- formaður Viðreisnar en hann smitaðist af Covid-19 núna nýverið og ver jólunum ásamt fjölskyldunni í einangrun eins og fjölmargir landsmenn. AFP Fjölskyldulagið Sigmar valdi óskalagið Don’t Shut Me Down af nýrri plötu ABBA en fjölskyldan getur vonandi dansað saman við það yfir hátíðirnar þrátt fyrir það að vera í einangrun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.