Morgunblaðið - 23.12.2021, Side 2

Morgunblaðið - 23.12.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 595 1000 Jólagjafabréf Heimsferða komin í sölu! 10.000 og færð 15.000 20.000 og færð 30.000 40.000 og færð 60.000 Gefðu góðar minningar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Auðvitað er maður pirraður yfir þessu en við erum alla vega með op- ið og með snjó og þá er maður í skýjunum að fá að geta fengið fólk til sín í fjallið í stað þess að hanga hérna einn og bora í nefið,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla. Hann segist vera dauð- feginn að fá að hafa skíðasvæðið opið í ljósi nýrra sóttvarnaaðgerða. Um sjö þúsund manns voru á skíða- svæðinu í ár á þeirra stærsta degi og miðað við það má skíðasvæðið því taka við helmingi þess fjölda. Einar segir þó skíðavæðið ekki sjá ástæðu til að taka á móti þeim fjölda og að á sama tíma í fyrra hafi verið um eitt þúsund manns á dag. „Grímuskylda er í röðum og inn á klósettin og við sótthreinsum diskana á lyftunum á kvöldin og sætin í stólalyftunum.“ rebekka@mbl.is Skíðað í Bláfjöllum þrátt fyrir takmarkanir Dauðfeg- inn að fá að hafa opið Morgunblaðið/Árni Sæberg Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Síðdegis 21. desember hófst hrina smáskjálfta norðaustur af Geldinga- dölum. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum óvissustigi almanna- varna vegna skjálftanna. Í gær- kvöldi höfðu mælst um 1.250 jarð- skjálftar á tveimur sólarhringum og þar af voru 35 stærri en 3. Þá breytti Veðurstofan fluglitakóða í appelsínugulan í en við það er eld- stöð sögð sýna aukna virkni og vax- andi líkur á eldgosi. „Þetta heldur spennunni gang- andi,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Ís- lands. Hann segir ekki hægt að segja til um hvort eldgos muni hefj- ast á þessu stigi en kvikusöfnin er á sex til sjö kílómetra dýpi og að hún orsaki að öllum líkindum skjálfta- virknina „Ég á von á því að kvikan hafi verið að safnast þar fyrir und- anfarna þrjá mánuði í rólegheitun- um, ef það heldur áfram þá vænt- anlega endar það í gosi,“ segir Þorvaldur og bætir við að það geti tekið einhvern tíma. Lint og gaddfreðið smjör Hann segir að dýpið á kvikunni sé í sjálfu sér ekki mikið og að ástæða þess að kvikan safnist nú á þessu dýpi sé að þar séu skil svokallaðrar deig skorpu og stökkrar skorpu. „Deig skorpan er svona eins og lint smjör en stökka skorpan er eins og gaddfreðið smjör. Mörkin á milli þessa tveggja getur oft orðið til þess að það myndist þröskuldur fyrir kvikuna vegna þess að hún er ekki nægilega létt.“ En þarf kvikan ekki að leita eitt- hvert? „Ef flæðið að neðan heldur áfram og ef yfirþrýstingurinn er nægilega mikill til að opna leið fyrir kvikuna til yfirborðs þá verður gos en ef hann nær ekki því stigi þá verður ekki gos heldur innskot á einhverju dýpi. Við vitum ekki hvort verður eins og er.“ Nýtt eldgos Þrír mánuðir eru síðan síðast sást hraunflæði úr gígnum við Fagra- dalsfjall og hafði goshrinan þá staðið yfir í sex mánuði. Þorvaldur segir að ef gos myndi hefjast að nýju yrði að öllum líkindum talað um nýjan at- burð. „Það er þó alveg þekkt í sög- unni að eldgos hafa stoppað í nokkra mánuði, til dæmis Kröflueldar, þetta er bara skilgreiningaratriði. Nátt- úrunni er í sjálfu sér alveg sama ef við köllum þetta eitt gos eða tvö gos,“ segir hann. Suðurstrandarvegur í hættu Þorvaldur segist ekki reikna með að nýtt kvikurennsli yrði meiri en áður hefur sést. Hann segir því að Grindvíkingar geti setið nokkuð ró- legir eins og staðan er í dag vegna eldgoss. „Það sem veldur manni mestu hugarangri varðandi þetta er að skjálftahrinan er að teygja sig að- eins sunnar en hún hefur gert áður, ef það er einhver vísbending á hvar kvikan gæti komið upp þá gæti Suð- urstrandarvegurinn verið í verulegri hættu.“ Kvikusöfnun heldur mönnum á tánum Ný skjálftahrina á Reykjanesskaga Lo ft m yn d ir eh f. Grindavík Keilir Krýsuvík Fagradals- fjall 4,9 4,0 4,2 4,1 Skjálftar í gær 3,5 og stærri Kl. Stærð Kl. 17:14 3,5 Kl. 13:31 3,8 Kl. 09:59 4,0 Kl. 09:23 4,9 Kl. 09:13 4,1 Kl. 07:53 3,5 Kl. 04:55 3,8 Kl. 04:24 4,2 Kl. 02:51 3,8 - 1.250 jarðskjálftar norðaustur af Geldingadölum síðustu tvo sólarhringa - Kvikusöfnun á sex til sjö kílómetra dýpi - Óvíst hvort og hvenær gjósi - Suðurstrandarvegur gæti verið í verulegri hættu Hjálpræðisherinn í Reykjavík hefur aflýst jólaboði sínu á aðfangadag vegna fjölda Covid-19-smita í sam- félaginu. Rúmlega 300 gestir og sjálfboðaliðar höfðu skráð sig í boð- ið, þar af um 150 börn. Þeir sem höfðu skráð sig í jólaboð- ið munu þó geta fengið matarsend- ingu og jólagjöf frá Hjálpræðis- hernum. Í kringum 20 sjálfboðaliðar munu aðstoða við afhendingu pakk- anna. „Við sjáum fram á að við getum afgreitt alla þá sem voru skráðir með matarpakka og jólagjöfunum sem voru áætlaðar fyrir hvern og einn. Við munum reyna að koma pökkunum til þeirra sem ekki geta sótt pakkana til okkar,“ segir Hjör- dís Kristinsdóttir, svæðisforingi og flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík, í samtali við Morgun- blaðið. Hjördís segir Hjálpræðisher- inn hafa fengið mikinn stuðning frá bæði einstaklingum og fyrirtækjum vegna þessara breytinga á planinu. „Við höfum fengið ómetanlegan stuðning frá bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa brugðist við þegar þau heyrðu af því að við þyrft- um að breyta þessu hjá okkur. Við erum mjög þakklát fyrir það.“ Þrátt fyrir nýjar sóttvarna- takmarkanir mun Hjálpræðisherinn enn geta þjónustað þann hóp fólks sem sækir til þangað hádegismat daglega. „Við erum alltaf að gefa rúmlega 100 manns að borða í há- deginu en það dreifist á tvo tíma og við náum að dreifa þeim meira um húsið. Því munum við halda áfram að þjónusta þennan hóp.“ Fá jólagjafir og matar- pakka en ekkert jólaboð - Um 20 sjálfboðaliðar aðstoða - Áfram með hádegismat Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hjálpræðisherinn Hjördís Krist- insdóttir svæðisforingi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.