Morgunblaðið - 23.12.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 23.12.2021, Síða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur tekið á leigu 1. hæðina í Ármúla 6 fyrir leikskóla. Í húsinu hefur verið rekið skrifstofusetur. Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum leigusamning við Regin atvinnuhúsnæði ehf. Samkvæmt honum skal leigusali afhenda Reykjavíkurborg fullbúið leikskóla- húsnæði án lauss búnaðar vorið 2022. Um er að ræða leigu á 766,7 fermetra húsnæði á 1. hæð í Ármúla 6. Leigutími er til 15 ára frá afhend- ingu húsnæðisins. Leigugjaldið er 3.058.734 kr. á mánuði. Skortur á leikskólaplássum Fram kemur í greinargerð að skortur sé á leikskólaplássum í hverfinu og með þessu úrræði verði hægt að bregðast við og fjölga leik- skólaplássum um 60 með þremur deildum. Gert er ráð fyrir að leik- skólarýmið verði rekið með leikskól- anum Múlaborg, sem er í húsnæði aftan við Ármúla 4-6. Reykjavíkur- borg sér um að tengja lóðir saman og ganga frá leiktækjum og lóð. Í september sl. samþykkti Reykjavíkurborg samning við Regin um leigu á 1.600 fermetra húsnæði í Ármúla 4 fyrir Barnavernd Reykja- víkur. Barnaverndin hefur sprengt utan af sér húsnæðið í Borgartúni 12-14. Því til viðbótar hefur að- staðan þar verið óboðleg samkvæmt lýsingum. Leigusamningurinn er til 15 ára og er leigugjaldið 4.623.133 krónur á mánuði. Í frétt frá Reykjavíkurborg kem- ur fram að í janúar verði opnaðar nýjar deildir við leikskólana Gull- borg í Vesturbæ og Funaborg í Grafarvogi. Við þessa stækkun fjölgar um 27 pláss í Gullborg og 24 í nýju húsi við Funaborg. Þá kemur fram að fyrstu tveir leikskólar Ævintýraborga eru komnir til landsins og unnið er að uppsetningu þeirra, jarðvegsvinnu og framkvæmdum á lóðum. Innritun barna hófst fyrir nokkru og liggja nýjar áætlanir um tímasetningar opnunar nú fyrir. Ævintýraborgir eru leikskólar í færanlegu húsnæði sem hæfa vel nútímaleikskólastarfi og mæta kröf- um um góðan aðbúnað barna og starfsfólks, segir í fréttinni. Til stendur að setja upp fjóra slíka skóla í borginni. Munu þeir alls hýsa 340 börn og mæta brýnni þörf fyrir ný leikskólapláss í Reykjavík. Þrír þeirra munu taka á móti börnum frá 12 mánaða aldri til sex ára en einn þeirra, við Vörðuskóla, mun taka við börnum frá 12 mánaða aldri til þriggja ára. Á Ævintýraborg við Eggertsgötu er nú unnið að frágangi utan- og innanhúss. Þar er stefnt að því að leikskólinn verði opnaður í byrjun febrúar. Á Ævintýraborg við Naut- hólsveg er búið að samþykkja bygg- ingarleyfisumsókn og áætlað að hefja vinnu á svæðinu á þessu ári. Þar er nú stefnt að því að opna skól- ann í lok mars eða nokkrum vikum síðar en áætlað var. Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Vörðuskóla eru í undirbúningi og er stefnt að opnun þeirra á vor- mánuðum komandi árs. Áætlunin Brúum bilið Leikskólastjórar Ævintýraborg- anna eru í góðum samskiptum við foreldra og forráðamenn barna sem hafa fengið úthlutuð pláss og halda þeim vel upplýstum, segir í frétt borgarinnar. Öll þessi verkefni tengjast að- gerðaáætluninni Brúum bilið sem borgarstjórn samþykkti í nóvember 2018 en hún miðar að því að fjölga leikskólaplássum svo bjóða megi börnum leikskólapláss allt frá 12 mánaða aldri fyrir lok árs 2023. Nýr leikskóli verður í skrifstofusetri - Reykjavíkurborg hefur tekið á leigu 1. hæðina í Ármúla 6 - Þar verður leikskóli með 60 börnum í þremur deildum sem Múlaborg rekur - Fyrstu tveir leikskólar Ævintýraborga komnir til landsins Morgunblaðið/sisi Ármúli 6 Á 1. hæð hússins verður innréttaður leikskóli í þremur deildum. Hægt verður að taka á móti 60 börnum. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin stefnir að því að bjóða út með vorinu tvöföldun Reykjanes- brautar við álverið í Straumsvík. Fjármagn til verksins hefur verið tryggt. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir taki allt að tvö ár. Þetta er síðasti kafli Reykjanesbrautar, sem enn er einbreiður. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti á fundi sínum 8. desember 2021 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Reykjanesbraut. Deiliskipulagið afmarkast frá af- leggjara til Krýsuvíkur að sveitarfé- lagsmörkum Hafnarfjarðar og Voga ásamt tengibraut sem mun þjónusta iðnaðarsvæðin í Kapelluhrauni og Hellnahrauni. Vegarkaflinn sem verður breikkaður er alls 5,6 kíló- metrar að lengd. Fjórar akreinar Gert er ráð fyrir að breikkun á nú- verandi vegstæði rúmi alls fjórar akstursgreinar, tvær í hvora átt, ásamt tilheyrandi umferðarmann- virkjum, öryggissvæðum og tækni- búnaði sem fylgir slíkum mannvirkj- um. Tillagan gerir ráð fyrir mislægum gatnamótum við Rauðamel og við að- komuveg að Straumsvík auk veg- tengingar frá tengibraut að Álhellu. Að Straumi verða áfram T-gatnamót með hægri beygju. Sömuleiðis við dælu- og hreinsistöð austan Straumsvíkur. Einnig er gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg meðfram hluta brautarinn- ar ásamt tvennum undirgöngum undir Reykjanesbraut fyrir gang- andi og hjólandi umferð. Einnig eru göngu- og hjólatengingar við miðlæg gatnamót við Straumsvík og Rauða- mel. Hægt er að skoða deiliskipulags- tillöguna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera at- hugasemdir við skipulagið og skal þeim skilað eigi síðar en 24.1. 2022 á netfangið skipulag@hafnarfjordur.- is eða skriflega til þjónustuvers. Umferð um Reykjanesbraut við Straumsvík hefur aukist undanfarin ár samhliða fjölgun ferðamanna til landsins. Fjöldi slysa á umræddum vegkafla hefur verið að meðaltali um 20 á ári samkvæmt skráningu Sam- göngustofu. Tilgangur framkvæmd- arinnar er að auka umferðaröryggi og greiðfærni m.a. með því að að- greina akstursstefnur og fjölga ak- reinum úr tveimur í fjórar. Lokið var við að leggja brundið slitlag á Reykjanesbraut árið 1965. Framkvæmdir við tvöföldun veg- arins hófust árið 2003 og hefur verk- ið síðan verið unnið í áföngum. Síðast var vegurinn tvöfaldaður á 3,2 kílómetra kafla í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsu- víkurvegar. Sá vegarkafli var tekinn í notkun í nóvember 2020. Ístak var verktaki en Mannvit sá um eftirlit. Verkáætl- anir stóðust í stórum dráttum þrátt fyrir Covid-19-faraldurinn. Tvöföldun Reykjanes- brautar brátt boðin út - Hafnarfjarðarbær hefur auglýst nýtt deiliskipulag Breikkun Reykjanesbrautar Frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni Fyrirhuguð tvöföldun Reykjanesbrautar í núverandi vegstæði á um 5,6 km kafla Reykjanesbraut er tvöföld frá Hvassahrauni til Njarðvíkur Re ykja nesbrau t K rýsu víku rvegu r Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Straumsvík Vegarkaflinn umræddi liggur framhjá álveri Rio Tinto. Bakaríið Vest Höf. Solja Krapu-Kallio Les. Þórunn Erna Clausen Frostrós Höf. Lotte & Søren Hammer Les. Hilmir Snær Guðnason Dansarinn Höf. Óskar Guðmundsson Les. Daníel Ágúst Haraldsson Þögli sjúklingurinn Höf. Alex Michaelide Les. Björn Stefánsson Dagbókin Höf. Anna Stína Gunnarsdóttir Les. María Dögg Nelson HJÁLP! Höf. Fritz Már Jörgensson Les. Fritz Már Jörgensson Jólasveinasaga Höf. Bergljót Arnalds Les. Bergljót Arnalds Vetrarfrí í Hálöndunum Höf. Sarah Morgan Les. Álfrún Helga Örnólfsdóttir vi ka 50 Fyrsta málið Höf. Angela Marsons Les. Íris Tanja Flygenring Ævintýrið um jólakortin sjö Höf. Anthony Horowitz Les. Felix Bergsson TOPP 10 vinsælustu hljóðbækur á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.