Morgunblaðið - 23.12.2021, Side 48

Morgunblaðið - 23.12.2021, Side 48
Gleraugnatískan er að breytast töluvert þessa dagana. Síðustu ár hafa sólgleraugu verið að stækka en nú eru sjóngler- augu orðin töluvert stærri en þau voru. Þegar stór gleraugu eru valin skiptir máli að þau passi á andlitið og séu alls ekki of lítil. Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Gleraugun frá Gigi Studios/KIM eru mjög eiguleg og falleg og henta vel fyrir þær sem vilja vera smart með gleraugu – ekki eins og gamlir bóka- safnsfræðingar. Spangirnar eru með glimmeráferð og fara vel við andlit- ið. Þó svo að gleraugun séu með glimmeri er umgjörðin sjálf stíl- hrein. Þessi gleraugu sitja vel á and- litinu eins og sést á myndunum. Svo eru það gleraugun frá tískudrottningunni Victoriu Beckham. Þau koma í nokkr- um formum og litum og eru algerlega í takt við ráðandi tískustrauma. Þessi gleraugu eru frá Victoriu Beckham og fást í Eyesland. Ljós stór umgjörð með örlitu glimmeri fæst í Eyesland. AFP AFP Gerðu þig upp með nýjum gleraugum Sara Gay Forden skartar hér stórum gleraugum. Lady Gaga og Adam Driver léku saman í myndinni House of Gucci. Hér er hann með risastór gleraugu í anda Maurizios Guccis. Þessi gleraugu fást í Eyesland. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2021 Sokkarnir auka blóðflæði og stöðugleika í fótleggjum, hraða endurheimt og veita góða raka- og hitastjórnun. ÞRÝSTINGSSOKKAR Trönuhrauni 8 – 565 2885 | Bíldshöfða 9 – 517 3900 | stod.is Fjölbreytt úrval fyrir útivist og hreyfingu. 20% afsláttur afCEP í desember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.