Saga - 2018, Page 162
að lifa af í einhæfu verksamfélagi. Förufólk sem sérhæfði sig í tilteknum
verkum gerði sig eftirsóknarverðara en þeir sem ekki reyndu að aðlaga sig
að þörfum heimilanna. Jón fer hér yfir hin ýmsu verk sem förufólk tók að
sér. Margir tóku að sér leiðinleg og óþrifaleg verk þar sem þeir komu, aðrir
báru bréf og varning á milli staða og þá voru margir sem skemmtu heimilis -
fólki með leik, kveðskap og frásögnum. Bendir Jón á að það förufólk sem
tilbúið var að leggja heimilunum lið á einhvern hátt hafi verið betur liðið en
þeir sem gerðu ekki handtak þar sem þeir komu. Að sama skapi segir Jón
að hafa beri í huga að hópurinn sem síður vildi vinna hafi verið fjölbreyttur,
sumir hafi hreinlega lítið getað unnið vegna líkamlegrar eða andlegrar fötl-
unar á meðan aðrir töldu það hreinlega ekki samboðið sér að vinna. Leti í
vinnusömu þjóðfélagi var illa séð og nefnir Jón í þessu samhengi að bændur
og vinnufólk hafi bæði í bundnu og óbundnu máli gagnrýnt þessa einstak-
linga, í því hafi falist ákveðin hefnd ásamt styrkingu á félagslegu taumhaldi
húsráðenda.
Þessu næst fjallar höfundur um förufólk frá þjóðfræðilegu sjónarhorni.
Fyrir sagnfræðinga er þessi hluti bókarinnar einstaklega áhugaverður þar
sem þekking þjóðfræðingsins fær að njóta sín og veitir þar áhugaverða sýn
á förufólkið og hlutverk þess í samfélaginu. Þarna mátar Jón frásagnir af
förufólki inn í ýmis frásagnarform þjóðfræðinnar þar sem hann flokkar frá-
sagnir og sögur af þessu fólki meðal annars í gamansögur, hryllingssögur,
upprunasögur og skýringasögur; sögur af sigri lítilmagnans gegn yfirvald-
inu og sögur af ótta fólks við hefnd ef illa væri komið fram við lítilmagnann.
Segir Jón þjóðsögur og þjóðtrú hafa mótað viðhorf fólks til förufólks og um
leið fært það fjær hinu mennska og nær hinu yfirnáttúrulega (bls. 142).
Fjallar Jón nokkuð um kenningu kristenar Hastrup um tvískiptingu gamla
íslenska sveitasamfélagsins í utangarðs og innanbúðar. Förufólk falli vel að
þeim kenningum þar sem það lendi utangarðs með yfirnáttúrulegri eða
dýrslegri hegðun, sé á jaðrinum og að mestu utan við mannlegt samfélag.
Uppnefni og viðurnefni voru nánast reglan (konur oft nafnlausar) sem
stuðlaði enn frekar að jaðarsetningu þessa hóps. Ólíkt útilegumönnum þá
fór förufólkið á milli þess þekkta og óþekkta, það kom um stund inn fyrir
mörk heimilisins en fór þess á milli um hið óþekkta svæði. Þetta segir Jón
hafa skapað eilífa spennu, heimilin tóku á móti förufólkinu og veittu því
beina og í staðinn þurfti förufólkið að beygja sig undir reglur heimilisins og
samfélagsins þá stund sem dvalið var þar. Aftur á móti hafði förufólkið líka
ákveðið vald í sínum höndum, ef það taldi á sér brotið á einhvern hátt þá
gat það til að mynda borið út óhróður um heimilið út um sveitir. Að sama
skapi gátu húsráðendur sagt öðrum frá slæmri hegðun förufólks sem gat
leitt til þess að það átti erfiðara með að fá atbeina. Þannig var það í raun
beggja hagur að virða bæði skráðar og óskráðar leikreglur samfélagsins. Að
lokum fjallar Jón um Sölva Helgason, sem án efa er í hugum flestra hold-
gervingur alls förufólks í íslensku samfélagi. Segir Jón hugmynd sína vera
ritdómar160
NÝ_Saga haust 2018 .qxp_Saga haust 2004 - NOTA 19.10.2018 18:46 Page 160