Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 27

Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 27
26 ið á veitingastað og borðuð pitsa og tiramisu í eftirrétt. Þar með lauk dagskrá þessa ágæta dags. Sunnudaginn 10. júní lá leiðin í Dólómítafjöllin. Þau eru stór- kostlegur kalksteinsfjallgarður sem hefur risið úr sæ en kalksteinn verður til á hafsbotni og myndast úr leifum skeldýra og kóralla. Fyrsti viðkomustaður var Ortisei, heimabær Sigurðar Dementz Franzsonar sem er Íslendingum kunnur en hann fæddist árið 1912. Þar stoppuðum við dágóða stund og röltum um snyrtilegan miðbæinn. Hús Dementzfjölskyldunnar er merkt og þar er eitt af mörgum trésmíðaverkstæðum bæjarins. Bæjarhátíð var í gangi, messa nýafstaðin í kirkjunni, prúðbúin lúðrasveit stillti sér upp og spilaði þar útifyrir og á eftir sýndi hersveit samhæfðar æfingar sem lauk með púðurskoti sem bergmálaði milli fjallanna. Vegurinn liggur í ótal hlykkjum og smáhækkar í gegnum hvert þorpið af öðru sem öll virðast lifa á ferðamennsku. Á efsta hluta leiðarinnar var stoppað við kláfferju sem fer upp í tæplega 3.000 m hæð. Þar uppi er mikill veitinga- og útsýnisstaður og sannar- lega þarf ekki að kvarta yfir því sem fyrir augu ber. Ekki var sama leið farin til baka heldur lá leiðin framhjá Rósagarðinum sem er mikill og fagur fjallgarður. Síðasti stans var við Karersee sem er grænt og tært stöðuvatn og sumir fengu sér gönguferð í kringum það. Að því búnu var ekinn síðasti áfanginn til Bolzano. Um kvöldið bárust fregnir um að Ragnar Torfason og fleiri ætl- uðu að troða upp á Temple barnum. Þangað fóru flestir úr okkar hópi og var spilað og sungið fram eftir kveldi þar til heimamönn- um fannst nóg komið. Mánudagurinn 11. júní hófst með nokkuð sérstakri skoðunarferð í hunangssafn. Farið var í kláfferju í útjaðri bæjar- ins upp 850 metra. Þarna er mjög bratt upp og dálítið hrikalegt enda tóku margir andköf. Kláfferjurnar eru tíu talsins og taka 25- 30 manns hver. Þegar upp var komið tókum við lest sem er af ár- gerð 1908 með upphaflegum innréttingum. Henni er vel við haldið og eru stjórntæki og handföng úr kopar. Plattnerhof hun- angssafnið er í 500 ára gömlu húsi með stráþaki en búið var í því til ársins 1975. Síðast voru þar systurnar Filomena og Amalia þar sem sú eldri stjórnaði en sú yngri vann verkin. Flest er þarna óbreytt frá fyrstu tíð. Hægt er að fylgjast með býflugunum við vinnu sína því enn er þar framleitt hunang. Það má ímynda sér að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.