Strandapósturinn - 01.06.2019, Side 41
40
að fjármagna hráefniskaup. Hólmadrangur lenti þannig í
greiðsluerfiðleikum og sótti um greiðslustöðvun seinni hluta árs
2018. Þegar þetta er skrifað, í febrúar 2019, er búið að framlengja
greiðslustöðvunina og vel gengur að safna í sjóði sem nýta á í
samningum við kröfuhafa. Hólmadrangur hefur haldið uppi
fullri vinnu síðustu vikur, sem byggist á verktakavinnu fyrir hrá-
efnisframleiðendur og kaupendur. Bjartsýni ríkir og stjórnendur
og starfsmenn Hólmadrangs draga vagninn. Það er von allra að
núverandi staða dugi Hólmadrangi til að rétta sinn hlut.
En það eru aðrir atvinnurekendur sem einnig skipta miklu
máli þegar kemur að atvinnusköpun hjá Strandabyggð, og má þar
nefna Kaupfélag Steingrímsfjarðar, sem nýlega fagnaði 126 ára
afmæli og Útgerðarfélagið Hlökk sem rekur tvo stóra báta sem
stunda m.a. línuveiðar. Að auki eru minni útgerðarfyrirtæki sem
reka sína báta, sum hver mest allan ársins hring.
Samkvæmt upplýsingum frá Vestfjarðastofu, sem hefur unnið
greiningu á atvinnulífi í Strandabyggð, dróst landaður afli saman
á árunum 2014-2017, en jókst aftur á móti árið 2018. Afli frá línu-
bátum og þeim sem veiða grásleppu hefur heldur aukist en rækju-
afli dregist saman. Umferð með afla um Hólmavíkurhöfn hefur
dregist saman frá árunum 2013/2014, en þá voru landanir 1.051.
Árið 2014 fækkaði þeim um tæplega 100 landanir og árið 2015
var heildarfjöldi landana 629. Hið jákvæða er þó að löndunum
fjölgaði aftur árið 2018 í 717 landanir.
0
200,000
400,000
600,000
800,000
1,000,000
1,200,000
1,400,000
jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des
Heildarafli eftir mánuðum, 2011-2018
2011 2012 2013 2014
2015 2016 2017 2018
Heimild: Strandabyggð, landaður afli, Hólmavíkurhöfn, febrúar 2018.