Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 70

Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 70
69 ótvírætt til að það hafi aðeins verið á færi fárra manna að verða góður skutlari, því annars hefði þessa starfa ekki verið getið sér- staklega í manntölum. Líklegt er að staða skutlarans um borð hafi gengið næst formanninum. Á 19. öld, eins og á öllum öldum og öllum stöðum þar sem fólk býr, urðu til óteljandi sögur um hætti og framkomu manna, sem fylgdu þeim ævina út, en flestar þessar litlu sögur hlutu þau örlög að falla í gleymsku og týnast eftir að líkmennirnir höfðu lagt sein- ustu torfuna, en á þessari reglu voru samt undantekningar. Sum- ar sögur hafa varðveist, einkum af þeim mönnum sem skáru sig úr á einhvern hátt, ýmist fyrir eigið sérstæði eða menn sem mörk- uðu mikilvæg spor í sinn samtíma. Einn af þessum mönnum, sem setti svip á samfélagið og hafði áhrif sem náðu langt út fyrir sveitarfélagsmörkin og hans samtíma, var Gísli Sigurðsson í Bæ á Selströnd. Á næstu síðum verður gerð nokkur grein fyrir Gísla Sigurðs- syni, hreppstjóra í Bæ á Selströnd, hvernig það vildi til að hann settist að í Kaldrananeshreppi, ílengdist þar og gerðist áhrifamað- ur í sveitinni. Gerð verður grein fyrir umsvifum Gísla á sviði jarða- kaupa og annarra athafna og hvernig það bar til að ein grein af ætt hans festi rætur á Víðidalsá við sunnanverðan Steingrímsfjörð og ól þar aldur sinn í ríflega 125 ár. II Grímsey á Steingrímsfirði Grímsey á Steingrímsfirði er stærsta eyjan fyrir Ströndum, og var til forna eign Skálholtsstóls, en seld 1791 Guðmundi Guðmunds- syni bónda á Bæ á Selströnd 1746–1832 og hefur hún alla tíð síð- an verið í eigu Bæjarbænda. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er Grímsey metin á 12 hundruð og Bær á Selströnd á 24 hundruð, en árið 1840 eru Bær og Grímsey metin saman 30 hundruð og aftur 1870 er Bær metinn án Grímseyjar á 21 hund- rað. Í tíundartöflum Kaldrananeshrepps innan Strandasýslu er Grímsey skráð sameiginlega með Bæ til ársins 1861 en frá árinu 1861 var verðgildi Grímseyjar hvergi skráð í tíundartöflu. Frá ár- inu 1861 leigja Bæjarmenn eyna til búsetu og fyrstur til að taka sér þar fasta bólfestu á 19. öld var húsmaðurinn Jón Jónsson. Hvergi er að sjá nein gögn um hvað leigjendur Grímseyjar hafa greitt í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.