Strandapósturinn - 01.06.2019, Side 83

Strandapósturinn - 01.06.2019, Side 83
82 Það er fróðlegt að kynna sér hvernig hjónin á Víðidalsá, Gísli og Sigríður, mættu nýrri öld. Það sést á ýmsum gjörðum þeirra að þau átta sig á því að sjálfsþurftarbúskapurinn er á hverfanda hveli og að nýir atvinnuhættir og samfélagsgerð er í mótun, með óstöðvandi fólksflótta úr sveitunum, svo bændur yrðu á næstu árum og áratugum að bregðast við með nýjum aðferðum og annars konar hugsunarhætti en áður hafði dugað. Í framhaldinu ákveða þau að Páll sonur þeirra skuli í fyllingu tímans erfa jörðina með öllum gögnum og gæðum og samtímis ákveða þau að kosta Jón son sinn til verslunarnáms í Danmörku. Sú gjörð, að senda Jón til náms í stað þess að finna honum jörð til að búa á, vitnar um framtíðarsýn. Þau vita að verslunarmenntun er góð undirstöðumenntun og gæti fært viðkomandi hvort tveggja, góða lífsafkomu og samfélagslega virðingu.25 Þau ætla Jóni syni sínum meira en að gerast einfaldur verslunarmaður, því eftir Danmerkurdvölina kosta þau hann til frekara náms til Bandaríkjanna, landsins þar sem allt var að gerast um þessar mundir í tækni, vísindum og viðskiptum. Þau voru metnaðarfull hjónin á Víðidalsá, ekki síður en afinn, Gísli ríki Sigurðsson frá Bæ á Selströnd. „En eigi má sköpum renna“ segir máltækið, því Jón féll frá í Ameríku 1905/1906 og komst aldrei heim til að hefja merki ætt- arinnar á nýjum og mikilvægum vettvangi viðskiptalífsins, eins og honum var ætlað. Páll, sonur Gísla og Sigríðar, reis aftur á móti 25 Það er frekar líklegt að þau hafi hugsað sér Hólmavík sem framtíðarstarfsvettvang fyrir Jón, en einmitt um þessar mundir var Hólmavík að verða til og búið að leggja grunninn að verðandi kaupfélagi Steingrímsfjarðar. Sjá hér á eftir: https://is. wikipedia.org/wiki/H%C3%B3lmav%C3%ADk; Áður en Hólmavíkurþorp varð til var um tíma þurrabúðarlóð í vestanverðri Hólmavíkinni, austan undir Höfðan- um. Árið 1883 fluttu Sigurður snikkari og kirkjusmiður Sigurðsson og Guðrún Jónsdóttir frá Felli í Kollafirði að Kálfanesi og bjuggu þar eitt ár. Síðan fluttu þau niður í víkina og byggðu sér nýjan bæ töluvert utar. Sonur þeirra er skáldið Stefán frá Hvítadal og er hann talinn fyrsti maðurinn sem fæddur er á Hólmavík. Þann 3. janúar 1890 varð Hólmavík löggiltur verslunarstaður, en frá miðri 19. öld hafði verið verslað um borð í skipum kaupmanna sem sigldu á Skeljavík. Þeirra á meðal var kaupmaðurinn R. P. Riis sem byggði svo verslun á Hólmavík árið 1897, en árið áður hafði verið byggður þar annar verslunarskúr. Verslunarfélag Steingrímsfjarð- ar, sem var forveri Kaupfélags Steingrímsfjarðar, var svo stofnað 29. desember 1898. Um aldamótin 1900 voru byggðar fyrstu bryggjur á Hólmavík, tvær trébryggj- ur sem hétu eftir eigendunum, Riisbryggja og Kaupfélagsbryggja. Þorpið byggðist síðan upp í kringum útgerð, þjónustufyrirtæki og verslun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.