Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 90

Strandapósturinn - 01.06.2019, Page 90
89 haldið sig frá brekkunni og ekki viljað bíta grasið þar. Nálægt miðri 20. öld var nýr ábúandi á Brúará að reisa fjárhús rétt neðan við álfabyggðina og risti hann torf úr blettinum. Eins voru steinar teknir úr klettaveggnum. Nóttina eftir varð fólkið á bænum vart við hávaða og þegar út var komið morguninn eftir var það sem búið var að hlaða af fjárhúsunum hrunið. Trúin á álagablettinn reyndist þá svo sterk að torfinu og grjótinu var skilað í brekkuna og klettana, eins og mögulegt var, áður en tekið var aftur til við framkvæmdir við fjárhúsin og efnið þá sótt annað. Fyrirmælin sem fylgja álagablettum og þær samskiptareglur sem á að virða geta verið mjög nákvæmar. Um álagablettinn Bolla sem er uppi í hlíðinni framan við Brunngil í Bitru er sagt að ekki megi slá þar grasið eða rista torf. Þar mátti heldur ekki vera með háreysti og ekki tína ber til að fara með heim, en það var í lagi að tína upp í sig. Þar mátti heldur ekki beita kúnum, nema á sunnu- dögum og var sú regla ávallt í heiðri höfð. Fornmenn og gull Á Ströndum er talsvert af sögum um álög sem hvíla á haugum, dysjum og leiðum fornmanna og kvenna og af fjársjóðum sem faldir eiga að vera í þeim. Slík álög eru jafnan tvenns konar, ann- að hvort verður sá sem reynir að grafa upp fjársjóðinn vitstola eða þá að næsta kirkja eða bær virðist standa í ljósum logum. Undir Ennishöfða, utan við Broddadalsá í Kollafirði, er t.d. dys eða leiði fornkappans Brodda, við samnefnda kletta. Sögur segja að þar sé Broddi gamli grafinn með gullinu sínu og gersemum. Munnmæli segja að stórhættulegt sé að reyna að nálgast fjársjóð- inn og nánast dæmt til að mistakast. Förumaðurinn Tómas víð- förli átti þó að hafa reynt að grafa eftir fjársjóðnum á seinni hluta 19. aldar og mistekist og segir sagan að hann hafi aldrei orðið samur eftir það. Í munnmælunum kemur fram að hugsanlega geti óspjölluð meyja sem situr þögul á gröfinni heila haustnótt með óskírt ungbarn með sér náð fjársjóðnum, ef hún láti ekki glepjast af neinum þeim furðum sem fyrir bera þá nótt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.