Strandapósturinn - 01.06.2019, Qupperneq 95

Strandapósturinn - 01.06.2019, Qupperneq 95
94 fólks okkar og ég var varla mönnum sinnandi. Konan þar sagði við mig að þau hefðu komið við hjá okkur þegar við vorum ekki komin heim úr búðinni og þá hefði Krúsilíus verið á veröndinni hoppandi og skoppandi. Hún skildi ekkert í mér að láta svona út af einum ketti. Hún hefði skilið það ef það hefði verið hestur. Þegar við komum aftur að húsinu okkar, hélt ég áfram að kalla kis kis og viti menn; kemur ekki Krúsilíus gapandi og geispandi út úr gamla fjósinu og hafði þá steinsofið þar í eina tvo klukkutíma. Næsta ár tókum við Krúsilíus með okkur aftur á Strandirnar, þá var hann alveg fluttur til okkar á Arnarhraunið í Hafnarfirði, því dóttir okkar og dótturdóttir bjuggu þá í fjölbýlishúsi á 3ju hæð og Krúsilíus var ekki nógu ánægður þar, sérstaklega eftir að hann komst upp á lagið með að laumast til okkar á Arnarhrauninu. Ekkert markvert gerðist með Krúsilíus árið 2000. En árið 2001 fórum við á Strandirnar. Þar var haldið upp á 60 ára afmæli mannsins míns Ólafs. Margt fólk kom og nokkrir tjaldvagnar og tjöld voru sett upp við húsið. Krúsilíus var órólegur og vildi helst vera þarna í útihúsi og ég færði honum mat þangað. En daginn eftir afmælisveisluna sá ég Krúsa minn hvergi. Ég leitaði um allt svæðið og spurðist fyrir á bæjunum, en enginn hafði séð hann. Síðan líða nokkrar vikur og við komum aftur norður í sumarfrí í júlí. Fréttist þá af Krúsilíusi í Ófeigsfirði. Ég fór margar ferðir í Ófeigsfjörð án árangurs. En að lokum fór ég ásamt tveimur stelp- um með tjald og viðleguútbúnað í Ófeigsfjörð. Stelpurnar voru að tjalda um kvöldið og ég gekk aðeins út í móa og kis kisaði hljóðlega, ég settist hálf leið á þúfu og eftir smá stund fer ég að heyra ósköp lágt mjálm og allt í einu sá ég Krúsilíus framundan og það skipti engum togum að hann kom upp í fangið á mér og vildi fá strokur og kjass. Ég var yfir mig glöð að finna hann aftur. Við fórum svo með hann suður nokkrum dögum seinna og hann undi sér vel á Arnarhrauninu. Jæja; næsta ár þ.e. 2002 fer ég enn af stað og tek Krúsilíus minn með á Strandirnar. Þegar ég stoppa eftir 6-7 klst. akstur á hlaðinu á Eyri, þá hleypi ég Krúsilíusi út úr bílnum, hann hleypur undir veröndina og síðan sást hvorki tangur né tetur af honum í þrjú ár eða þangað til 6. september árið 2005 að hann náðist í minka- gildru. Við spurðum og spurðum hvort einhver hefði orðið var við köttinn, en enginn hafði séð hann. Ég for nokkrar ferðir í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.