Strandapósturinn - 01.06.2019, Side 111

Strandapósturinn - 01.06.2019, Side 111
110 Ferðin heim í jólafríið Við strákarnir í fyrsta bekk vorum mjög einangraðir þarna í ný- byggingunni og höfðum ekki mikil samskipti við aðra nemendur. Þá bjargaði það málum að um helgar voru oft haldnar sameigin- legar kvöldvökur og stundum böll, kom þá fyrir að fengin var hljómsveit úr Reykjavík. Að öðru leyti gekk lífið sinn vanagang, en svo kom að jólafríi. Ólafur Ketilsson þurfti að fara tvær eða þrjár ferðir með nemend- ur til Reykjavíkur. Hellisheiðin var ófær og varð því að fara Krísu- víkurleiðina. Við úr Strandasýslunni lentum í síðustu ferðinni, var þá komið kvöld, niðamyrkur og farið að snjóa. Allt gekk þó vel þar til komið var að Kleifarvatni þar sem vegurinn lá alveg á vatns- bakkanum. Þá byrjaði rútan að renna út á hlið og stoppaði ekki fyrr en hún var komin alveg út á vegkant og farin að hallast ískygg- lega mikið. Þá rak Ólafur alla út úr bílnum og skipaði okkur að raða okkur á hlið rútunnar til að styðja við hana og einnig að ýta. Síðan setti Ólafur í gír og fór að mjaka rútunni áfram og hafðist það af að koma henni upp á veginn aftur. Ég hef oft hugsað til þess með hryllingi hvað hefði skeð ef rútan hefði farið á hliðina þarna í kolamyrkri og kafaldsbyl. Ekki voru þá til GSM símar eða talstöðvar. En í bæinn komumst við seint og um síðir. Morguninn eftir fórum við á skrifstofu Flugfélags Íslands til að athuga með flug til Hólmavíkur. Það vildi svo til að fljúga átti eftir hádegið og var þá reynt að fá afslátt af fluggjaldinu fyrir svona margt og fá- tækt skólafólk. Ekki voru Flugfélagsmenn liprir í samningum, en þó hafðist loksins að fá afslátt ef við borguðum flugmiða fram og til baka sem við gerðum. Er nú ekki af neinu að segja fyrr en kom að því að komast suður aftur. Daginn sem við áttum pantað far suður var ekki flogið vegna veðurs og leit ekki út fyrir að neitt yrði flogið næstu daga. Strand- ferðaskipið Skjaldbreið var á leið austur og þorðum við ekki ann- að en að fara með henni til Hvammstanga. Kom svo í ljós að Holtavörðuheiðin var ófær. Var þá haft samband við Pál í Forna- hvammi og hann beðinn um að sækja okkur að Hrútafjarðarbrú í snjóbíl. Fengum við rútu frá Hvammstanga til að flytja okkur að Brú og þar birtist svo Páll á sínum snjóbíl. Allt gekk þetta vel og fengum við svo far með rútu frá Fornahvammi til Reykjavíkur. Nú lá leiðin á skrifstofu Flugfélagsins til að fá endurgreitt flugfarið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.