Strandapósturinn - 01.06.2019, Side 115

Strandapósturinn - 01.06.2019, Side 115
114 ráðsmaður við skólann. Hann sá um ljósavélarnar en skólinn fékk rafmagn frá tveim stórum dísel vélum. Einnig sá hann um ýmis konar útréttingar og snúninga fyrir skólann en jafnframt stund- aði hann smíðanám hjá Sigurði. Við Erlingur vorum góðir vinir og fór ég oftast á fætur jafnt og hann og fór með honum að ræsa ljósavélarnar. Síðan hljóp ég um alla verustaði nemenda og hr- ingdi bjöllunni og svo mættum við í eldhúsið hjá Pétri bryta í mjólk og köku. Þetta varð til þess að ef Erlingur þurfti að bregða sér frá, en þeir fóru stundum á böll ógiftu kennararnir og Erling- ur, þá tók ég að mér að sjá um ljósavélarnar, þ.e. að slökkva á þeim um kveldið og ræsa svo næsta morgun. Allt gekk sinn vanagang fram að jólafríi og fórum við Stranda- fólkið með Skjaldbreið frá Hvammstanga en nú stóð svo á ferðum Skjaldbreiðar að hún fór aftur austur um áramót og urðum við því að dvelja í skólanum um áramótin. Daginn sem nemendurnir að sunnan áttu að mæta í skólann gerði þvílegt ofsarok að ég man varla annað eins. Rútan að sunnan komst aðeins í sæluhúsið á Holtavörðuheiði og farþegarnir dvöldu þar fram á næsta morgun. Við sem í skólanum voru höfðum nóg að gera við að bjarga hlut- um frá foki, t.d. voru járnplötur yfir skyggni við inngang skólans að losna en við gátum borið í þær grjót. Síðan ætluðum við að huga að bát Guðmundar og fórum niður fyrir smíðahús, þá gerði þvílíka ofsa vindhviðu að við sáum bátinn takast á loft, kaðallinn sem báturinn var bundinn með slitnaði og síðan skall báturinn niður í stórgrýti í fjörunni og brotnaði algjörlega í spón. Þar með fór formennska mín fyrir bí. En nú hófst kennslan á ný. Ýmislegt var gert til skemmtunar yfir veturinn. Einn sunnudag stakk Matti leikfimikennari upp á því að fara á skíði upp á Holta- vörðuheiði og var nú drifið í því. Keli Sakk fór á sínum tólf manna trukk og Matti á jeppanum. Ekki voru nema fjórir með skíði þ.e. Matti og við þrír strákar. Á móts við Tröllakirkju var stoppað og var meiningin að fara þar upp hlíðina og renna sér. Hinir sem voru ekki með skíði héldu áfram upp í sæluhús. Við lögðum af stað á skíðunum og fór Matti í fararbroddi. Svo var farið hærra og hærra og ekki stoppað fyrr en komið var upp á topp Tröllakirkju. Urðum við að bera skíðin síðasta spottann og kafa snjóinn upp nær þverhnípta brekkuna. Veðrið var gott og útsýnið þarna uppi stórkostlegt. Svo var þyngri þrautin eftir en það var að fara niður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.