Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 34
33
Nú, þegar stefnir í breytingar á rekstri Kaupfélags Steingrímsfjarðar er
hugsanlega tækifæri fólgið í því að endurskoða hugmyndirnar að Stranda-
kjarnanum.
Strandabyggð er og verður mikilvægur þjónustukjarni fyrir Strandir og
nærliggjandi sveitarfélög sem og alla umferð inn á Vestfirði um Strandir.
Frekari uppbygging þjónustu og verslunar er því tækifæri sem þarf að
skoða betur.
Brothættar byggðir
Árið 2014 sótti Strandabyggð um inngöngu í verkefni Byggðastofnunar,
Brothættar byggðir. Verkefninu er ætlað að mæta viðvarandi fólksfækkun,
með því að efla samvinnu íbúa, atvinnulífs og stoðkerfisins, skapa ný við-
skiptatækifæri og efla samfélagið í heild. Á þeim tíma reyndist ekki unnt
að taka sveitarfélagið inn, en umsókninni var samt haldið inni og hún
ítrekuð af og til síðan. Það var svo í lok árs 2019 að Byggðastofnun stað-
festi að Strandabyggð hefði fengið inngöngu í Brothættar byggðir.
Þátttaka í verkefninu er kærkomið tækifæri fyrir íbúa Strandabyggðar
til að skilgreina vaxtartækifæri, móta áætlanir og ný verkefni og sækja til
þess styrki og ráðgjöf í verkefnið. Mörg dæmi eru um að farsæl fyrirtæki
hafi sprottið upp úr hugmyndum sem urðu til í verkefninu Brothættar
byggðir, auk þess sem samheldni íbúa og einurð í að gefast ekki upp gagn-
vart fólksfækkun hefur eflst. Strandabyggð lítur því jákvætt á það að vera
nú ein af hinum brothættu byggðum, því þó nafnið sé kannski ekki það
jákvæðasta, þá er það nú þannig, að það sem telst brothætt er ekki brotið,
einungis viðkvæmt. Í því liggur tækifærið.
Framtíðin
Það er alltaf svo, þegar svona pistlar eru skrifaðir, að eitthvað gleymist. Það
kemur þá bara næst, segir maður og reynir að muna það milli ára. Þessi
pistill er ekkert öðruvísi hvað það varðar; hann er ekki tæmandi. En hér
hefur þó vonandi tekist að gefa lesendum einhverja innsýn í þá starfsemi
og það líf sem einkenndi Strandabyggð árið 2019.
Öll umræða um framtíðina á sér gjarnan vissan upphafsstað í fortíðinni.
Á Hólmavík var einu sinni matvörubúð, sem seldi fisk, kjöt og mjólk. Þar
var á sama tíma kaupfélag, bókabúð, bakarí og á vissu tímabili mátti finna