Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 34

Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 34
33 Nú, þegar stefnir í breytingar á rekstri Kaupfélags Steingrímsfjarðar er hugsanlega tækifæri fólgið í því að endurskoða hugmyndirnar að Stranda- kjarnanum. Strandabyggð er og verður mikilvægur þjónustukjarni fyrir Strandir og nærliggjandi sveitarfélög sem og alla umferð inn á Vestfirði um Strandir. Frekari uppbygging þjónustu og verslunar er því tækifæri sem þarf að skoða betur. Brothættar byggðir Árið 2014 sótti Strandabyggð um inngöngu í verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir. Verkefninu er ætlað að mæta viðvarandi fólksfækkun, með því að efla samvinnu íbúa, atvinnulífs og stoðkerfisins, skapa ný við- skiptatækifæri og efla samfélagið í heild. Á þeim tíma reyndist ekki unnt að taka sveitarfélagið inn, en umsókninni var samt haldið inni og hún ítrekuð af og til síðan. Það var svo í lok árs 2019 að Byggðastofnun stað- festi að Strandabyggð hefði fengið inngöngu í Brothættar byggðir. Þátttaka í verkefninu er kærkomið tækifæri fyrir íbúa Strandabyggðar til að skilgreina vaxtartækifæri, móta áætlanir og ný verkefni og sækja til þess styrki og ráðgjöf í verkefnið. Mörg dæmi eru um að farsæl fyrirtæki hafi sprottið upp úr hugmyndum sem urðu til í verkefninu Brothættar byggðir, auk þess sem samheldni íbúa og einurð í að gefast ekki upp gagn- vart fólksfækkun hefur eflst. Strandabyggð lítur því jákvætt á það að vera nú ein af hinum brothættu byggðum, því þó nafnið sé kannski ekki það jákvæðasta, þá er það nú þannig, að það sem telst brothætt er ekki brotið, einungis viðkvæmt. Í því liggur tækifærið. Framtíðin Það er alltaf svo, þegar svona pistlar eru skrifaðir, að eitthvað gleymist. Það kemur þá bara næst, segir maður og reynir að muna það milli ára. Þessi pistill er ekkert öðruvísi hvað það varðar; hann er ekki tæmandi. En hér hefur þó vonandi tekist að gefa lesendum einhverja innsýn í þá starfsemi og það líf sem einkenndi Strandabyggð árið 2019. Öll umræða um framtíðina á sér gjarnan vissan upphafsstað í fortíðinni. Á Hólmavík var einu sinni matvörubúð, sem seldi fisk, kjöt og mjólk. Þar var á sama tíma kaupfélag, bókabúð, bakarí og á vissu tímabili mátti finna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.