Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 37

Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 37
36 Viðarvinnsla á Eyri við Ingólfsfjörð Ásgeir Gunnar Jónsson Það hafði hallað undan fæti atvinnulega á Eyri eftir að síldin hætti að ganga á miðin við Strandir og Húnaflóa. Sumarið 1951 hafði verið bræddur karfi í síldarverksmiðjunni. Það gekk illa, gaf lítið af sér og stórtap varð á rekstrinum. Um veturinn var tekin ákvörðun um að loka síldarverksmiðj- unni um óákveðinn tíma. Tvær fjölskyldur höfðu flutt burtu. Eftir voru þrjár fjölskyldur heima- manna og einn einbúi á Eyri alls 16 manns. Fyrirvinnur þeirra höfðu unnið við eða í tengslum við síldariðnaðinn, haft kýr, fáeinar kindur og fiskað sér og sínum til matar. Í stöðunni var fátt annað en að leita annað í vinnu eða skapa sér verkefni heima við. Niðurstaðan varð að snúa sér að vinnslu rekaviðar. Ólafur Guðmundsson á Eyri hafði fyrstur manna á Ströndum komið upp vélsög árið 1935. Þá vél seldi hann seinna til Hríseyjar og kom í framhaldi upp annarri sög fyrir smíðavið í Ólafsverksmiðjunni sem var síldarbræðsla. Sú sög var rekin utan bræðslutíma til 1943 en fór þá með öðrum búnaði úr verksmiðjunni til Bíldudals. Eftir það var ekki vélsagað á Eyri í ein níu ár. Eyrarmönnum var ljóst að til beggja vona gat brugðið með rekstur síldarverksmiðjunnar á Eyri og við því þyrfti að bregðast. Þann 3. október 1950 fær Vélsögun Ingólfs og Gunnars Guðjónss. og Co á Eyri 4.000 króna víxillán í Sparisjóði Árneshrepps og kaupir Tuxham mótor. Þetta var fyrirrennari félags sem varð til ári síðar. Hlutafélagið Sögun var stofnað á Eyri 12. október 1951 um rekstur á sögunarverki eins og það var kallað og kaup á jörðinni Drangavík til viðar- öflunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.