Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 38
37
Hluthafar voru Guðjón Guðmundsson, Gunnar Guðjónsson, Ingólfur
Guðjónsson, búandi á Eyri, Ólafur Guðmundsson og Jón Guðmundsson
frá Eyri búsettir í Reykjavík. Hlutafé var 25.000 krónur sem skiptist í fjóra
6.000 krónu parta og einn á 1.000 krónur sem var hlutur Jóns sem að
vísu var ekki greiddur (að sögn Ingólfs og Gunnars) en lög þessa tíma
kröfðust fimm hluthafa. Skömmu áður eða 29. september hafði verið
gerður samningur um kaup á Drangavík af Þingeyrakirkju. Hún var talin
sæmileg rekajörð og kaupverð var 25 þúsund krónur. Leigusamningur til
50 ára var gerður um lóð undir starfsemina austan við ána í horni Eyrar-
túnsins. Samningurinn var háður því skilyrði að leigutakar „ræktu út“ jafn
stórt land og lóðinni nemur. Lóðin var 30 faðmar með sjó fram og 15
faðmar á land upp mælt frá stórstraums flóðmörkum eða 450 ferfaðmar og
afgjald 100 krónur fyrir árið.
Hafist var handa við að koma
upp sögunarverkinu. Inn í félagið
var lögð fyrrnefnd vél sem var upp-
gerð 25 ha. Tuxham glóðarhausvél
keypt af Vélskólanum (Fiskifélagi
Íslands). Keyptur var sögunaröxull,
spil, sagarblöð og annað sem til
þurfti. Vélin kostaði 2.500 krónur,
spil 2.700 krónur, öxullinn 807
krónur og þrjú sagarblöð 694,35
krónur. Fragt kostaði 394,50 krónur
og akstur 79 krónur. Annar búnaður
kostaði 709 krónur. Heildarkostn-
aður við sögunarverkið fyrir utan
vinnu heimamanna var 8.228,85
kr og þá vantar sementið. Öll fjár-
festingin Drangavíkin og sögunarverkið var því rúmlega 33.000 krónur.
Mest var þetta fjármagnað með víxillánum frá Útvegsbankanum og Spari-
sjóði Árneshrepps.
Sögunarverkinu var, sem fyrr segir, valinn staður við sjóinn á austur-
bakka Eyrarár. Steyptar voru öflugar undirstöður undir vélina og spilið.
Sögunaröxullinn var tengdur með flatreim en spilið öxultengt með kúp-
Tuxham vélin á Eyri við Ingólfsfjörð.
Ljósmynd: Ásgeir Gunnar Jónsson