Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 39

Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 39
38 lingu. Þau sagarblöð sem mest voru notuð voru 80 sm í þvermál og 3 mm á þykkt. Braut var gerð niður í fjöru og viðurinn dreginn með spilinu upp að hlið sögunarborðsins. Þetta var öflugur, tæknilegur og afkastamikill búnaður á þessum tíma. Seinna var byggt yfir sögunarverkið. Bæjarhúsið í Skjaldar- bjarnarvík var rifið og viðir þess og járn notað í sögunarhúsið. Töluvert mál var að koma þessari vél í gang og þurfti til þess þrjá menn. Það fór þannig fram að fyrst var glóðarhausinn hitaður með steinolíulampa. Þegar hann var orðinn hæfilega heitur var tekið tóg og sett bragð á sving- hjólið. Tveir menn stóðu sitthvoru megin við svinghjólið og tóku í tógið á víxl og vöguðu vélinni fram og aftur. Þegar stimpillinn nálgaðist topp dældi þriðji maður inn olíu og ef vel tókst til þá hrökk vélin í gang en oft þurfti þó nokkrar tilraunir og einhver blótsyrði. Vélin var kæld með þeim hætti að vatni var ausið í stóra ámu við hlið vélarinnar. Sambyggð dæla á vélinni hringrásaði vatninu úr ámunni um vélina sem hélt henni hæfilega heitri. Viður var sóttur sjóleiðina á fjörur í Drangavík og einnig Skjaldar- bjarnarvík sem Guðjón hafði keypt árið 1948 á 4.000 krónur af föður- bróður sínum Jóni Arngrímssyni. Einnig var keyptur viður til sögunar af nágrannabændum m.a. Dröngum, Ófeigsfirði, Munaðarnesi og frá Felli. Kaupverð á óunnum við á þessum tíma var 15 krónur rúmfetið. Árið 1956 keypti Guðjón Guðmundsson á Eyri Engjanes af ríkinu, sem í máldögum hafði verið talin eign Stafholtskirkju í Borgarfirði. Með því jukust enn rekafjörur Eyrarmanna. Sögunarhúsið við Eyri. Ljósmynd: Ingibjörg Guðjónsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.