Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 44

Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 44
43 Viðartegundir Óskemmdur rekaviður er endingargóður og afbragðs smíðaviður. En hvaða viðartegundir voru þetta? Megin hluti rekaviðarins er talinn vera sitka- greni, nokkuð af furu og lerki. Aðrar viðartegundir eru fremur sjaldgæfar og koma að líkindum með golfstraumnum úr öðrum áttum. Viður var metinn og skilgreindur í nokkra flokka. Langur, grannur viður, kvistalít- ill og beinn, sem var fjórar til sex tommur í þvermál var kallaður súlur. Stórkvistóttir stuttir bolir voru kallaðir raftviður. Stór viðargóð tré þrjár stauralengdir eða meira, tuttugu tommur í þvermál og þar yfir, það voru spýtur. Menn ræddu viðargæði á rekanum og mátu sér til gamans hve margir staurar „féllu“ úr stórum spýtum. Eftirfarandi nöfn og lýsingar á rekavið eru hafðar eftir Eyrarmönnum og fleiri ónefndum rekabændum á Ströndum: Hvítfura er kvistalaus viður með beinum æðum. Góður til smíða. Linfura er sami viður og hvítfura en nokkru meyrari. Rauðaviður er sennilega lerki. Rauðleitur, harður, feitur og fíngerður rekaviður. Bestu spýturnar stundum kallaðar kirkjuviður. Girði er hart, kleift og sveigjanlegt efni sem hleypt var til girðis á tunnur, sái, skjólur og önnur ílát. Sjávarbörkur er næfrakolla sem er sjórekinn trjábörkur notaður til uppkveikju. Hann er einnig brenndur innanhúss eins og reykelsi til að gera góða lykt. Blóðselja er svipaður viður og blóðeikin. Selja er almennt kvista- og flaskalaus. Brúnselja er að líkindum mahóní og talin berast frá Karíbahafi með Golfstraumnum. Gráselja er fremur ljótur viður þó ekki kvistóttur og er stundum kall- aður grágeit. Hvítselja er talin ótæk til allrar skipasmíði. Selja var talin hinn auðvirðilegasti allra viða, en var nothæf til rafta í skepnuhús. Af seljunni voru taldar margar tegundir, svo sem Vindselja, Hvítselja og Aspselja. Slorselja er ein tegund selju. Reynsla og trú bauð mönnum að forðast allan kleyfgerðan meyruvið í báta, en það voru allar tegundir af selju, nema slorselja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.