Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 45

Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 45
44 Þinill er sérstök (hörð) rekaviðartegund. Þinur er hörð, rauðleit rekaviðartegund, erfið í sögun. Blóðeik er rauðleitur kleifur rekaviður. Sagt var að ef slíkur viður var notaður í skip taldi þjóðtrúin að það myndi farast. Talinn manndrápsviður og úr honum feigðarfjalir eða í besta falli ólánsfjalir. Gömul sögn segir: Einhverju sinni voru bræður tveir að fletta rekavið og ætluðu borðin í að byrða upp gamalt tveggja manna far. Móðir þeirra öldruð kom og færði þeim bita. Meðan þeir kjamsa á kostinum skoðar kerling viðinn sem þeir höfðu dregið að. Bograði hún lengi yfir ósöguðum bol, fór um hann fingrum og muldraði stöðugt fyrir munni sér. Snéri sér síðan að sonum sínum, sem fylgst höfðu með gjörðum hennar og bað þá að gera hvorki sjálfum sér né sínu fólki þann voða, að nota við úr þessum bol í farið föður þeirra sáluga, enda væri þeim ekki viðar vant. Bræðurnir vildu ekki ergja þá gömlu og nikkuðu sem sú gamla tók sem loforð. Þeir voru ráðnir í að hafa að engu hégiljur hennar. Það gerðu þeir líka, flettu bolnum og notuðu borðin í tveggjamannafarið. Nokkru síðar réru þeir bræður. Nýbyrtur bátur- inn sökk í blíðu veðri á firðinum og týndust bæði bátur og menn. GGG. Viðarferðir Viðarferðir var það kallað á Eyri að sækja við á rekafjörur. Til þess þurfti báta, skektur og mannskap en umfram allt gott veður sem kallað var reka- veður eða með öðrum orðum ládauðan sjó. Menn þurftu oft að bíða lengi eftir því. Litu hvern morgun fram í fjarðarkjaftinn og gættu hvort enn „væri upp á Munaðarnesskerin“ og menn sögðu hver við annan „ætlar ‘ann ekki að jaga þetta helvítis grubb niður“. Þegar gerði loks vestanátt og hann gekk niður, þá gerði rekaveðurs ládeyðu en efsta stig þess var „alger blanki“. En vestanáttin er svipul á Ströndum og fyrirvaralítið getur gert rok „vestanrok“ og til að varast það var farið með löndum og stundum þurfti að liggja það af sér. Viðarferð frá Eyri gekk fyrir sig með eftirfarandi hætti. Tekin voru til dráttartógin og sett um borð í bátana. Þegar gaf var lagt af stað á flóði til að vera kominn á staðinn fyrir fjöru. Á leiðinni var smalað saman
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.