Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 51
50
var hins vegar skrifuð sök fyrirtekin og gat ekki saman gengið til
sátta. Er því sökinni frá vísað af sáttanefndinni til réttargangs [dóm-
stólaleiðar].
Finnbogastöðum 4. febr. 1835.
M. Guðmundsson ~ Þorleifur Jónsson.“
Óli gafst samt ekki upp. Hann brá á það ráð að skrifa sýslumanninum í
Strandasýslu, Jóni Jónssyni á Melum við Hrútafjörð og gerði honum grein
fyrir deilumáli þeirra Gríms. Bréfin eru reyndar tvö, [A og B] bæði dagsett
í Reykjarfirði sama dag; 1. apríl 1835. Þau eru endursögð hér nokkuð stytt,
enda erfið aflestrar.
A.
Veleðla herra sýslumaður góður!
Þann 29. sept. síðastliðinn [1834] að mínu heimili seldi bóndinn Jón
Grímsson á Munaðarnesi og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir mér arfapart
hennar, átta hundruð, í jörðinni Ófeigsfirði fyrir eitt hundrað og tuttugu
spesíur ásamt þremur hundruðum í kotinu Seljanesi fyrir þrjátíu spesíur. ...
Þau átta hundruð sem Guðrún systir fyrrnefndrar Þorbjargar [kona Guð-
mundar Grímssonar] líka erfði í jörðinni Ófeigsfirði bað hún mig að hafa
umráð yfir sín vegna, sem eign minni þar [sem] maður hennar Guðmundur
veikleika vegna er ekki þar til fær, en þau kváðust lítil eður engin not hafa
af þeim parti undir bóndans Gríms ábúð. … Þann 25. og 26. nóvember
síðastliðinn [1834] var ég í Ófeigsfirði og tilkynnti bónda, Grími Alexíus-
syni, að ég hefði fengið eign- og umráð yfir ábúðarjörðu hans, Ófeigsfirði,
og þar með að hann á næstu fardögum [1835] færi frá jörðinni. Gekk
mér til þeirrar burtvísunar óhagfelld ábúð hans, þar jarðnæðis þörf mín
til hjúa minna og endanlega að bóndinn Grímur hafði sjálfur lýst því að
hann hefði útbyggt af eignarjörð sinni Skjaldabjarnarvík, bóndanum Jóni
Oddssyni. Að því sem fleiru hefi ég vitni. Við þessa okkar samfundi tilbauð
ég að fá yðar veleðlaheita góða leyfi fyrir að Grímur fengi mína ábýlisjörð
[Reykjarfjörð] til ábúðar næstkomandi vor, sem hann neitaði. Grímur hefir
enga kosti boðið mér til að mega búa hér á þessum mér tilheyrandi 16
hundruðum, en miklu fremur sagt í áheyrn prests og hreppstjóra að hann