Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 55
54
Út af þessari deilu þeirra bændanna spratt sá orðrómur, að Grímur hafi
hatast svo mjög við Óla, að hann hafi komið því til leiðar, í vesturferðinni,
að draugur hafi verið upp vakinn og sendur Óla í Reykjarfirði.
Söguna af Seljaness-Móra skráði dr. Símon Jóh. Ágústsson og er hún
birt í sagnakverinu ‚,Rauðskinna III” sem kom út árið 1935, en um þær
mundir var liðin ein öld frá því að deila þeirra Óla og Gríms stóð sem hæst
og Móri kom til sögunnar.
Sagan af Seljaness-Móra
Höfundur: Dr. Símon Jóh. Ágústsson frá Kjós
Í Reykjarfirði í Strandasýslu bjó um
1838 maður sá er Óli hét. Hann var
hálfdanskur, og hét faðir hans Jens Óla-
son frá Viborg í Danmörku, en móðir
hans hét Ragnheiður Tómasdóttir frá
Kambi í Skagafjarðarsýslu. Óli var vel
fjáður og hinn besti búhöldur, útsjónar-
samur, en heldur fastur á fé. Er t.d. sagt
til marks um sparneytni hans, að hann
hafi einungis drukkið undanrenningu,
þangað til hann var orðinn vel auðugur
maður. Óli var rammur að afli, en eigi
hafði hann vit umfram aðra menn,
nema búvit. Hann átti nokkur börn.
Nú er frá því að segja, að Óli hyggur á að flytjast frá Reykjarfirði. Fær
hann Ófeigsfjörð til ábúðar, en það var konungsjörð. Í Ófeigsfirði eru hinir
beztu landkostir. Þar er selveiði mikil. Þá er þetta gerðist, munu varla hafa
veiðst þar minna en 200-300 selir árlega. Þar er yfir 100 punda varp.
Reki er þar mikill og gott til sjósóknar. Heyskapur er þar ærinn, en mest
fjallaslægjur og útigangur og fjara bregst þar aldrei, nema í ísaárum.
Þá bjó í Ófeigsfirði maður sá er Grímur hét Alexsíusson. Hann var hinn
mesti hvatleikamaður og svo lipur, að hann stökk milli skerja tveggja, er
liggja fram undan Ófeigsfirði. Er sagt að enginn annar hafi gjört það,
Dr. Símon Jóh. Ágústsson.