Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 55

Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 55
54 Út af þessari deilu þeirra bændanna spratt sá orðrómur, að Grímur hafi hatast svo mjög við Óla, að hann hafi komið því til leiðar, í vesturferðinni, að draugur hafi verið upp vakinn og sendur Óla í Reykjarfirði. Söguna af Seljaness-Móra skráði dr. Símon Jóh. Ágústsson og er hún birt í sagnakverinu ‚,Rauðskinna III” sem kom út árið 1935, en um þær mundir var liðin ein öld frá því að deila þeirra Óla og Gríms stóð sem hæst og Móri kom til sögunnar. Sagan af Seljaness-Móra Höfundur: Dr. Símon Jóh. Ágústsson frá Kjós Í Reykjarfirði í Strandasýslu bjó um 1838 maður sá er Óli hét. Hann var hálfdanskur, og hét faðir hans Jens Óla- son frá Viborg í Danmörku, en móðir hans hét Ragnheiður Tómasdóttir frá Kambi í Skagafjarðarsýslu. Óli var vel fjáður og hinn besti búhöldur, útsjónar- samur, en heldur fastur á fé. Er t.d. sagt til marks um sparneytni hans, að hann hafi einungis drukkið undanrenningu, þangað til hann var orðinn vel auðugur maður. Óli var rammur að afli, en eigi hafði hann vit umfram aðra menn, nema búvit. Hann átti nokkur börn. Nú er frá því að segja, að Óli hyggur á að flytjast frá Reykjarfirði. Fær hann Ófeigsfjörð til ábúðar, en það var konungsjörð. Í Ófeigsfirði eru hinir beztu landkostir. Þar er selveiði mikil. Þá er þetta gerðist, munu varla hafa veiðst þar minna en 200-300 selir árlega. Þar er yfir 100 punda varp. Reki er þar mikill og gott til sjósóknar. Heyskapur er þar ærinn, en mest fjallaslægjur og útigangur og fjara bregst þar aldrei, nema í ísaárum. Þá bjó í Ófeigsfirði maður sá er Grímur hét Alexsíusson. Hann var hinn mesti hvatleikamaður og svo lipur, að hann stökk milli skerja tveggja, er liggja fram undan Ófeigsfirði. Er sagt að enginn annar hafi gjört það, Dr. Símon Jóh. Ágústsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.