Strandapósturinn - 01.06.2020, Blaðsíða 56
55
hvorki fyrr né síðar. Eigi er kunnugt um ástæður fyrir því, að Óli fékk náð
jörðinni undan Grími, en er Grímur frétti tiltæki Óla, þóttist hann grátt
leikinn. Fer hann að finna Óla og býður honum mörg góð boð, ef hann
fengi að sitja kyrr á jörðinni. En Óli sat fast við sinn keip. Þetta var um
haust, en næstu fardaga skyldi Grímur flytja frá Ófeigsfirði. Grímur var
skapbráður og heiftrækinn, og er sagt, að hann hafi heitast við Óla. Hugði
hann nú á grimmilegar hefndir, en eigi var auðvelt að koma þeim fram,
því Óli var mikill maður fyrir sér. En þetta sama haust, undir jólaföstu,
fer Grímur vestur að Djúpi og hittir þar prest að máli, er Eyjólfur hét. Var
hann kunnur að kukli. Fær Grímur hann til að vekja upp draug og senda
Óla. Fóru þeir, er dimmt var orðið, út í kirkjugarð og mögnuðu með fjöl-
kynngi andvana líkama sjórekins unglings, er eigi var enn rotnaður. Segja
menn að piltur þessi hafi heitið Friðrik í lifanda lífi. Lætur prestur svo um
mælt, að draugur þessi skuli renna norður til Reykjarfjarðar og vinna á
Óla. Skyldi draugurinn fylgja ættmennum Óla í níunda lið. Segir nú ekki
meir frá Grími og Eyjólfi fyrst um sinn.
Það bar til í Reykjarfirði þetta sama kvöld, að yngsta barn Óla, er Ingi-
björg hét [f. 25. mars 1836 GG], grét svo ákaft, að enginn gat huggað hana.
Býst Óli loks út í skemmu til að sækja smjör í dúsuna barnsins. Var þá
fyrir nokkru orðið dagsett. Fer Óli inn í skemmuna og nær í smjörið, en
þegar hann ætlar út aftur, stendur piltungur í dyrunum og varnar honum
útgöngu. Takast með þeim sviptingar, og rekur Óli þegar komumann fall
mikið. En hann sprettur eins og fjöður upp aftur og sækir að Óla með
draugslegri fólsku. Þykir Óla illt við strák að eiga, því að hann mæddist
aldrei og varð ekki meint af neinum þeim áverkum, er honum voru veittir;
neytti draugsi bæði kjafts og klóa og spýr eitri upp úr sér, og kom það á fót
Óla. Tók nú Óla að mæða, og sér hann nú, að piltungur þessi er mennskur
maður. Segir fátt af viðureign þeirra, en er draugsi sér, að hann fær engu
áorkað, leitar hann undan, en Óli eltir hann upp á Tagl, en svo heitir fjall-
garðurinn á milli Reykjarfjarðar og Ófeigsfjarðar. Snýr Óli þá heim aftur,
og er hann kemur heim á hlað, er dagur runninn. Mætir hann í dyrunum
vinnumanni sínum, Jóni Helgasyni að nafni, sem þá var að leggja af stað
til að leita hans.
Frá heimilisfólkinu er þetta að segja: Þegar Óli er genginn út, þagnar
Ingibjörg litla, en allir falla í einhverskonar mók, allt til þess að dagur rann.