Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.2020, Qupperneq 56

Strandapósturinn - 01.06.2020, Qupperneq 56
55 hvorki fyrr né síðar. Eigi er kunnugt um ástæður fyrir því, að Óli fékk náð jörðinni undan Grími, en er Grímur frétti tiltæki Óla, þóttist hann grátt leikinn. Fer hann að finna Óla og býður honum mörg góð boð, ef hann fengi að sitja kyrr á jörðinni. En Óli sat fast við sinn keip. Þetta var um haust, en næstu fardaga skyldi Grímur flytja frá Ófeigsfirði. Grímur var skapbráður og heiftrækinn, og er sagt, að hann hafi heitast við Óla. Hugði hann nú á grimmilegar hefndir, en eigi var auðvelt að koma þeim fram, því Óli var mikill maður fyrir sér. En þetta sama haust, undir jólaföstu, fer Grímur vestur að Djúpi og hittir þar prest að máli, er Eyjólfur hét. Var hann kunnur að kukli. Fær Grímur hann til að vekja upp draug og senda Óla. Fóru þeir, er dimmt var orðið, út í kirkjugarð og mögnuðu með fjöl- kynngi andvana líkama sjórekins unglings, er eigi var enn rotnaður. Segja menn að piltur þessi hafi heitið Friðrik í lifanda lífi. Lætur prestur svo um mælt, að draugur þessi skuli renna norður til Reykjarfjarðar og vinna á Óla. Skyldi draugurinn fylgja ættmennum Óla í níunda lið. Segir nú ekki meir frá Grími og Eyjólfi fyrst um sinn. Það bar til í Reykjarfirði þetta sama kvöld, að yngsta barn Óla, er Ingi- björg hét [f. 25. mars 1836 GG], grét svo ákaft, að enginn gat huggað hana. Býst Óli loks út í skemmu til að sækja smjör í dúsuna barnsins. Var þá fyrir nokkru orðið dagsett. Fer Óli inn í skemmuna og nær í smjörið, en þegar hann ætlar út aftur, stendur piltungur í dyrunum og varnar honum útgöngu. Takast með þeim sviptingar, og rekur Óli þegar komumann fall mikið. En hann sprettur eins og fjöður upp aftur og sækir að Óla með draugslegri fólsku. Þykir Óla illt við strák að eiga, því að hann mæddist aldrei og varð ekki meint af neinum þeim áverkum, er honum voru veittir; neytti draugsi bæði kjafts og klóa og spýr eitri upp úr sér, og kom það á fót Óla. Tók nú Óla að mæða, og sér hann nú, að piltungur þessi er mennskur maður. Segir fátt af viðureign þeirra, en er draugsi sér, að hann fær engu áorkað, leitar hann undan, en Óli eltir hann upp á Tagl, en svo heitir fjall- garðurinn á milli Reykjarfjarðar og Ófeigsfjarðar. Snýr Óli þá heim aftur, og er hann kemur heim á hlað, er dagur runninn. Mætir hann í dyrunum vinnumanni sínum, Jóni Helgasyni að nafni, sem þá var að leggja af stað til að leita hans. Frá heimilisfólkinu er þetta að segja: Þegar Óli er genginn út, þagnar Ingibjörg litla, en allir falla í einhverskonar mók, allt til þess að dagur rann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.