Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 57

Strandapósturinn - 01.06.2020, Page 57
56 Biður þá einhver Guð að hjálpa sér og spyr, hvort Óli sé ekki kominn enn. Býst þá Jón að leita hans, eins og fyrr er sagt, en mætir húsbónda sínum í bæjardyrunum. Óli var mjög þrekaður og illa útleikinn, en ekki vildi hann segja, hvað sig hafði tafið. Næsta dag lætur hann flytja sig út á Kúvíkur til Jóns Salomonsens faktors, vinar síns. Tekur Óli þar þunga sótt og fótar- mein og lá lengi vetrar. Varð hann þó loks heill, en á fæti hans var jafnan sár er aldrei gréri. Varð þetta sár banamein hans. En ekki leið á löngu, áður en menn urðu þess varir, að bera tók á reim- leikum í Reykjarfirði. Fóru menn nú að sjá strák á stjái, í mórauðum fötum, með hattkúf á haus, og fylgdi hann Óla eða ættingjum hans. Gerði draugsi ýmsar smá glettur. Hefir hann alltaf þótt meinlítill, en hrekkjóttur og alls ekki ótuktarlegur í sér. Er hann frekar vinsæll þar vestra, eftir því sem draugar geta verið. Grímur fluttist til Seljaness, sem er næsti bær við Ófeigsfjörð, en Óli til Ófeigsfjarðar um vorið. Vegnaði Óla þar vel, og bjó hann þar og var vel metinn og gildur bóndi. Í fyrstu var fátt með þeim Grími, eins og eðlilegt var, en er fram liðu stundir, urðu þeir aldavinir, enda var margt vel um þá báða. En eftir því, sem vinátta þeirra varð meiri, fór draugsi að gerast Grími fylgispakari. Þau urðu ævilok Gríms, að hann varð bráðkvaddur á hestbaki milli Seljaness og Ófeigsfjarðar. Þóttust þeir, er með honum voru, sjá drauginn skjótast að honum og taka um háls hans, en svo brá við, að Grímur féll af baki og var þegar örendur. Mörgum árum eftir að Óli fékk sendinguna, var hann staddur vestur á Ísafirði og var að höndla í einhverri búð þar. En inni í búðinni var staddur Eyjólfur prestur. Vindur hann sér að Óla og spyr hann að heiti. Segir Óli þegar deili á sér. Þá snéri Eyjólfur sér undan og mælti lágt, en þó svo að margir heyrðu: ‚,Ekki skal mig kynja”. Mun honum hafa litist maðurinn vasklegur. Fyrst var draugur þessi kallaður Reykjarfjarðar-Móri, þá Ófeigsfjarðar- Móri, síðan Seljaness-Móri, eftir að hann tók að fylgja Grími, og loks Ing- ólfsfjarðar-Móri, því að í Ingólfsfirði búa enn afkomendur Óla, og á draugsi helst athvarf þar. Hefir hann gengið undir öllum þessum nöfnum allt til þessa. Móri er nú tekinn að dofna, en þó verður hans vart einstaka sinnum ennþá. Eins og áður var sagt, hefir hann verið furðanlega vel liðinn vestra;
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.