Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 65

Strandapósturinn - 01.06.2020, Side 65
64 Rauðmagaveiði Rauðmagaveiði var oftast stunduð við Eyjuna. Yfirleitt var lagt inn af Litluey í Kvörninni og norður með Vesturbakkanum, tvö eða þrjú net, 30 faðmar hvert. Dufl voru á báðum endum og alltaf vitjað um móti vindi. Veiði var aldrei mikil en oftast næg til matar. Rauðmaginn var yfirleitt borðaður soðinn og var þá lifrin soðin með. Þegar veiði var treg, var hveljan stundum soðin. Þá var sogskálin skorin af, hveljan síðan sett í sjóðandi vatn í smátíma, síðan tekin og skafin með hníf og þá soðin í 10 mínútur. Rauð- magi var einnig reyktur. Þá var hann látinn liggja í salti í sólarhring. Síðan var hann tekinn og spyrtur, settur á rá og þurrkaður í 4 – 5 sólarhringa og að lokum settur í reyk. Grásleppa veiddist einnig. Hún var oft borðuð og þá alltaf steikt á pönnu. Fram yfir 1950 var allur afgangur hrognkelsa skorinn í bita, soðinn og gefinn kindum. Fátítt var að æðarfugl kæmi í netin en veiði var alltaf hætt í apríllok. Eggjataka Í apríllok fór æðarfuglinn að setjast upp í varplöndin. Þó fór það nokkuð eftir tíðarfari; í köldu og vætusömu veðri seinkaði komu hans um nokkra daga. Þegar fuglinn var sestur upp, fóru bændur í varpið og hreinsuðu úr hreiðrum, aðallega í hólmunum, þar sem sjór ber þang og möl í þau. Venja var að hafa með úthey í poka til að setja í hreiðrin og þar sem svo var gert, brást varp aldrei. Varpið var gengið á þriðjudögum og föstudögum eftir hádegi. Fjórir menn fóru í hvert skipti og tók þetta 3 – 4 tíma. Í byrjun varps fór hver maður með eina fötu undir eggin en er varpið jókst þurfti tvær fötur. Hver maður hafði sína ákveðnu göngu og vissi nánast um öll hreiður á sínu svæði. Í fyrstu eggjagöngum voru alltaf skilin eftir tvö egg í hreiðri en þegar líða tók á varpið voru skilin eftir fjögur. Fuglinn var mjög gæfur og flestar kollurnar fóru ekki af hreiðrinu fyrr en komið var fast að þeim. Einstaka kolla flaug þó út á sjó en við öðrum þurfti að ýta til að fá þær af hreiðrinu. Blikinn hvarf úr varpinu fljótlega eftir að það byrjaði. Í fyrstu eggjaleit var alltaf eitrað fyrir vargfugl. Keypt var stryknin hjá lækninum í Hólmavík. Farið var með 10 - 20 hænuegg og eitrið sett í þau. Einnig voru nokkur æðaregg eitruð ásamt með nokkrum lundum. Þessu var dreift um Lundahól, Illamó og suður um Kjöl. Eftir eitrun hvarf allur vargfugl úr varpinu í nokkra daga en kom svo aftur og þá var eitrunin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.