Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 66

Strandapósturinn - 01.06.2020, Síða 66
65 endurtekin. Oftast var eitrað þrisvar sinnum á hverju vori. Í norðan- og norðaustanátt rak dauðan fugl inn með landi en hrafn og svartbakur átu hann og hurfu því hræin fljótt af fjörunum. Eitrunin hafði jákvæð áhrif á varpið og fældi vargfuglinn frá en um 1960 var öll eitrun bönnuð. Um 20. maí var varpið í hámarki. Þá var komið með 8 kúffullar fötur af eggjum í land. Hver fata rúmaði 60 egg eða meira og hafa þá um 500 egg verið tekin, þegar varpið stóð sem hæst. Allt að 2500 egg munu hafa verið tekin ár hvert á þessum árum en laust fyrir 1960 var allri eggjatöku hætt. Nýorpin egg eru mött en þegar fuglinn hefur legið á þeim í nokkra daga og þau byrja að stropa, kemur gljái á þau og er því auðvelt að sjá, hvort þau eru nýorpin eða ekki. Því var mjög fátítt að stropuð egg kæmu í land. Æðareggin voru borðuð soðin og tók suðan 7 – 8 mínútur. Sérstakt bragð er af þeim og voru þau ekki notuð í kökubakstur. Áður fyrr voru þau geymd í ösku og líka soðin og sett í sýru en geymsluþol þeirra var lítið. Þessi geymsluaðferð var löngu aflögð fyrir mína tíð. Eitt æðaregg vegur um 110 grömm. Dúntekja Eggjatöku lauk í maílok en þá var byrjað að taka dún, smávisk úr hverju hreiðri, þar sem kominn var mikill dúnn. Sá dúnn var betri og hreinni en hinn, sem tekinn var úr útleiddum hreiðrum og var honum haldið sér. Í dúntekjuna fóru átta manns, farið var á fjögurra manna fari. Lent var í Kvörninni, ef vindur stóð af norðri og austri en í sunnan- og vestanáttum var lent við Snoppuna. Gengið var af Snoppunni og norður Austurbakk- ann og að Skvömp. Þegar þangað var komið, tók fólk sér smáhvíld og hélt síðan áfram um Lundahól suður Kjöl og Vesturbakka og lauk göngunni við bátinn. Þá var skipt liði: þrír fóru í Þernuhólma en fimm í Litlueyju og á landleið var gengið um Dyrhólma. Farið var í 6 eða 7 göngur á hverju sumri á þriðjudögum og föstudögum. Á þessum árum voru veðurspár ótryggar og önn bænda mikil, þannig að lítið tóm gafst til að hlusta á þær. Væri útlit fyrir rigningu, þegar komið var fram á mánudags- eða fimmtu- dagskvöld, kom fyrir að farið var þá um kvöldið í dúntekjuna. Þá var oft komið langt fram yfir miðnætti, þegar komið var í land. Við dúntekjuna var reynt að skilja sem mest eftir af grasi og hroða, sem var í dúninum og eins að rífa í sundur kökur en alltaf var þó rusl eftir í honum sem kom í land.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.